Fréttablaðið - 24.04.2020, Page 38

Fréttablaðið - 24.04.2020, Page 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÉG TALA VIÐ ÞAU Á HVERJUM DEGI Á FACETIME OG SÉ HVERNIG ÞAÐ DREGUR AF ÞEIM ANDLEGA MEÐ HVERJUM DEGI SEM LÍÐUR. 12% LUMAR ÞÚ Á STÓRFRÉTT? Sendu okkur þá fréttaskot í gegnum frettabladid.is. Þú nnur hlekkinn undir blaði dagsins og á slóðinni www.frettabladid.is/frettaskot. Greiðum 5.000 kr. fyrir fréttina ef hún birtist í Fréttablaðinu og 10.000 kr. ef hún birtist á forsíðu blaðsins! MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS Aurora Di Rienzo er fædd og uppalin á Ítalíu en elti í sumar í s l e n s k a r r æ t u r sína r h i ng að t i l móðurlandsins og umhverfis sem virkjaði sköpunar- þrána þannig að hún er hér enn og semur og gefur út tónlist sem annar helmingur dúettsins Aramot. „Ég ákvað að taka mér árs hlé frá námi til þess að sinna tónlistinni og það er nú þess vegna sem ég bý á Íslandi í augnablikinu,“ segir Aurora sem var búin að koma sér fyrir í London til þess að stunda nám í University College. „En öll fjölskyldan mín er í Róm og aðskilnaðurinn veitti mér og Teiti, félaga mínum, innblásturinn fyrir She Called Me Again Last Night sem er um ástandið og þessa mjög svo undarlegu tilfinningu sem ég er að upplifa og lagið fjallar í raun og veru um,“ segir hún um lagið sem þau Teitur Helgi Skúlason í Aramot senda frá sér í dag. Óttablandin óvissa „Ég tala við þau á hverjum degi á Facetime og fylgist með hvernig þeim gengur og sé hvernig það dregur af þeim andlega með hverj- um degi sem líður. Þau verða bara niðurdregnari,“ segir Aurora um áhrif þjakandi óvissunnar á Ítalíu. „Á Ítalíu veit enginn neitt og fólk fær engar upplýsingar eins og hérna á Íslandi þar sem það er til dæmis þegar farið að ræða um og reyna að ákveða hvernig sumarið verður, hvort samkomum verði frestað eða hvernig verði staðið að þeim alveg fram í ágúst. Á Ítalíu er ekkert að gerast.“ Aurora bætir við að áður en Covid-fárið skall á heimsbyggðinni hafi staðið til að hún myndi fara til Ítalíu og einnig að fjölskyldan kæmi til Íslands. Nú sé staðan þannig að þau viti ekkert um hvenær þau hitt- ast á ný. Símtal frá mömmu „Ég syng um þessa tilfinningu í laginu,“ segir söngkonan um lagið She Called Me Again Last Night sem í raun er sprottið upp úr símtali frá móður hennar í Róm. „Mamma hringdi í mig í miklu uppnámi vegna þess að hún upplifir sig hálf- partinn innilokaða á heimilinu þar sem hún getur ekkert farið út á meðan ég get hins vegar farið út að ganga og hugleiða þegar mér sýnist þótt ég voni auðvitað alltaf að ég muni ekki rekast utan í neinn.“ Aurora fer því gætilega með það ferðafrelsi sem hún hefur umfram hennar nánustu á Ítalíu en missir heldur aldrei vonina. „Lagið er líka um að þetta mun ganga yfir og verða betra. Það kemur að því að þessi vírus hverfi á braut þannig að þetta er ekki bara sorgarsöngur þar sem lagið felur líka í sér von.“ Tími til að hugsa Aurora fann strax sterka tengingu við land og þjóð og hefur því staldr- að mun lengur við en upphaf lega stóð til. „Ísland er mjög ólíkt öllu sem ég á að venjast. Ég vildi bara sleppa burt frá London, öllum erl- inum og stressinu þar en ætlaði bara að vera hérna í sumar en hitti síðan svo margt frábært fólk,“ segir hún um íslenska fjölskyldu sína og fjöl- marga nýja, íslenska vini. „Þannig að mér fannst ég finna mikla jarðtengingu hérna og varð einhvern veginn sjálfri mér líkari og jafnvel þótt Reykjavík sé borg og allt það þá er samt hægt að finna staði og tíma til þess að vera einn með sjálfum sér og hugsunum sínum. Þess vegna elska ég að vera hérna.“ Horft fram á veg Teitur Helgi, hinn helmingur dúettsins, hefur komið víða við í tónlistinni og unnið með til dæmis GDRN, ClubDub, Aroni Can og Unu Schram og þau ná vel saman. „Við kynntumst bara í sumar en það er eins og við höfum þekkst í mörg ár. Við erum að vinna að plötu akkúrat núna. Hún er næstum því tilbúin og við erum mjög spennt en hún ætti að koma út í júní.“ Aurora gerir sér vonir um að þau geti fylgt plötunni úr hlaði með tón- leikum en það muni vitaskuld ráð- ast af ástandinu í sumar. „Við erum líka með plön um að halda áfram að gera tónlist saman eftir þessa plötu og sjá bara til hvaða stefnu hlutirnir taka. Maður veit aldrei og þetta eru miklir óvissutímar.“ toti@frettabladid.is Vonarneisti í lagi um söknuð á óvissutímum Aurora Di Rienzo fann íslenskum rótum sínum frjóan jarðveg í sumar og syngur í nýju lagi um óttablandinn söknuð á óvissutím- um en fjölskylda hennar er öll innlyksa í veirufárinu í Rómarborg. „Ef ég hefði alist upp hérna myndi mig kannski langa að komast til stærri borgar en akkúrat núna finnst mér ég vera rétt manneskja á réttum stað,“ segir Aurora Di Rienzo sem hefur heldur betur fundið íslenskar rætur sínar. 2 4 . A P R Í L 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.