Bændablaðið - 17.01.2019, Page 14

Bændablaðið - 17.01.2019, Page 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 201914 Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is BÍLAR Kæli- & frystibúnaður frá Carrier í miklu úrvali. Fyrir allar gerðir af sendi- og flutningabílum. HURÐIR Hentar afar vel fyrirtækjum í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði. fyrir kæla KÆLI & FRYSTI BÚNAÐUR Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! FRÉTTIR Sunnlendingar leita að urðunarstað fyrir sorp Sorpstöð Suðurlands leitar nú eftir landi undir urðunarstað til kaups eða leigu. Æskileg staðsetning er á svæðinu frá Hellisheiði í vestri að Jökulsá á Sólheimasandi í austri. Þá þarf landið að vera vel staðsett gagnvart samgöngum á landi og dreifikerfi raforku, en fjarri vatnsverndar- og útivistarsvæðum. Lágmarksstærð lands er 30 ha. „Á staðnum yrði tekið við almennum úrgangi til urðunar, þó ekki lífrænum úrgangi. Áætlaður rekstrartími er 30 ár en leigutími að lágmarki 60 ár ef um leigu yrði að ræða“, segir í tilkynningu frá sorpstöðinni. /MHH Hrunamannahreppur: Frítt fyrir elsta árganginn í leikskólanum á Flúðum Skólanefnd Hrunamannahrepps samþykkti fyrir nokkru að breyta gjaldskrá leikskólans á Flúðum. Tillagan felur í sér að gjaldfrelsi allra barna verði komið á í áföngum og leikskólinn verði þannig orðinn gjaldfrjáls að fullu haustið 2024. Frá áramótunum núna mun elsti árgangurinn strax verða gjaldfrjáls, eða fjögur börn. Auk þess mun breytingin hafa áhrif á tólf börn næsta haust en það þýðir að samtals 16 börn verða gjaldfrjáls á næsta ári. „Þar sem leikskólinn er fyrsta skólastigið telur H-listinn eðlilegt að stefnt skuli að gjaldfrelsi þess á sama hátt og grunnskóla. Með því er jafnframt verið að gera Hrunamannahrepp að fýsilegri kost fyrir barnafjölskyldur til að setjast að í sveitarfélaginu sem jafnframt er ein af forsendum þess að styrkja enn frekar það faglega og öfluga starf sem fer fram í leikskólanum í dag,“ segir Elsa Ingjaldsdóttir, formaður skólanefndar Hrunamannahrepps. /MHH Elsa Ingjaldsdóttir, formaður skólanefndar Hrunamannahrepps, hér að spjalla við Jóhannes Kristjánsson skemmtikraft í Hrunaréttum í haust. Hún reiknar með að breytingunni á leikskólagjöldunum verði tekið fagnandi af samfélaginu í heild enda allra hagur að geta veitt sem besta þjónustu við íbúana á hvaða sviði sem er. Mynd / MHH Samþykkt aðalfundar Veiðifélags Árnesinga hnekkt af Fiskistofu: Bann við netaveiðum í Ölfusá og Hvítá sumarið 2019 úrskurðað ólögmætt Þann 10. desember síðastliðinn dæmdi Fiskistofa bann Veiðifélags Árnesinga við netaveiðum í Ölfusá og Þjórsá ólögmætt. Tekur Fiskistofa þar með undir kæru eigenda Hrauns 1, Lága, Hrauns hjáleigu, Hraunhóls í Ölfusi og Laugardæla í Flóahreppi á samþykkt Veiðifélagsins frá því í apríl á síðasta ári um neta- veiðibannið. Tildrög málins eru þau að Drífa Stefánsdóttir á Torfastöðum lagði fram tillögu á aðalfundi Veiðifélags Árnesinga þann 26. apríl 2018. Hún fól í sér að einungis yrði heimiluð veiði á silungi og laxi á vatnasvæði Ölfuss og Hvítár á stöng sumarið 2019 og að netaveiði yrði þar með bönnuð. Hart tekist á um tillöguna Jörundur Gauksson mótmælti þessari tillögu harðlega og sagði að víða í jökulvatninu væri útilokað að veiða á stöng. Því væri með samþykkt þessarar tillögu verið að hindra að hægt væri að nýta hlunnindi fjölda jarða. Krafðist hann þess að tillagan yrði dregin til baka og henni vísað frá, enda væri hún ótæk og ólögleg. Eftir hörð orðaskipti og umræður á fundinum var tillagan samt samþykkt með 88 atkvæðum gegn 68. Kærðu samþykkt aðalfundar Andstæðingar þessarar samþykktar töldu sig ekki geta unað þessari niðurstöðu. Var því lögð fram kæra af Hrafnkatli Karlssyni fyrir hönd Hraunóss ehf. og Haraldi Þórissyni í Laugardælum. Var kæran til ógildingar ákvörðun félagsins og var Lex lögmannsstofa fengin til að reka málið. Kærendur byggðu á því að ákvörðun um að samþykkja hina kærðu tillögu hafi verið tekin með ólögmætum hætti og ætti því að sæta ógildingu. Var krafa kærenda í fyrsta lagi reist á því að óheimilt hafi verið að taka hina kærðu tillögu til atkvæðagreiðslu þar sem fundarboð hafi verið ófullnægjandi. Í öðru lagi að samþykkt tillögunnar brjóti í bága við samþykktir Veiðifélags Árnesinga. Er þar vísað til þess að samkvæmt 4. grein þeirra sem staðfest hafi verið af Fiskistofu segir verkefni félagsins sé að viðhalda góðri fiskgengd og stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskistofna og efla veiðihlunnindi á félagssvæðinu og ráðstafa veiði. Þar segir síðan: 1. Leiga á stangveiði. 2. Heimila félagsmönnum veiði í fastar veiðivélar eða á stöng. Þá segir að ráðstafa megi þeirri stangveiði til annarra með þeim takmörkunum sem veiðitilhögun félagsfunda og lög segja. Óheimilt sé að stunda neta- og stangveiði samhliða á sama veiðisvæði fyrir landi viðkomandi jarða eða landareigna. Félaginu beri einnig að vernda vistkerfi. Með öðrum orðum, samþykktir félagsins heimila ótvírætt að netaveiði sé stunduð á vatnasvæðinu. Samþykkt aðalfundar ólögmæt Í ákvörðunarorðum Fiskistofu segir hreint úr að samþykkt Veiðifélags Árnesinga frá 26. apríl sé ólögmæt. Undir það rita fyrir hönd Fiskistofu Guðni Magnús Eiríksson, sviðstjóri lax- og silungsveiðisviðs og Björn Jónsson lögfræðingur. Samkvæmt 43. gr. laga um lax- og silungsveiði er ákvörðun Fiskistofu endanleg og ekki hægt að kæra hana til ráðherra. /HKr. Vaðlaheiðargöng voru formlega opnuð með hátíðlegri athöfn um liðna helgi. Um borðaklippingar sáu eldri borgarar sveitarfélaganna hvort sínum megin ganganna, Hólmfríður Ágústsdóttir, 92 ára á Svalbarðsströnd og Friðrik Glúmsson, í Vallakoti í Reykjadal, elsti íbúi Þingeyjarsveitar, en hann verður 100 ára á komandi sumri. Vaðlaheiðargöng opnuð við hátíðlega athöfn: Gjörbreytir samgöngum á svæðinu og leysir af hættulegan veg um Víkurskarð – Framkvæmdin kostaði um 17 milljarða króna og fór langt fram úr tímaáætlun Vaðlaheiðargöng voru formlega opnuð með hátíðlegri athöfn um liðna helgi. Vaðlaheiðargöng eru á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og er ætlað að leysa af veginn um Víkurskarð sem getur verið mjög erfiður og hættulegur yfirferðar á vetrum. Heildarlengd ganganna með vegskálum er um 7,5 kílómetrar. Með tilkomu þeirra styttist þjóðvegur 1 frá Akureyri til Húsavíkur um 16 kílómetra. Framkvæmdir hófust við gerð ganganna sumarið 2013 og hafa þær staðið yfir síðan, eða í fimm og hálft ár. Forsaga gangagerðarinnar nær aftur til ársins 2002 þegar unnin var skýrsla um gerð jarðganga undir Vaðlaheiði og ári síðar stóð Eyþing fyrir stofun Greiðrar leiðar, félags um framkvæmd og rekstur Vaðlaheiðarganga, en að því stóðu þau 20 sveitarfélög sem mynduðu Eyþing auk 10 fyrirtækja. Fordæmalausar tafir Félagið Vaðlaheiðargöng var stofnað árið 2011 um gangagerðina, Vegagerðin með 51% hlut og Greið leið með 49%. Upphaflega stóð til að opna göngin fyrir umferð síðla árs 2016, en fordæmalausar aðstæður, m.a. mikið rennsli bæði á heitu og köldu vatni, töfðu framkvæmdir verulega. ÍAV hf/Marti Constractors lts - Ósafl var aðalverktaki við gerð ganganna, Vegagerðin stýrði hönnun þeirra og veglínu, en verkfræðistofurnar Mannvit, Verkís, Efla og Verkfræðistofa Norðurlands veittu ráðgjöf við hönnun. Framkvæmdaeftirlit var í höndum GeoTek og Eflu. Hönnun og tæknileg útfærsla á gjaldtökukerfi var í höndum verkfræðistofunnar Raftákns og Stefna hugbúnaðarhús sá um forritun. Endurgreiðsla á tæpum 30 árum Heildarkostnaður við gerð Vaðlaheiðarganga er um 17 milljarðar króna og ráð fyrir því gert að hann verði endurgreiddur á 28 árum. Vegfarendur greiða veggjald fyrir að aka um Vaðlaheiðargöng og er það greitt í gegnum vefsíðuna veggjald.is eða tunnel.is og þar er að finna upplýsingar um gjaldskrá en eitt stakt gjald fyrir fólksbíl kostar 1.500 krónur. Hægt er að lækka þann kostnað með því að kaupa fleiri ferðir í einu. Stakt gjald fyrir bíla yfir 3.500 kíló er 6.000 krónur. /MÞÞ Fornbílar óku um nýju jarðgöngin við opnunina.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.