Fréttablaðið - 24.04.2020, Síða 30

Fréttablaðið - 24.04.2020, Síða 30
ÉG TRÚI ÞVÍ AÐ RÉTTA BÓKIN SÉ TIL FYRIR HVERT EINASTA BARN, ÞAÐ ÞARF BARA AÐ LEIÐA ÞAU SAMAN, BARNIÐ OG BÓKINA. Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 24. APRÍL 2020 Hvað? Kúltúr klukkan 13 Hvenær? 13:00 Hvar? Vefútsending frá Salnum á stundin.is og facebooksíðum Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi Myndlistarmennirnir Bergur Tho- mas Anderson, Logi Leó Gunn- arsson og Una Margrét Árnadóttir leiða skapandi fjölskyldusmiðju í Stúdíói Gerðar. Áhorfendum verð- ur kennt að búa til mósaíkverk úr ýmsum matvælum og litrík hljóð- færi úr ýmsum ílátum, blöðrum og teygjum. Lestrarverkefnið Tími til að lesa er í fullum gangi, en þar skrá börn og full-orðnir lestur sinn í mín-útum á vefsíðunni timiti-ladlesa.is. Verkefnið mun standa til 30. apríl og freistað verður að fá afraksturinn skráðan í Heims- metabók Guinness. Verkefnið er ekki síst ætlað til að auka áhuga barna á bókum. Dröfn Vilhjálms- dóttir hefur brennandi áhuga á því að ef la lestraráhuga barna. Hún hefur umsjón með skólabókasafni Seljaskóla þar sem hún hefur starfað í rúm sjö ár. „Ég hef haft það að markmiði frá upphafi að gera skólasafnið að hjarta skólans og ég held að það hafi tekist. Safnið er alltaf fullt af börn- um og þar er vinsælt að vera,“ segir hún. „Ég er sannfærð um að skóla- söfn séu forsenda þess að börn hafi óhindrað aðgengi að bókum. Skóla- safnið sér börnunum ekki aðeins fyrir bókum heldur fer þar jafnframt fram afar fjölbreytt starf með það að markmiði að börn kynnist bókum, auki færni sína í lestri en ekki síst að þau finni lestraránægju sem endist þeim út lífið.“ Ilmandi bækur Spurð hvernig best sé að koma bókum að börnum og fá þau til að lesa segir Dröfn: „Með því að hafa skólasöfnin full af ilmandi bókum! Því hvernig fáum við börn til að lesa? Með barnabókum! Ég trúi því að rétta bókin sé til fyrir hvert ein- asta barn, það þarf bara að leiða þau saman, barnið og bókina. Og með réttu bókinni þá á ég við Bókina með stóru B – bókina sem barnið les og fellur fyrir og gerir það að verkum að barnið hoppar um borð í lestrar- lestina. Þessi undur, þegar barnið finnur bókina sem gerir það spennt fyrir lestri, sé ég reglulega gerast á skóla- safninu mínu. En þetta gerist ekki fyrirhafnarlaust. Við fullorðna fólk- ið berum ábyrgð á því að börnin hafi aðgang að bókunum og ekki síst á að miðla þeim til barnanna með fjöl- breyttum hætti. En fyrst og fremst þurfum við að sjá til þess að það sé nægilegt úrval barna- og unglinga- bóka á íslensku. Það gerist alltof oft að ég næ ekki að viðhalda lestrar- áhuga barnanna því þau vantar f leiri bækur í þeim bókaflokkum sem þeim líkar.“ Skortur á bókum á íslensku Dröfn segir að þörf sé á fleiri barna- og unglingabókum á íslensku. „Það sem stendur mér verulega fyrir þrif- um í starfi mínu er skortur á barna- og unglingabókum á íslensku. Oft skynja ég að fólk skilur ekki alveg alvarleika málsins, því finnst bóka- söfnin og bókabúðirnar sneisafullar af bókum. En ég met það svo að við séum að metta bókaþörf íslenskra barna um kannski 15 prósent. Sem dæmi um það þá voru gefnar út á síðasta ári 12 nýjar skáldsögur fyrir unglinga. Það gefur augaleið að það úrval uppfyllir ekki lestrarþörf unglinga sem eru með mismunandi áhugasvið, lestraráhuga og lestrar- getu. Bækur eru verkfærin til lesturs og örþjóð með eigið tungumál getur því ekki látið markaðsöf l ráða útgáfu. Við sem þjóð þurfum að styðja barnabókaútgáfu á duglegan og öf lugan hátt. Eins þurfum við að styðja frábæru barnabókahöf- undana okkar miklu betur og jafn- framt þýða fleiri barna- og unglinga- bækur.“ Mikilvæg hvatning Nú stendur yfir átakið Tími til að lesa. Dröfn er spurð hversu miklu máli átak eins og það skipti. „Fyrir sum börn er lestrarátak ákaf lega hvetjandi, keppnisskapið fer í gang og þau fara að lesa af kappi,“ segir hún. „Uppspretta innri hvatningar til lesturs kemur frá því að lesa áhugaverða bók, bók sem þú getur ekki lagt frá þér. Þess vegna er lestr- arátak svo mikilvæg ytri hvatning því með hverri einustu lesinni bók aukast líkurnar á því að það kveikni innri hvatning til lesturs og að bókin með stóru B rati í hendur leitandi barns. Það hefur líka verið bent á að foreldrar eigi að vera lestrarfyrir- myndir barna. Lestrarátak eins og Tími til að lesa er lestrarhvatning og lestraráminning fyrir foreldra. En ég hvet foreldra til að ganga lengra en að vera bara lestrarfyrirmynd. Því barn eða unglingur sem finnur enga hvöt hjá sér til að lesa þarf hagnýta og virka lestraraðstoð og hvatningu.“ Lesið með börnunum Dröfn kemur með dæmi úr eigin fjölskyldu. „Í minni f jölskyldu hefur gefist ákaflega vel að lesa með börnunum á öllum aldri. Þegar sonur minn var á táningsaldri lásu hann og faðir hans saman upp- hátt til skiptis heilu bókaflokkana. Þetta voru doðrantar sem sonur minn hefði aldrei ráðist í einn og án hvatningar. Þarna áttu þeir feðgar sameiginlega lestrarupplifun og skemmtilega samveru sem var ómetanleg. Þegar sonurinn fór í menntaskóla hvatti ég hann til þess að taka yndis- lestraráfanga í vali. Honum fannst dálítið yfirþyrmandi að þurfa að lesa fimm langar skáldsögur yfir önnina. Við mæðgin ákváðum að gera þetta saman og vorum með sitt eintakið hvort af bókinni sem við lásum samtímis eftir tímaáætlun sem við settum okkur. Við spjölluð- um reglulega um innihald bókanna og áttum þarna sameiginlega upp- lifun sem var svo eftirminnileg og ánægjuleg að við erum enn að vitna í hana nokkrum árum seinna.“ Dröfn hvetur síðan alla foreldra til að nýta þetta átak til þess að lesa með börnunum sínum og skapa þannig innihaldsríka samveru og mikilvæga sameiginlega lestrar- upplifun. Afar mikilvæg ytri hvatning Dröfn Vilhjálmsdóttir hefur ástríðufull- an áhuga á að auka lestraráhuga barna. Hún segir skort á barna- og unglinga- bókum á íslensku og hvetur foreldra til að lesa sem mest með börnum sínum. Þessi undur, þegar barnið finnur bókina sem gerir það spennt fyrir lestri, segir Dröfn Vilhjálmsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Berglind Svavarsdóttir opnar einkasýningu sína Mimesis í Galleríi Fold á Rauðarár- stíg klukkan 14 á morgun, laugar- dag. Engin eiginleg opnun verður heldur verður opnun í gegnum beint streymi á Facebook-síðu Gall- erís Foldar. Listamaðurinn mun svo svara fyrirsprunum sem koma í gegnum beina streymið á meðan opnun stendur yfir. Sý ning u na k a llar Berg lind Mimesis, sem þýða mætti sem eftir- líkingu eða eftirhermu. Hún notar plöntur og skordýr sem viðfangs- efni í verkum sínum. Berglind er fædd í Reykjavík en hefur verið búsett á Ítalíu frá árinu 1996. Hún útskrifaðist frá málaradeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1996 og hafði þá stundað skiptinám í málun við Accademia di Belle Arti í Bologna á Ítalíu frá 1994–1995. Eftir það lá leiðin til Mílanó þar sem hún lauk BA-gráðu í málun frá Accademia di Belle Arti di Brera árið 2004 og MA-gráðu frá sama skóla árið 2009. Berglind hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum bæði á Íslandi og erlendis. Þetta er fyrsta einkasýning hennar í Galleríi Fold. Sýningin stendur frá 25. apríl til 9. apríl og er allan sólarhringinn aðgengileg á vefsíðu Gallerís Foldar, myndlist.is, en einnig er hægt að skoða sýninguna í Galleríi Fold alla virka daga milli klukkan 10-18. Mimesis í Gallerí Fold Verk á sýningunni. Una Margrét, Bergur og Logi. 2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.