Bæjarbót - 05.01.1987, Blaðsíða 2

Bæjarbót - 05.01.1987, Blaðsíða 2
2 Óháð flokkadrætti Júdó: „Uppgangur í íþróttinni liér“ — spjallað við Reino Fagelund þjálfara UMFG og landsliðsins Júdóþjálfarítm og keppnismaðurinn Reino Fagelund. Þjálfari UMFG í júdó heitir Reino Fagelund. Reino er marg- reyndur, bæði sem þjálfari og keppnismaður í grein sinni. Hann þjálfar iíka í Keflavík og hefur umsjón með þjálfun landsliðsins í júdó. Reino er finnskur, frá Pori, sem er 74 þúsund manna borg skammt frá furku. Hann er 33ja ára, kvæntur og á tvo syni. Hann hóf afskipti af júdóíþróttinni 16 ára gamall og síðan hefur júdóið átt hug hans allan. Hann stundar nú nám við íþróttaháskóla með áherslu á þjálfun, sérstaklega í júdó auðvitað. Bæjarbót spurði Reino hver væri hans besti árangur til þessa. „Ætli það sé ekki sigur á Opna breska meistaramótinu (British Open) árið 1982 í mínum þyngdarflokki sem í eru keppendur undir 60 kg. Ég. hef 3svar sinnum orðið Norður- landameistari og náði 7. sæti á OL í Moskvu 1984. Þetta ber líklega hæst.“ Hvað finnst þér um júdóið hér í Grindavík? „Fyrir það fyrsta æfa ótrú- lega margir júdó hér ef tillit er tekið til stærðar bæjarins. Heima í Finnlandi væri ekki júdóklúbbur í 2000 manna bæ, en hér eru líklega um 50 ungir ’drengir að æfa, auk hinna eldri. Það er uppgangur í júdó í Grindavík, en svo er ekki alls staðar t.d. er einhver deyfð yfir þessu í Keflavík.“ Eru hér einhverjir meistarar framtíðarinnar? „Það má segja að allir sem hafa vilja til að verða góðir séu hæfir til þess. Júdó er margþætt íþrótt og hafi menn minni hæfi- leika á einu sviði má bæta það upp á öðru. Vissulega eru hér efni í góða júdómenn, auk þess sem hér eru snjallir kappar eins og Jóhannes og Sigurður Berg- mann. Ef ég ætti að nefna einhverja efnilega drengi úr hópi jafningja koma upp nöfn eins og Tómas Gunnarsson, Gunn- steinn Jakobsson, Guðmundur Másson og Hartmann Kárason. Þessir drengir geta náð langt, en til þess þarf einbeitingu og mikla æfingu.“ í lokin gat Reino þess að mikl- ar líkur væru á því að hann kæmi til íslands aftur næsta haust og þá e.t.v. til Grinda- víkur. Innheimta bœjarsjóðs: Hæsta hlutfall síðan 1981 eða rúm 76% — bærinn keypti mikið af hlutabréfum Landsbankaliðið sem sigraði í firmakeppninni. F.v. Almar Sveins- son, Margeir Guðmundsson, Helgi Bogason og Valdimar Einars- son. Á myndina vantar Dag Egonsson. Knattspyma: Vel heppnuð firma- keppni Skömmu fyrir jólin hélt knattspyrndeild UMFG firma- keppni í knattspyrnu í íþrótta- húsinu. Alls mættu 11 lið til leiks og eftir verulega skemmti- lega og jafna keppni, þar sem úrslit urðu oft óvænt, stóðu tvö lið eftir og léku úrslitaleik. Það voru lið Landsbankans í Grindavík og Gunnlaugs Hreinssonar múrarameistara. Þegar flautað var til leiksloka var staðan jöfn og þau úrslit nægðu bankamönnum til sigurs vegna hagstæðara markahlut- falls. Hér koma heildarúrslit á mótinu. Hral'n GK - Jóh. Haraldsson (-0 Þorbjörn-Iiskanes 3-1 Grindin-HÞ 5-2 Lögreglan-GrindvíkingurGK 4-1 Gunnl. Hreinsson - l.andsbankinn 5-2 Jóh. Haraldsson - Grindav. GK 4-8 Fiskanes - Gaukur 5-3 HÞ-Landsbankinn 0-9 Hrafn GK - Lögreglan 2-3 Grindin-Gunnl. Hreinsson 0-4 Lögreglan - Jóh. Haraldsson 3-1 Gunnl. Hreinsson - HÞ 6-2 Grindvikingur GK - Hrafn GK 4-2 Gaukur - Þorbjörn 0-5 Landsbankinn-Grindin 4-1 Unclanúrslit: Lögreglan - Fiskanes 9-10 Þorbjörn - Landsbankinn 1-2 Gunnl. Hreinsson - Grindin 5-2 Úrslit: Fiskanes - Landsbankinn 1-4 Gunnl. Hreinsson - Fiskanes 3-1 I.andsbankinn-Gunnl. Hreinsson 4-4 HÚS TIL SÖLU Einbýlishúsið Austurvegur 14, eign Gísla Har- aldssonar, er til sölu. Húsið er ca. 135 ferm. Skipti á fasteign í Reykjavík eða minni eign hér í Grindavík koma til greina. Verð: 3.300.000,- Nánari uppl. gefa Björn í Bárunni, sími 8091, og Gísli í síma 91-45447. Grindvíkingar Atvinnuleysiskráning og vinnumiðlun er opin kl. 9 -12 alla virka daga á skriístofu byggingafulltrúa. BÆJARSTJÓRI BREYTT símanúmer Innheimtan hjá Grindavíkur- bæ hefur nokkur undanfarin ár verið afar slök. Á köflum reyndar svo slök að bæinn hefur illilega skort fé til framkvæmda og greiðslna. Og lántökur því verið með meira móti. Nú er væntanlega að verða breyting á þessu til hins betra því innheimtan komst upp í 76,17% á gjöldum síðasta tímabils. Að vísu bera að hafa í huga að bær- inn tók í nokkrum tilvikum hlutabréf upp í skuldir, sem þannig teljast greiddar, en hlutabréfin auka ekki fram- kvæmdagetu bæjarfélagsins fyrr en þeim hefur verið komið í verð. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.