Bæjarbót - 05.01.1987, Blaðsíða 6

Bæjarbót - 05.01.1987, Blaðsíða 6
6 Óliáð flokkadrætti Afmœli SVFG: Félagið varð 30 ára á síðasta ári Sævar Gunnarsson endurkjörinn formaður Scevar Gunnarsson formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. var nafni og lögum deildarinnar breytt og bætt við vélstjórum, sem alltaf hafa verið virkir fé- lagsmenn. Nafnið varð því Sjó- manna og Vélstjóradeild Verka- lýðsfélags Grindavíkur. Á fundi þann 29. apríl 1973 var ákveðið að gefa 100 þúsund krónur til Vestmanneyja söfnunarinnar. Á þessum fundi urðu miklar um- ræður um orlofsmál og ákveðið að huga að kaupum á einum sumarbústað. Og á fundi 30. mars 1974 var tekin ákvörðun um að vera í samfloti með fleiri félögum um byggingu orlofs- húsa í landi Hraunborga í Grímsnesi. Á aðalfundi Sjómanna og Vélstjórafélags Grindavíkur, sem haldinn var milli jóla og nýárs, var Sævar Gunnarsson endurkjörinn formaður og aðrir í stjórn voru kosnir: Olafur Þór Þorgeirsson ritari, Hinrik Bergsson gjaldkeri og Sigurður Gunnarsson með- stjórnandi. Vegna vaxandi starfsemi og þess hve tímaferk öll stjórnunarstörf eru orðin var samþykkt að ráða starfs- kraft til félagsins í hlutastarf. í tilefni að 30 ára afmæli fél- agsins var efnt til fagnaðar í sjómannastofunni Vör sama dag og aðalfundurinn var hald- inn og stiklaði Hinrik Bergsson á stóru í sögu félagsins og hefur hann góðfúslega veitt Bæjarbót leyfi til að birta ræðu sína í heild og fer hún hér á eftir. ,,Sunnudaginn 21. október 1956 boðaði Verkalýðsfélag Grindavíkur til fundar í Kven- félagshúsinu kl. 2 e.h. Auk stjórnarinnar var mætt- ur á fundinn Kristinn Jónsson, sem þá var varaformaður félagsins. Til fundarins var boðað sérstaklega til að fram- fylgja tillögu sem fram kom á aðalfundi 7. okóber þess efnis að stjórninni var falið að hafa forgöngu um stofnun sjó- mannadeildar innan Verkalýðs- félagsins og í þessu tilfelli voru mættir 28 menn sem ,,höfðu unnið við bátaflotann að undan- förnu og hafa í hyggju að gera það áfram.“ Formaður Verka- lýðsfélagsins, Svavar Árnason, las upp reglugerð fyrir Sjómannadeildina og bar upp \SV& Qs&l- , et táð *et«a a5 *&**** atve\s^l“' ^ v\ð' ve^ottvVtV Ven° ;\dPta 1777 hverja grein fyrir sig til sam- þykktar og síðan allar í einu og var reglugerðin samþykkt sam- hljóða. Þá fór fram stjórnarkjör og voru þessir menn kosnir i fyrstu stjórn deildarinnar: For- maður Ragnar Magnússon, varaformaður Guðmundur Kristjánsson, ritari Þórarinn Ólafsson, vararitari Bjarni Þór- arinsson. Meðstjórnandi Guð- mundur Þorsteinsson. í fyrstu samninganefnd voru kosnir: Ragnar Magnússon, Þórarinn Ólafsson, Guðmundur Þor- steinsson, Ingólfur Karlsson og Haukur Guðjónsson. Svavar Árnason óskaði hinni nýstofnuðu deild allra heilla og sagði að þyrfti hjálpar við skrift- ir eða þessháttar þá yrði sú hjálp veitt eftir bestu getu. Þá vék Svavar orðum sínum til hinnar nýkjörnu samninganefndar og benti þeim á að fara ávallt vel undirbúnir til viðræðna við sína viðsemjendur. Að lokum þakk- aði Svavar góða fundarsókn og sagði fundi slitið. Þannig hljóðar fyrsta fundar- gerð Sjómannadeildar Verka- lýðsfélags Grindavíkur í aðal- atriðum. Með þessu stutta ágripi úr 30 ára sögu félagsins verður ekki nema að litlu leyti komið inn á kjaramálin, enda yrði það alltof langur lestur heldur getið annarra punkta úr sögu félags- ins. Á næsta fundi deildarinnar 16. janúar 1957 voru 23 sjó- menn skráðir í deildina þannig að hún varð strax öflug og samstillt deild starfandi sjó- manna. Þetta sama ár var Sjó- mannasamband íslands stofnað og var félagið eitt af stofn- félögum sambandsins. T.d. sat Ragnar Magnússon formaður deildarinnar í fyrstu stjórn Sjó- mannasambandsins. Á þessum fyrstu árum deild- arinnar fóru kraftar hennar að mestu í kjaramálin því verkföll voru nokkuð tíð í byrjun vetrar- vertíðar.Nokkuð var rætt um línulengd og þorskanetafjölda á Á aðalfundi, sem haldinn var 9. janúar 1975, urðu miklar um- ræður um aðskilnað deildar- innar og Verkalýðsfélagsins og var kosin nefnd til að undirbúa það mál. Það var síðan á fundi 29. des. 1976 að endanlega var gengið frá aðskilnaðarmálum og lesin lög fyrir Sjómanna og Vélstjórafélag Grindavíkur og voru þau samþykkt. Þar með var félagið orðið sjálfstætt félag og er þetta eitt af stærri skrefum Sjomannastofan Vör, félagshús SFVG, var opnað á Sjómannadag- inn 1979. fundum og tókst nokkuð vel að halda þessum hlutum innan ákveðinna marka. Seinna komu umræður um aðgerðir vegna bráðabirgðalaga, mánaðarupp- gjörs og aðildar bátasjómanna að lífeyrissjóði sjómanna. Þó gafst félaginu tími til að endur- vekja hátíðahöld sjómanna- dagsins í Grindavík, en þau höfðu legið niðri um nokkur ár. Hátíðarhöldin hafa síðan verið í höndum félagsins. Jafnframt var ákveðið að láta smíða nýja kappróðrabáta. Á fundi þann 29. apríl 1970 sem stigin hafa verið síðan félagið var stofnað. Á þessum tímamótum var ákveðið að færa björgunarsveitinni Þorbirni fullbúinn Zodiac gúmíbát að gjöf. Endurnýja kappróðrabát- ana og kaupa plastbáta. Einnig var samþykkt að gefa 50 þúsund krónur til kaupa á blásturs- hljóðfærum fyrir tónlistarskól- ann. Á fundi sem haldinn var 7. maí 1977 kom fyrst fram tillaga um að félagið kæmi sér upp félagsfána og nú níu árum síðar getur félagið státað af fögrum

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.