Bændablaðið - 17.01.2019, Síða 7

Bændablaðið - 17.01.2019, Síða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 2019 7 LÍF&STARF Með gleðilegum nýársóskum heilsar vísnaþátturinn ykkur, lesendur góðir. Í síðasta þætti liðins árs birtust nokkrar jólavísur eftir Ingólf Ómar Ármannsson. Því er gott tilefni að birta eftir hann nokkrar áramóta- og nýársstökur: Gleðin vex á gamlárskvöld, gleymist dægurþrasið. Eftir vegleg veisluhöld vil ég hella í glasið. Nýárskveðju vanda vil, vermi ykkur hlýja. Megi fögnuð frið og yl færa árið nýja. Líkt og margir Íslendingar aðrir, þá strengdi Ingólfur þess heit á gamlárskvöld að fara í megrun. Það hefur hann sennilega gert talsvert öli drifinn: Um matarvenjur mínar veit, minnka þyrfti átið. Stundum reynt að strengja heit en stenst þó aldrei mátið. Pétur Pétursson ber okkur hjónum jólakort ár hvert. Efni þess er jafnan í bundnu máli. Þótt jólakort liðins árs væri ekki sérstaklega merkt vísnaþættinum, þá veit ég hann gleðjast rati efnið hingað inn: Heilsum við núna, er hækka fer sól og hátíðarkveðjurnar sendum. létti nú erfiðið lukkunnar hjól, lánið svo færi ykkur gleðileg jól. Á þökk fyrir árið svo endum. Ekki verður ánægja Einars Kolbeinssonar minni ef hans yrði að einhverju getið hér í þessum þætti, enda langt um liðið frá því afurðir hans hafa verið hér á borðum. Vísnaflokkur sá er hér fer eftir er, sem stundum fyrr, ortur á liðugri klukkustund þá hann ekur til sjóróðra heiman úr Bólstaðarhlíð hingað norður í Eyjafjörð. Vísnaflokkinn mætti því skröklaust nefna „Ökuljóð“. Brottför úr Bólstaðarhlíð gjörði Einar kl. 9.21: Ákefð skapar indæl tíð, áfram þokast veginn, var að kveðja Vörmuhlíð voðalega feginn. Áfram veginn ólmur fer, andans fylli brunna, Bakkasel að baki er, býlið gamalkunna. Áform þjóna andans gerð, er með hönd á stýri þeysandi á fullri ferð framhjá Engimýri. Enn mér halda engin bönd, og þér tjái í ljóði, að Bægisá á hægri hönd hef ég núna góði. Svo nái um borð í okkar örk, arga keyri staði, þessa fjandans Þelamörk þeytist nú með hraði. Bruna líkt og bláleitt strik, byggðir hrossa og manna, er að kveðja eymd og ryk Akureyringanna. Fimmtán mínútur yfir kl. tíu sendir Einar svo lokavísu leiðar sinnar: Innra með mér fiðring finn, fegurð lít ég drafnar, hvergi smeykur karlinn minn kem ég nú til hafnar. Nokkrar vikur hafa liðið frá ofangreindri sjóferðasögu. En Einar spyr títt eftir svartfugli á Eyjafirði: Af mér hefur alla ró, andinn í tómu rugli, ef að báta sérð á sjó sem eru á eftir fugli. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Listagripir verða til í Árskógum Í Árskógum í Reykjavík er áhugavert opið félagsstarf í boði á smíðastofu fyrir fólk frá 18 ára aldri með leiðbeinanda þannig að fólk getur komið alla daga vikunnar og fengið leiðsögn. Hér lætur hagleiksfólk hugmyndaflugið ráða för og hafa ýmsir listagripir orðið til hér í áranna rás eins og standklukkur og fiðlur ásamt mörgu fleiru, undir handleiðslu Einars Jónassonar húsgagnasmiðs. „Þetta eru mjög fjölbreytt verkefni sem fólk vinnur með hér og mitt hlutverk er að leiðbeina þeim sem hér vilja vera við smíðarnar. Þetta er opið fyrir alla frá 18 ára aldri en þetta er mest eldra fólk sem kemur hingað að smíða. Sjálfur er ég húsgagnasmiður og búinn að sinna þessu í rúm 20 ár. Í byrjun kom það þannig til að frænka mín starfaði sem leiðbeinandi á Dalbraut og kom mér inn í þetta góða starf sem hefur gefið mér mjög mikið. Ég er þrjá daga í viku hér og tvo daga í viku í Gerðubergi í Efra-Breiðholti. Það sem er skemmtilegast er að hér eru margir að uppfylla gamla drauma, eins og árið 2003 var hér maður sem hafði gengið með það í maganum í 60 ár að smíða fiðlu og lét verða af því hér. Einnig hafa útskrifast hér nokkrar stórar standklukkur, sumar útskornar í eik og er slíkt verkefni eitthvað sem tekur meira en ár að vinna með,“ útskýrir Einar brosandi. Samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar er Markmið félagsstarfsins að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins. /ehg Einar Jónasson er leiðbeinandi á smíðastofunni í Árskógum í Reykjavík þar sem margir eðalgripir hafa orðið til í gegnum tíðina. Ómar Arason var að leggja lokahönd á tignarlegan örn sem hann hafði skorið út en hann hefur stundað félagsstar ð í Árskógum í þrjú ár. Magnús Helgi Magnússon var b úinn að smíða þrjá litla kistla sem unnir eru úr sé rvöldu birki frá Vaglaskógi sem er algjörlega kvista laust. Kistlarnir voru glæsilegir á að líta með útsk ornum nöfnum barnanna sem þá fá og sóleyjarbló minu á hverjum og einum. Þeir voru einbeittir í útskurðinum þeir Hrafnkell Kárason og Guðmundur Haraldsson sem hafa verið með í smíðastofunni í nokkur ár. Gunnar Guðmundsson var langt kominn með ðlu sem hann var með í smíðum. Soffía Antonsdóttir byrjaði að sækja smíðastofuna í haust og hefur mætt þrisvar í viku. Hún sérhæ r sig í að tálga fugla og þarf að pússa þá vel eftir tálgunina.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.