Bændablaðið - 17.01.2019, Síða 4

Bændablaðið - 17.01.2019, Síða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 20194 FRÉTTIR Á verðlagi hvers árs í milljónum króna Virði afurða nytjaplönturæktar 17.023 16.121 16.691 3,5 Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af nytjaplönturækt 295 118 604 411,9 Virði afurða búfjárræktar 43.807 42.538 42.039 -1,2 Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af búfjárrækt 10.336 10.574 11.598 9,7 Tekjur af landbúnaðarþjónustu 316 334 293 -12,3 Tekjur af óaðskiljanlegri aukastarfsemi 3.425 4.084 3.749 -8,2 Kostnaður við aðfanganotkun 41.425 40.674 40.342 -0,8 Afskriftir fastafjármuna 5.468 5.554 6.275 13 Aðrir framleiðslustyrkir 195 186 205 10,2 Aðrir framleiðsluskattar 0 0 0 .. Launakostnaður 4.855 6.186 6.511 5,3 Leiga og önnur leigugjöld af fasteignum sem ber að greiða (jarðaleiga) 154 235 169 -28,1 Fjármagnsgjöld 3.652 4.469 4.303 -3,7 Fjáreignatekjur 76 184 198 7,6 Tekjur af atvinnurekstri 9.287 6.329 5.574 -11,9 Afkoma landbúnaðarins 2015-2017 Framleiðsluvirði landbúnaðarins var tæpir 63 milljarðar 2017 Hagstofa Íslands hefur birt yfirlit um heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins fyrir árið 2017 og gerir samanburð á framleiðsluvirðinu við tvö ár þar á undan. Þar kemur fram að framleiðsluvirðið var 62,8 milljarðar á grunnverði 2017 og lækkar um 0,5 prósent frá fyrra ári. Framleiðsluvirði afurða búfjárræktar var 42,0 milljarðar króna og þar af vörutengdir styrkir og skattar um 11,6 milljarðar króna. Vörutengdir styrkir eru til dæmis beingreiðslur en vörutengdir skattar eru til dæmis búnaðargjald og verðmiðlunargjöld. Virði afurða nytjaplönturæktunar 16,7 milljarðar Virði afurða nytjaplönturæktar eru tæpir 16,7 milljarðar og þar af vörutengdir styrkir og skattar 604 milljónir króna, en var rúmir 16,1 milljarður árið á undan. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er 40,3 milljarðar árið 2017 og lækkaði um 0,8% frá fyrra ári. Í yfirliti Hagstofu Íslands segir að lækkun á framleiðsluvirði árið 2017 megi rekja til 5,1 prósents lækkunar á verði, en á móti komi 4,9 prósenta magnaukning. Notkun aðfanga eykst um 1,9 prósent að magni, en verð aðfanga lækkaði um 2,7 prósent. /smh Greining Sjávarklasans: Matarfrumkvöðlar flýja Ísland Í Greiningu Sjávarklasans sem var gefin út nú í janúar er dregin frekar dökk mynd upp af þróun í starfsemi matarfrumkvöðla á Íslandi. Virðist tilhneigingin vera sú að þeir flýi nú Ísland með framleiðslu sína vegna óstöðugs rekstrarumhverfis. Sjávarklasinn aflaði upplýsinga frá tíu matarfrumkvöðlum, sem hafa þróað vörur eða búnað til útflutnings innan vébanda Sjávarklasans og eru tveggja til tíu ára gömul. Þar kemur fram að nærri öll þeirra hafa átt í erfiðleikum með útflutninginn. Ástæður eru gjarnan gengishækkanir og innlendur kostnaður, sem hefur leitt til þess að sum fyrirtækjanna flytja framleiðsluna til Evrópu þar sem dæmi er um að framleiðslukostnaðurinn hafi lækkað um allt að 60 prósent. Flutningskostnaður lækkar sömuleiðis þar sem framleiðslan er komin mun nærri markaði. Auk þess hafa stjórnvöld og sveitarfélög í nágrannalöndunum boðið ýmsum frumkvöðlafyrirtækjum áhugaverða þjónustu og fríðindi séu þau tilbúin til að flytja starfsemina til landanna. Íslensk fyrirtæki hafi nýtt sér slík tilboð. Framleiðslan í Norður-Ameríku, pakkningar frá Evrópu Í greiningunni er haft eftir stofnendum frumkvöðlafyrirtækis sem hóf starfsemi 2013 og selur hágæða fæðubótarefni úr íslensku hráefni að fyrirtækið hafi komist ágætlega frá íslenskum sveiflum þar sem framleiðslan sé í Norður-Ameríku en pakkningar komi frá Evrópu. „Við erum þannig með í raun framleiðslukostnað mestmegnis í dollurum og evrum og kostnaður því ekki fylgt íslensku krónunni eða launakostnaði hér heima. Við ætluðum heim með framleiðsluna og enn langar okkur til að framleiða heima. Það er auðvitað á margan hátt mun auðveldara,“ er haft eftir frumkvöðlunum. Annar matvælafrumkvöðull greindi frá því í Greiningu Sjávarklasans að í byrjun starfseminnar hafi verið stefnt á sölu til Danmerkur og var markið sett á að selja vöruna með 40 prósenta framlegð. Það gekk eftir í byrjun, miðað við þáverandi gengi, en síðan hafi krónan styrkst um 30 prósent gagnvart dönsku krónunni sem hafi leitt til þess að ábatinn hafi að mestu horfið. Þegar svo laun hækkuðu og annar kostnaður á Íslandi hafi fyrirtækið staðið frammi fyrir taprekstri með útflutninginn. Sjávarklasinn segir að raunin sé að íslensk fyrirtæki nýti sér í auknum mæli þjónustu ýmissa verktaka erlendis við framleiðslu sína, sem eru sérhæfðir í ýmsum þáttum framleiðsluferilsins; til dæmis í efnablöndum, niðurlagningu og niðursuðu, pökkun, prentun og áfyllingu. Best að nýta heimamarkaðinn sem tilraunamarkað Sjávarklasinn metur stöðuna á Íslandi þannig að best sé fyrir íslensk frumkvöðlafyrirtæki að skoða í upphafi vel þann möguleika að hefja framleiðslu utan Íslands, helst nálægt þeim mörkuðum sem ætlunin er að leggja áherslu á. Reynslan á Íslandi sýni að þar hefur staðan verið nánast óbreytt í eina öld þegar skoðaðar eru þær vörur sem eru fluttar héðan út. Frumkvöðlafyrirtækjum virðist farnast vel að byrja þróun á Íslandi og nota innlenda markaðinn sem tilraunamarkað. Íslendingar séu þannig yfirleitt jákvæðir gagnvart íslenskri nýsköpun og þróunarteymi í rannsóknarstofnunum og háskólum hérlendis séu mjög jákvæð fyrir samstarfi. Þróunarvinna, rannsóknir og önnur fagvinna geti þannig haldist á Íslandi að hluta enda sé samkeppnisstaðan í þessum þáttum sterkari í hinni eiginlegu framleiðslu. Hlúa þar betur að fyrirtækjum Sjávarklasinn segir mikilvægt að skoða hvernig betur megi hlúa að fyrirtækjum sem vilji eða þurfi að framleiða á Íslandi, til dæmis vegna nálægðar við hráefni sem notuð eru. Frumkvöðlafyrirtækin séu sammála um að koma þurfi á auknu samstarfi um flutninga og hugsanlega sameiginlegar vörugeymslur erlendis. Skoða þurfi hvort sameiginleg nýting vörumerkisins Icelandic, sem sé í eigu stjórnvalda, geti nýst fyrirtækjum. /smh Frumkvöðlarnir í ura ature eru meðal þeirra sem hafa utt framleiðslu sína úr landi. m fæðubótarvörur er að ræða sem unnar eru úr innmat og kirtlum lamba í bland við íslenskar villijurtir. Tæknileg vandamál á Íslandi er hluti ástæðunnar en einnig óstöðugt og er tt rekstrarumhver til út utnings.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.