Bændablaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar: Sauðfjárbúskapur, sjávarútvegur og vaxandi ferðaþjónusta Íbúar Langanesbyggðar eru ríf- lega 500. Sjávarútvegur er undir- staða atvinnulífs í sveitarfélaginu og sauðfjárrækt ríkjandi í land- búnaði. Náttúra Langanesbyggðar er falleg og mikil saga tengd byggð þar. Langnesingar binda því vonir við að ferðamennska eigi eftir að aukast í sveitinni á næstu árum. Elías Pétursson, sveitarstjóri í Langanesbyggð, segir að sveitarfé- lagið afmarkist af Svalbarðshreppi í vestri og Vopnafjarðarhreppi í austri. „Langanesbyggð er tiltölulega stórt sveitarfélag að flatarmáli og nær töluvert langt inn á hálendið. Síðast þegar ég athugaði voru skráðir íbúar 505 í Langaneshreppi og þar af rétt rúmir 400 á Þórshöfn og sá fjöldi hefur verið stöðugur undanfarin ár. Af heildarfjöldanum eru um 15% útlendingar sem hafa flutt hingað, flestir þeirra koma frá Austur-Evrópu og starfa í fiski en hér er líka fólk frá Hollandi, Bandaríkjunum og Írlandi. Það er því talsvert af tvítyngdum börnum í skólanum. Við sjáum einnig íbúum Svalbarðshrepps, sem eru um 100, fyrir nánast allri þjónustu eins og skóla, leikskóla, hjúkrunarheimili og í sameiningu eigum við íbúðir fyrir aldraða svo eitthvað sé nefnt. Það er því talsverð samvinna milli þessara sveitarfélaga þrátt fyrir að þeir séu ekki sameinaðir.“ Sjávarútvegur stærsti atvinnuvegurinn Sjávarútvegur er stærsta atvinnu- greinin í Langanesbyggð og að sögn Elíasar ber hann höfuð og herðar yfir aðrar atvinnugreinar. „Hér er frystihús sem vinnur bæði bol- og uppsjávarfisk og loðnubræðsla. Hér er líka einn stærsti lausfrystir í Evrópu enda framleiðslugetan hjá Ísfélaginu mikil og reksturinn á fyr- irtækinu góður. Frystihúsið hér er hluti af Ísfélaginu í Vestmannaeyjum en hátt í 30% af afla fyrirtækisins er landað hér og stór hluti þess líka unninn hér. Uppsjávarfiskurinn er allur unninn á Þórshöfn og eitthvað af bolfiski en svo er ekið með hann til Þorlákshafnar og hann unninn þar.“ Fjárbúskapur ríkjandi í landbúnaði „Sveitabæir í Langanesbyggð eru ekki margir og fjárbúskap- ur er ríkjandi á þeim flestum. Í Svalbarðshreppi, sem er hér við hliðina á okkur, hefur orðið mikil endurnýjun undanfarin ár og sauð- fjárbændur þar með þeim yngstu sem gerist á landinu. Hér eru bændur líka með talsvert af hrossum og dæmi um tilraunir í kartöflurækt.“ Sláturhúsinu á Þórshöfn var lokað fyrir nokkrum árum og í dag er fénu slátrað á Kópaskeri eða Vopnafirði. Á nokkrum bæjum er reykt hangi- kjöt sem Elías segir að sé einstaklega gott. Enn sem komið er það aðallega selt í héraði enda fáir með aðstöðu til heimavinnslu og lítið verið mark- aðssett. „Ég tel reyndar að þar liggi tækifæri fyrir bændur til að auka tekjur sínar með framleiðslu á gæða- vörum og fá þannig fleiri krónur fyrir hvert kíló.“ Elías segir að Langanes og sveit- irnar í kring henti vel til sauðfjár- framleiðslu þar sem bændur geta sleppt fénu út á beit á vorin á stóra haga og heimt það aftur á hausti. „Slíkt hlýtur að vera hagkvæmt pen- ingalega.“ Horft til ferðamennsku Elías segir að meðal hugmynda um atvinnuuppbyggingu í sveitar- félaginu sé uppbygging umskip- unarhafnar í Finnafirði, aukin upp- bygging í ferðaþjónustu og mögu- lega fullvinnsla sjávar- og landbún- aðarafurða. „Eins og verða vill eru ekki allir á sama máli þegar kemur að höfninni í Finnafirði og það mál reyndar enn á hugmyndastigi. Í dag erum við því einna helst að horfa til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Uppbygging í ferðaþjónustu gengur hægar hér en víðast annars- staðar á landinu og að mínu viti hangir það á stórum hluta á sam- göngum og vegakerfinu sem okkur er boðið upp á. Frá Bakkafirði og hingað er gamall og holóttur malar- vegur sem er algerlega óásættanlegur og kemur niður á samskiptum íbúa í sameinuðu sveitarfélagi. Í mínum huga er ekki mikið mál að koma þessu í lag þrátt fyrir að það kosti einhverjar hundruð milljóna enda á fólk rétt á að samgöngur í sveitar- félaginu séu í lagi. Úrbótum á þess- um vegakafla var lofað 2007 en það hefur ekkert gerst.“ Elías segir að sagan um mann- inn sem var að mæla veginn um Langanesströnd fyrir Vegagerðina sé lýsandi fyrir hægagang í vegamálum í sveitarfélaginu. „Mælingamaðurinn er að ljúka starfsævinni á þessu ári og var í sumar að mæla sama vega- kafla og var hans fyrsta verk þegar hann hóf störf sem ungur maður hjá Vegagerðinni. Upphaf og endir starfsævi mannsins er því þessi vega- kafli og í mínum huga er það hreint galið og sýnir að það skortir alla langtímasýn.“ Óásættanleg aðstaða Elías hefur verið sveitarstjóri í Langanesbyggð í tvö og hálft ár. „Ég er ættaður héðan en kem hing- að úr Mosfellsbæ með allar mínar skoðanir og hugmyndir um lands- byggðina sem höfðu aðallega mót- ast af ferðalögum mínum um sveitir landsins. Eins og margir taldi ég mig vita heilmikið um landsbyggð- ina af því ég hafði verið í sveit sem barn og á sjó fyrir þrjátíu árum en vissi í raun ekki og hef ekki tölu á þeim skoðunum sem ég hef skipt um frá því að ég flutti hingað. Eftir að ég flutti hingað kom aðstaðan sem samneyslan eða ríkið býður fólkinu sem býr hér upp á mjög á óvart. Það er nánast sama hvert er litið. Ríkið, samneyslan, er ekki að standa sig hvað varðar grunnstoðir og -þjónustu. Ég geri mér vel grein fyrir því að ekki er hægt að halda uppi sömu þjónustu hér á Þórshöfn og er í Reykjavík. Við verðum bara að viðurkenna það og veita fólki á landsbyggðinni tækifæri til að sækja þjónustu til stærri staða. Þetta á við fleiri staði á landinu og sérstaklega útjaðrabyggðir. Satt best að segja er ég hreint gapandi hissa yfir þessu. Dæmi um þetta eru samgöngur. Segjum sem svo að ég vildi fara til Reykjavíkur á menningarviðburð í Hörpunni eða Þjóðleikhúsinu. Það tekur mig tutt- ugu klukkutíma að keyra fram og til baka eða tugi þúsunda með flugi, eða fyrir svipað verð og það kostar að fljúga til Boston. Í mínum huga snýst málið um byggðastefnu til lengri og skemmri tíma og ef við ætlum að halda landinu í byggð verður að vera séð til þess að fólk komist leiðar sinnar. Það er alveg á tæru að við getum ekki haldið úti mörgum hátækni- sjúkrahúsum, mörgum Hörpum, óperuhúsum eða Þjóðleikhúsum og við verðum að sætta okkur við það. Í staðinn verðum við að bjóða fólki á landsbyggðinni upp á möguleik- ann á að sækja þessa staði sem eru byggðir og reknir fyrir almannafé. Víða erlendis er íbúum landsbyggð- ar séð fyrir ferðum með, til dæmis flugi, til borga þar sem öll þjónusta er fyrir hendi. Mér líður stundum eins og það sé verið að láta staði eins og Þórshöfn blæða út og að það væri mun heiðarlegra að segja við fólk að hætta þessu og hjálpa því að flytja burt en að vera með einhvern fagurgala um úrbætur og standa svo ekki við neitt. Það vantar byggðastefnu til lengri tíma, byggðastefnu sem ekki er verið að krukka stöðugt í og byggir á því að meiningin sé að halda landinu, einstökum svæðum og byggðarkjörnum, í byggð en að það sé sífellt verið að breyta stefnu, leikreglum og framtíðarsýn.“ /VH Heimsókn í Langanesbyggð Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að Langanes og sveitirnar í kring henti vel til sauðfjárframleiðslu þar sem bændur geta sleppt fénu út á beit á vorin á stóra haga og heimt það aftur á hausti. Myndir / VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.