Bæjarbót - 01.04.1987, Blaðsíða 3

Bæjarbót - 01.04.1987, Blaðsíða 3
Óháð flokkadrætíi 3 Staðarkjör — vaxandi verslun: „Orðið töluverð söluaukning í versluninni“ —„stefnum að enn betri verslun“ segja eigendur Eignamiðlun Suðurnesja 1. - 3. bekkur strákar: 1. Róbert Sigurþórsson 2. Sigurður Jónsson 3. Bjarni Jónsson 4. - 6. bekkur stelpur: 1. Anna Kjartansdóttir 2. Helga Jóhannsdótdr 3. Steinþóra Sævarsdóttir 4. - 6. bekkur strákar: 1. Guðmundur V. Helgason 2. Guðjón Ásmundsson 3. Óli Stefán Flóventsson 7. - 9. bekkur strákar: 1. Hartmann Kárason 2. Haukur Einarsson 3. Guðjón Sævarsson - 9. bekkur stelpur: Sigríður Jónasardóttir Þyrí Hafsteinsdóttir Þórdís Danielsdóttir Hér sjást nokkrir áhugasamir hlauparar. Aðalatriðið er að vera með! Nú eru liðnir 2 mánuðir síðan þeir Ragnar Ragnarsson og Guðfinnur Friðjónsson tóku við rekstri Staðarkjörs (áður Braga- kjör). Bæjarbót hitti Guðfinn að máli og forvitnaðist um reksturinn. „Þetta hefur gengið ágæt- lega, það hefur orðið töluverð söluaukning og mér kæmi ekki á óvart að sú aukning sé vegna færri verslunartúra út fyrir bæinn. Við erum að auka vöru- úrvalið jafnt og þétt, jafnframt því sem við búum betur um vör- urnar, þannig að þær njóti sín betur í hillunum. Þannig verður hreyfingin meiri.“ Hvað er framundan hjá ykk- ur? ,,Við erum með ýmislegt í bígerð, en fyrst og fremst viljum við leita allra ráða til að bjóða sem bestar vörur og þjónustu. Okkur langar líka að hlúa betur að aðstöðunni fyrir starfsfólkið, sem er svona heldur í lakari kantinum, en hjá okkur vinna 3 stúlkur í fullu starfi og 2 í hálfu starfi. í stuttu máli má segja að framundan sé betri búð með bætta þjónustu.“ Eru bátarnir með mikil við- skipti við ykkur? ,,Já, mjög mikil og á því sviði höfum við bryddað upp á þeirri nýjung að við göngum frá kost- inum um borð, setjum vörur í kæli og frost, þannig að kokk- urinn þarf ekkert að vera á staðnum. Þetta hefur líkað Eigendur Staðarkjörs, Ragnar Ragnarsson og Guðfinnur Friðjónsson, ásamt hluta af starfsfólki sínu. mjög vel og viðskipti okkar við un sinni slagorðið: Staðarkjör - slaður fyrir þig og ekki er annað að sjá en að þeir, ásamt starfs- fólki sínu, vinni ötullega að því að svo megi verða. bátaflotann eru vaxandi.“ Það var auðheyrt að bjartsýni gætir hjá þeim Staðarkjörs- mönnum. Þeir hafa valið versl- Sumardagurínn fyrsti: Víðavangshlaup Grunnskólans Að þessu sinni tóku 92 hlaup- arar þátt í hinu árlega víða- vangshlaupi Grunnskóla Grindavíkur, eða tæpur fjórð- ungur nemenda við skólann. Helstu úrslit urðu þessi: 1. - 3. bekkur stelpur: 1. Lovísa Hilmarsdóttir 2. Hulda Kristjánsdóttir 3. Margrét Stefánsdóttir er styrktu og útför Sérstakar þakkir sendi ég öllum þeim mig með hlýhug og samúð við andlát unnusta míns, Óskars Kristins Óskarssonar Efstahrauni 20 Sjöfn Ágústsdóttir. Eignamiðlun Suðurnesja símar 1700 og 3868 Húseignir í Grindavík Gott 136 ferm. raðhús við Efstahraun, ásamt bílskúr. Laust fljótlega. Verð kr.: 3.000.000,- Hugguleg 3ja herb. risíbúð við Túngötu. Nýleg teppi og fleira. Verð kr.: 1.400.000,- Góð 4ra herb. sérhæð við Víkurbraut. Nýleg eldhúsinnrétting og fleira. Verð kr.: 1.950.000,- Skemmtilegt 112 ferm. einbýlishús við Dalbraut. Mikið endurnýjað. Eign með mikla möguleika. Verð kr.: 2.500.000,- Góð 140 ferm. sérhæð við Túngötu, ásamt 38 ferm. bílskúr. Verðkr.: 2.400.000,-

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.