Bændablaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 22 mars 2016 Enginn veit með vissu hvort kjúklingur frá Asíu, Suður- Ameríku eða Afríku er seldur hér á landi eða ekki. Innflytjendur hafa hins vegar margítrekað sagst treysta ESB-merkingum um uppruna sem stimplað sé á pakkn- ingarnar. Samkvæmt frétt í breska blaðinu The Guardian er alls ekki hægt að treysta slíkum upprunavottorðum. Enda er innflutti kjúklingurinn frá Asíu fluttur hindrunarlaust yfir landamæri ESB-ríkjanna og full- unninn þar sem best þykir henta hverju sinni. Sams konar mál hafa komið upp hvað eftir annað varð- andi aðrar kjöttegundir, eins og nauta- og hrossakjöt. Þar hefur m.a. verið upplýst um hrossakjöt sem var blandað nautakjöti í tilbúnum rétt- um stórverslana. Erfitt hefur reynst að rekja raunverulegt upprunaland sláturdýranna sem í sumum tilfellum hafa jafnvel reynst vera stolin. Innflutningur ESB á kjúklinga- kjöti að nálgast milljón tonn Samkvæmt tölum Thai Broiler Processing Exporters Association, voru flutt út 681.073 tonn af kjúklingi frá Taílandi á síðasta ári. Þar af voru 215.045 tonn af hráum kjúklingi og 455.928 tonn af hálfunn- um kjúklingi. Af þessu fóru 280.345 tonn til ESB-landa, 325.442 tonn til Japans og 75.286 tonn til annarra landa. Er þetta 17,53% aukning á útflutningi á kjúklingi frá Taílandi til þessara markaðssvæða á milli ára. Útflutningurinn frá Taílandi til ESB- ríkjanna gæti farið yfir 290 þúsund tonn á yfirstandandi ári. Virðist þetta í nokkuð góðu sam- ræmi við innflutningstölur Eurostat fyrir Evrópusambandið. Þar kemur fram að á fyrstu níu mánuðum þessa árs var flutt inn kjúklingakjöt til 28 ESB-ríkja, reiknað í heilum skrokkum, sem nemur 682.907 tonnum. Hefur innflutningur ESB á kjúklingakjöti verið að aukast jafnt og þétt undanfarin ár. Líklegt má því telja að heildarinnflutningur ESB á kjúklingakjöti muni nema um 910 þúsund tonnum á þessu ári, en hann var um 872 þúsund tonn í fyrra. Stærsti hluti innflutta kjúklingakjötsins kemur frá Brasilíu og Taílandi Stærsti hlutinn af innfluttu kjúklinga- kjöti til ESB-landanna kemur frá Brasilíu, eða um 56%, um 32% frá Taílandi, um 11% frá Filippseyjum, um 10% frá Hong Kong, um 9,9% frá Benin, rúmlega 9,8% frá Sádi- Arabíu, um 8,9% frá Úkraínu og 6,3% frá Gana. ESB-ríkin með 4% offramleiðslu en bæta samt á offramboðið Þetta eru athyglisverðar tölur ef litið er til þess að ESB-lönd flytja út gríðarlegt magn af kjúklingakjöti, mest sem fullunna vöru og tilbúna rétti. Á árinu 2015 nam sá útflutning- ur 1.491.000 tonnum og var kominn í 1.193.000 tonn á fyrstu níu mánuðum ársins 2016. Kjúklingaframleiðslan í ESB-löndunum er vissulega mikil, eða nær 14 milljónir tonna á þessu ári. Samkvæmt tölum Eurostat er framleiðslan innan ESB-ríkjanna 4% meiri en neyslan. Með inn- flutningi á kjúklingakjöti frá Asíu, Suður-Ameríku og Afríku er verið að auka offramboðið enn frekar, eða um 6,5%. Það þýðir að offramboð á kjúklingakjöti nemur um 10,5% sem nýtt er í framleiðslu á tilbún- um kjúklingum og kjúklingaréttum í neytendaumbúðum til útflutnings. Líklega mest framlegð úr innflutta kjötinu Útilokað er að rekja raunverulegan uppruna á þessu kjúklingakjöti, en öruggt má telja að framlegðin sé mest úr fullvinnslu á innflutta „ódýra“ kjúklingakjötinu frá Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. Þar gilda allt aðrar og léttvægari reglur um dýravelferð og greinilega um starfs- mannavelferð líka ef marka má frétt The Guardian. Þar eru einnig lægri laun en í Evrópu. Því hlýtur að vera hagkvæmast að nýta þetta kjöt í framleiðslu á tilbúnum réttum af ýmsu tagi fyrir almenna neytendur og mötuneyti. Dýrara kjötið sem framleitt er í Vestur-Evrópu er þá frekar selt til þeirra neytenda innan ESB sem tilbúnir eru að borga hæsta verðið. Uppskrúfað offramboð notað til að hámarka hagnað Með því að búa til offramboð á kjúklingi í Evrópu með innflutningi geta innflytjendur búið til þrýsting á kjúklingabændur, einkum á jaðarsvæðum ESB-ríkjanna til að lækka hjá sér verð. Sömu aðferðar- fræði hefur verið beitt á Íslandi á undanförnum árum ef marka má orð forsvarsmanna í kjúklinga- og svínarækt. Allt er þetta svo á kostnað frumframleiðendanna, þ.e. bænda. Samkvæmt opinberum tölum er mikil aukning í innflutningi á svína- kjöti á þessu ári til Íslands. Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2016 voru flutt inn tæp 729 tonn af svínakjöti en allt árið 2015 nam innflutningurinn rúmlega 559 tonnum. Að hluta má þó örugglega skýra aukinn innflutning með aukinni eftirspurn vegna fjölg- unar ferðamanna. Framleitt í ESB úr asískum, suður-amerískum og afrískum kjúklingum Ef haft er í huga lögmál markaðarins um framboð, eftirspurn og hámarks framlegð, má nær öruggt telja að kjúklingakjötið frá ESB-löndunum sem er á boðstólum í íslenskum verslunum eigi að verulegu leyti uppruna sinn að rekja til Asíu, Suður- Ameríku og Afríku. Merkingar á umbúðum sem segja að uppruna- landið sé ESB-ríki vísa einungis til þess ríkis þar sem lokavinnslan fer fram. Krafa um sams konar framleiðsluhætti Neytendur ættu því að minnsta kosti að íhuga hver fyrir sig hvort fram- leiðsluaðferðir kjúklinganna sem í þessar vörur fara standist íslensk lög og reglur um slíka framleiðslu. Einnig reglur ESB um eigin fram- leiðslu sem Íslendingar hafa verið að innleiða á undanförnum árum. Væntanlega er því full ástæða til að hvetja fólk til að krefjast þess að sömu kröfur séu gerðar um dýravel- ferð og framleiðsluhætti á innfluttri kjötvöru og gerðar eru gagnvart íslenskri framleiðslu. Öðruvísi getur samanburður á erlendri og innlendri framleiðslu landbúnaðarafurða aldrei verið sanngjarn. Flottir kjötvöðvar búnir til úr samlímdum afskurði Reynt er að nýta allan kjúklinginn eins vel og hægt er. Í afskurð er t.d. hrært kjötlími, ýmist kallað „meat glue“ – pink slime“ eða „trans- glutamin” og hann síðan mótaður í hentugar stærðir í sérstökum vélum. Slíkar vélar hafa verið framleiddar í einni af verkmiðjum Marels (áður Stork) í Hollandi og eru mikið notað- ar víða um Evrópu og reyndar allan heim. Með þessu samlímda kjöti geta veitingastaðir tryggt að „kjúklinga- bringurnar“ séu allaf eins í laginu og nákvæmlega jafn stórar. Þá er hrá- efniskostnaðurinn líka í lágmarki og mjög erfitt fyrir viðskipta- vininn að greina hvort um raunverulega bringu er að ræða eða ekki. Vitað er að slíkur kjúklingaafskurður sem mótaður hafði verið sem kjúklingabringur var á boðstólum hérlendis um tíma, en ekki er þó ljóst hvort svo er enn. Hvort samlímt kjöt er verra en gegnheilt er erfitt að fullyrða nokkuð um. Matvæla- og lyfjastofn- un Bandaríkjanna (FDA) hefur skilgreint kjöt- lím þannig að það sé almennt talið öruggt, eða „generally recogn- ized as safe (GRAS)“. Aftur á móti hefur verið bent á að við steikingu eða suðu sé ekki víst að hægt sé að tryggja fulleldun á eðlilegum eldunartíma ef kjötlím er í hráefn- inu. Þar liggur hættan á að bakteríur drepist ekki við eldun. Evrópusambandið bannaði notk- un á kjötlími árið 2010, en ekki endi- lega á þeim forsendum að kjötlímið sjálft gæti verið hættulegt. Var það þá víða notað í ESB-ríkjunum og m.a. framleitt innan þeirra ríkja, m.a. í Frakklandi. Ýmislegt annað hefur líka verið bannað í landbúnaði og matvælaframleiðslu í ESB-ríkjunum á undanförnum árum sem enn er þó við lýði. Hundraðföld áhætta? Í grein á vefsíðu Mercola.com segir að með notkun á kjötlími sé verið að blekkja neytendur og selja þeim samlímda vöru á fullu verði sem er í raun úrkast. Þá séu hundrað sinn- um meiri líkur á að fá í sig bakter- íusmit og matareitrun við neyslu á samlímdu kjöti en af gegnheilum vöðva. Neysla á slíku kjöti sé í raun eins og að spila í rússneskri rúllettu. Við þetta bætist svo að vegna ofnotkunar sýklalyfja hafa orðið til ofurbakteríur sem aukin hætta er á að geti verið í slíku kjöti. Erfitt getur þá reynst að bjarga fólki sem lendir inni á sjúkrahús- um með slíkar sýk- ingar. „Kjötlím“ sem er ensím sem kall- að er „trans- glutaminase“ eða „Thrombin“ og var upp haflega unnið úr dýrablóði. Það hefur mikið verið notað við framleiðslu á nauta- kjötsafurðum m.a. í Bandaríkjunum og víða um heim. Einnig við fram- leiðslu á lambakjöts- afurðum og fiskafurð- um. Þetta er selt sem hvítt duft og mjög erfitt getur verið að greina hvort það hefur verið notað þegar maður skoðar vel mótaðan kjötbita. Í Bandaríjunum hafa gilt regl- ur frá USDA frá 2001 sem skylda framleiðendur til að taka það fram á pakkningum hvort kjötið sé sam- anlímt eða ekki. Neytendur eiga þannig að geta séð það þegar versl- að er á matvörumörkuðum. Erfitt hefur þó reynst að fylgja því eftir á veitingastöðum sem fullyrt hefur verið að framreiði samlímt kjöt í stórum stíl. Í greininni í Mercola er síðan vísað í fjölda rannsókna, m.a. á vegum Alþjóða krabbameins- rannsóknasjóðsins „World Cancer Research Fund - WCRF“ sem gerði 7.000 klínískar prófanir á orsaka- samhengi af neyslu á mikið unnum mat og krabbameini. Þar koma ýmsar mjög vinsælar vörutegundir afar illa út svo ekki sé meira sagt. ESB-ríkin flytja inn um eða yfir 900 þúsund tonn af kjúklingakjöti til fullvinnslu frá Asíu, Suður-Ameríku og Afríku: Oft framleitt við aðstæður sem standast hvorki aðbúnaðarreglur ESB né Íslands −Sterkar líkur á að þetta kjöt sé víða að finna í pakkningum í íslenskum verslunum með evrópskum upprunamerkingum Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fréttaskýring Úr kjúklingabúi í Brasilíu.Úr kjúklingabúi í Taílandi. Það má auðveldlega búa til fallega „heilsteypta“ vöru úr kjötafskurði. Kjötlím sem framleitt er í Frakklandi. Ef uppruninn er óljós, hvað vita menn þá um framleiðsluaðferðirnar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.