Bæjarbót - 05.01.1987, Blaðsíða 3

Bæjarbót - 05.01.1987, Blaðsíða 3
 Óliáð flokkadrætti 3 Horft til aldamóta: Hver verður folks- fjöldinn þá? —nauðsynlegt að meta það Þegar hugað er að framtíðar skipulagningu bæjarins verða menn að gefa sér einhverjar for- sendur til að miða við. Á eftir- farandi töflu má sjá þrjá mögu- leika í fólksfjölgun til ársins 2000. Taki bærinn fjörkipp í at- vinnulegu tilliti og fjölgun fólks verði 3.5% á ári verða bæjarbú- ar hátt í 4000 um aldamót. Að óbreyttri fólksfjölgun hins vegar um 2300 - 2400. Þegar hugað er að skólabygg- ingum, dagvistarheimilum, heimilum fyrir aldraða og fleiru verður að spá í framtíðar íbúa- fjöldann og leggja línur sam- kvæmt því. Það er hlutverk bæjarfulltrúanna og starfs- manna bæjarins. Ekkert gíró í ár í mars n.k. verður Bæjarbót 5 ára. Ekki er fyrirhugað að halda upp á afmælið sérstaklega og Ár 1,0% 2,5% 3,5% 1980 1929 1929 1929 1985 2027 2182 2229 1990 2131 2469 2722 1995 2240 2794 3233 2000 2354 3161 3839 Fjölgun 425 1232 1910 engar breytingar eru fyrirhug- aðar á rekstri blaðsins á næst- unni. Blaðið mun koma út mán- aðarlega, í lok hvers mánaðar, eins og verið hefur. Þess má geta að gírókerfi það sem notað hefur verið undan- farin ár verður ekki notað nú á afmælisárinu, hvorki gagnvart heimafóki hér né áskrifendum í öðrum landshlutum. Pylsuvagninn: Opinn fram- eftir um helgar Eigendur Pysluvagnsins eru íris Ólafsdóttir og Ævar Geir- dal. Þau keyptu hann frá Hafnarfirði og byrjuðu sölu 19. desember. „Þetta hefur gengið ágætlega og salan vex stöðugt“, sagði Ævar „sérstaklega er fólk hrifið af hamborgurunum, sem við geymum í heitum kryddlegi og smellum í volg brauðin þegar kúnninn birtist. Við erum með gæðavörur frá SS og fólk þekkir þær að góðu.“ Pylsuvagninn er opinn til kl. 11 virka daga og fram eftir nóttu um helgar. Hitaveita Suðurnesja: Notendur kærulausir með borganir Að sögn Júlíusar Jónssonar fjármálastjóra Hitaveitu Suður- nesja eru skil á orkureikningum allt of slæm og á það við um öll byggðarlögin sem HS þjónar. Fyrirtæki eru mörg hver afar skuldseig, jafnvel sveitarfélögin sjálf. Júlíus sagði að Grindavík- urbær stæði sig þó mjög vel. Víkurbraut 2B Til sölu er húsið við Víkurbraut 2B. Endurnýjað að hluta. Laust nú þegar. Upplýsingar í síma 1659 eftir kl. 5. Eignamiðlun Suðurnesja símar 1700 og 3868 Húseignir í Grindavík • Skemmtilegt eldra einbýlishús við Víkurbraut. Allt meira og minna endurbyggt. Verð: 2.600.000,- • 115 ferm. 4ra - 5 herb. íbúð við Sunnubraut, ásamt 44 ferm. bílskúr. Engar veðskuldir. Verð: 2.400.000,- • Góð 4ra herb. sérhæð við Víkurbraut. Mikið endurbætt. Skipti á stærri eign. Verð: 1.950.000,- • Gott 120 ferm. raðhús við Heiðarhraun, ásamt bílskúr. Verð: 3.000.000,- • Góð 140 ferm. íbúð við Hellubraut. Verð: 1.750.000,- • Rúmgóð 3ja herb. sérhæð við Arnarhraun, ásamt bíl- skúr. Verð: 1.600.000,- • Skemmtilegt 80 ferm. raðhús við Heiðarhraun. Verð: 1.900.000,- • Góð raðhús við Efstahraun og Gerðavelli. Verð: 2.800.000 - 3.000.000,- Eignamiðlun Suðurnesja vers\unm W .U. r 235,50 Yi vúUuV * * 75,60 4 SJL VER STAR SÁPULÖGUR 1 lítri.46,30 BRAGAKJÖR — verslunin með vægu verðin

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.