Bændablaðið - 17.01.2019, Page 2

Bændablaðið - 17.01.2019, Page 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 20192 FRÉTTIR Nautakjöt 631.074 848.661 761.874 Svínakjöt 975.764 1.368.141 845.378 Alifuglakjöt - kjúklingar 1.037.077 1.206.523 912.716 Kalkúnakjöt 60.852 120.376 69.864 Reykt, saltað og þurkað kjöt 174.592 220.261 216.447 Mjólk, mjólkur- og undarennuduft og rjómi 50.198 151.303 128.463 Ostar 326.669 509.809 470.793 Tómatar 1.204.551 1.484.291 1.409.911 Paprika 1.483.947 1.575.671 1.420.986 Sveppir 231.702 283.084 267.497 Pylsur og unnar kjötvörur 287.011 622.454 547.894 Töluverðar breytingar í innflutningi landbúnaðarafurða frá 2016: Innflutningur sumra afurða hefur allt að þrefaldast – Mjólkurafurðir og nautakjöt skora hæst, en heldur virðist draga úr innflutningi á svína og alifuglakjöti Innflutningur á landbúnaðar- afurðum hefur farið vaxandi undanfarin ár. Samanburður milli áranna 2016 og 2017 sýndi umtalsverðan mun, allt að þreföldun í einstaka vöruflokkum eins og mjólkurafurðum. Fyrstu 11 mánuði ársins 2018 nálgast innflutningur flestra sömu afurða toppinn frá 2017. Heldur virðist þó hafa hægt á innflutningi á svína- og alifuglakjöti samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Veruleg aukning varð í innflutningi á mjólk, mjólkur- og undanrennudufti og rjóma á árinu 2017. Jókst sá innflutningur þá á milli ára um 201%, eða í rúmlega 151 tonn, sem þýðir þreföldun á innflutningi ársins 2016 þegar flutt voru inn rúm 50 tonn. Var innflutningur í lok nóvember sl. kominn í 84,9% af innflutningi alls ársins 2017. Ostainnflutningur tók líka vel við sér á árinu 2017, en þar var þá 56% aukning milli ára. Virðist innflutningur á síðasta ári verða svipaður en í lok nóvember var magnið komið í 92,3% af heildarinnflutningi osta 2017. Mikill innflutningur á nautakjöti hefur aukist mjög Innflutningur á nautakjöti á fyrstu 11 mánuðunum 2018 námu tæplega 762 tonnum miðað við tæp 849 tonn allt árið 2017 sem var þá 34% aukning frá árinu 2016. Var innflutningur nautakjöts kominn í 89,8% af innflutningi fyrra árs í lok nóvember. Í svínakjötinu virðist vera samdráttur í innflutningi á síðasta ári í kjölfar 40% aukningar á milli áranna 2016 og 2017. Í lok nóvember sl. var búið að flytja inn rúm 845 tonn af svínakjöti á móti rúmlega 1.368 tonnum allt árið 2017. Búið var að flytja inn tæp 913 tonn af kjúklingakjöti í lok nóvember sl. en flutt voru inn rúm 1.206 tonn allt árið 2017. Virðist einnig vera um nokkurn samdrátt að ræða í þeim innflutningi á síðasta ári. Innflutningur á kalkúnakjöti jókst um 98% á milli áranna 2016 og 2017 er flutt voru inn 120 tonn. Mesta kalkúnasalan er að jafnaði í lok árs, en í nóvember var einungis búið að flytja inn 58% af innflutningi fyrra árs. Nær óbreytt staða í grænmetisinnflutningi á milli ára Innflutningur á papriku, sveppum og tómötum jókst um 6–23% á milli áranna 2016 til 2017. Í lok nóvember sl. var hann kominn í 90–95% af innflutningi fyrra árs svo horfur voru á litlum breytingum þar milli ára. Vandi er að fullyrða um áhrif aukins innflutnings á verð á matvörum, en forsvarsmenn innflytjenda hafa látið í veðri vaka að aukinn innflutningur leiði til aukinnar samkeppni og lægra verðs til neytenda. Þeim láist þó að geta þess að þetta leiðir ekki sjálfkrafa til þess að fleiri aðilar séu á markaði, sem er venjulega ein grunnforsenda aukinnar samkeppni. Nautakjöt hækkaði umfram vísitölu Sé litið til 4 ára tímabils frá janúar 2015 til desember 2018 hækkaði vísitala neysluverðs um 10,6%. Á sama tíma hækkaði verð á nautakjöti um 13,1%, en innflutningur hefur vaxið hvað hraðast á nautakjöti. Þetta er nokkuð á skjön við fullyrðingar um að aukinn innflutningur og aukið framboð leiði til lægra vöruverðs til neytenda. Aftur á móti lækkaði verð á lambakjöti til neytenda um 8,8%, samkvæmt vísitölu neysluverðs. Vart þarf að geta þess að enginn innflutningur hefur verið á lambakjöti. /EB/HKr. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir. Landbúnaðarháskólinn: Nýr rektor Nú um áramótin tók Ragn- heiður I. Þórarinsdóttir verk- fræðingur við stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands og tekur við af Sæmundi Sveinssyni sem gegnt hafði stöðunni frá september 2017. Ragnheiður lauk meistaranámi í efnaverkfræði árið 1993 frá Danska Tækniháskólanum (DTU), doktorsnámi frá sama skóla sumarið 2000 og meistara- námi í viðskiptafræði MBA frá Háskóla Íslands vorið 2002. Ragnheiður hefur á undanförnum árum starfað á eigin verkfræðistofu, stýrt nokkrum alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum og stofnað nokkur sprotafyrirtæki. Samhliða öðrum störfum hefur hún verið gestaprófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, kennt ýmis námskeið, leiðbeint nemendum í meistara- og doktorsnámi og starfað í ýmsum matsnefndum á Íslandi og á erlendum vettvangi. Hún hefur áður starfað meðal annars á Iðntæknistofnun Íslands, Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins og Orkustofnun. Að sögn Ragnheiðar leggur hún áherslu á að hvetja til nýsköpunar og efla kennslu, rannsóknir og alþjóðlegt samstarf sem sé byggt á sérstöðu Íslands og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. /smh Afurðahæsta kúabú landsins 2018 var Hóll í Svarfaðardal – með 8,9 tonn að meðaltali á hverja árskú Hóll í Svarfaðardal er nú afurðahæsta kúabú landsins og var með 8.902 kg að meðaltali eftir hverja árskú 2018. Skákar Hól þar með Brúsastöðum í Vatnsdal sem nokkrum sinnum hefur vermt efsta sætið. Í þriðja sæti var svo Hraunháls í Helgafellssveit. Það er athyglisvert hvað íslenskir kúabændur hafa verið að ná miklum árangri í ræktun, eldi og umhirðu sinna gripa á undanförnum árum. Sést það best á því að öll tíu afurðahæstu búin eru að skila yfir 8 tonnum að meðaltali á árskú. Þá koma nokkur bú þar á eftir sem eru líka yfir 8.000 kg og enn fleiri sem dansa þar við 8.000 kg mörkin samkvæmt gögnum Ráðgjafarþjónsutu landbúnaðarins (RML). Að einhverju leyti má trúlega skýra þetta með tilkomu mjaltaþjóna auk þess sem bændur hafa verið að bæta alla aðstöðu og byggja upp ný fjós til að mæta kröfum um bættan aðbúnað á undanförnum árum. /HKr. Árs- Kýr Faðir afurðir Prótein Fita Bú 1 1035 Randafluga 13.947 Birtingaholt 4 2 1038 13.736 Hólmur 3 1639001-0848 13.678 Flatey 4 482 13.521 Syðri-Grund 5 1945 Drottning 13.481 Birtingaholt 1 6 0756 Krissa 13.142 Brúsastaðir 7 1526461-2113 13.018 Hranastaðir 8 0643 Rúna 12.897 Hóll 9 0278 Lóa 12.895 Bakki 10 765 12.707 Espihóll Tíu nythæstu kýr landsins 2018 - staðan 11.1.2019 Bú í árslok 2018 Fjöldi Afurðir Staðan 11. 01. 2019 Skýrsluhaldarar árskúa kg/árskú 1 Hóll 49,0 8.902 2 Brúsastaðir 52,1 8.461 3 Hraunháls 26,6 8.452 4 Hvanneyri 72,2 8.289 5 Syðri-Grund 50,4 8.237 6 Skáldabúðir 60,4 8.223 7 Hólmur 62,0 8.192 8 Hvammur 46,1 8.187 9 Reykjahlíð 73,2 8.166 10 Moldhaugar 64,1 8.144 Tíu efstu kúabú landsins með meðalnyt yfir 8.000 kg á árskú Randafluga var afurðahæsta kýrin 2018: Skilaði tæplega 14 tonnum af mjólk Það er með ólíkindum hvað íslensku kýrnar geta verið afkastamiklar í framleiðslu á mjólk þrátt fyrir smæð sína. Á síðasta ári skilaði Randafluga númer 1035 í Birtingaholti 13.947 kg af mjólk og kýr númer 1038 frá Hólmi skilaði litlu minna eða 13.736 kg. Þá voru fimm kýr til viðbótar að skila yfir 13 tonnum af mjólk. Íslendingar mega því sannarlega vera stoltir af sínum kúastofn sem er líka að skila hágæða mjólk sem nýtt er í fjölbreyttar afurðir. /HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.