Bændablaðið - 17.01.2019, Page 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 2019 17
volundarhus.is · Sími 864-2400
ERTU BÚIN AÐ TRYGGJA ÞÉR
GARÐHÚS EÐA GESTAHÚS
á gamla verðinu og með 10% aukaafslætti?
Gildir meðan birgðir endast
www.volundarhus.is
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra. Starfið felst í að bera ábyrgð á og
annast daglegan rekstur sjóðsins í samráði við stjórn sjóðsins. Skrifstofa Framleiðnisjóðs er á Hvanneyri í Borgarfirði og hefur
framkvæmdastjóri fasta viðveru þar. Jafnframt fylgja nokkur ferðalög starfinu vegna funda í Reykjavík og í sveitum landsins.
Til greina kemur að starfið verði unnið sem hlutastarf og getur starfshlutfall því verið 50-100% eftir samkomulagi. Einnig kemur
til greina að starfshlutfall sé breytilegt eftir árshlutum, þar sem umsvif sjóðsins eru nokkuð sveiflukennd yfir árið. Vinnutilhögun
og vinnutími verður eftir nánara samkomulagi við stjórn.
FRAMKVÆMDASTJÓRI FRAMLEIÐNISJÓÐS LANDBÚNAÐARINS
Helstu verkefni og ábyrgð
• Dagleg umsjón og rekstur skrifstofu, samskipti
við Fjársýslu ríkisins
• Undirbúningur og frágangur stjórnarfunda, ritun
fundargerða
• Kynningarmál, upplýsingamiðlun og svörun
fyrirspurna frá umsækjendum
• Móttaka umsókna, skjalavarsla, bréfaskriftir og
ritun ársskýrslu í samvinnu við stjórnarformann
• Samskipti við ráðunauta/ráðgjafa, samtök
bænda, ráðuneyti og aðrar stofnanir
• Eftirlit með framvindu verkefna sem hlotið hafa
styrk, m.a. með tilliti til úttekta og greiðsluhæfis
• Gjaldkera- og bókaraverkefni
• Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Hæfnikröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af rekstri
• Þekking á stoðkerfi atvinnulífs
• Þekking á íslenskum landbúnaði og atvinnulífi í
dreifbýli
• Þekking á stoðkerfi landbúnaðar, helstu
stofnunum og félagskerfi bænda
• Reynsla af almennum skrifstofustörfum og mjög
gott vald á íslensku
• Góð tölvukunnátta, þekking á bókhaldsforritinu
DK er kostur
• Viðkomandi þarf að geta sýnt frumkvæði, vera
ábyrgur, vandvirkur og talnaglöggur. Jafnframt
að hafa ríka þjónustulund, jákvætt hugarfar og
hæfni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar veita:
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2019.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst,
en eigi síðar en 1. apríl.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni
viðkomandi til að gegna starfinu.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins er ríkisstofnun, sem starfar samkvæmt lögum nr. 89/1966 með síðari breytingum. Hlutverk sjóðsins er að veita
styrki til nýsköpunar og þróunar í landbúnaði á Íslandi. Styrkir eru veittir í nokkrum verkefnaflokkum m.a. til hagnýtra rannsókna- og þróunarverkefna
á vegum stofnana, félaga og annarra aðila innan þróunargeirans. Einnig eru veittir styrkir til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á bújörðum
á vegum bænda. Framleiðnisjóður annast vörslu þróunarfjár búgreinanna og Markaðssjóðs sauðfjárafurða og ákvarðar um um úthlutun styrkja með
hliðsjón af umsögnum fagráða viðkomandi búgreina. Landbúnaðarráðherra skipar sjóðnum fimm manna stjórn til fjögurra ára í senn. Stjórn sjóðsins
tekur ákvarðanir um veitingu styrkja og lána úr sjóðnum á grundvelli umsókna er honum berast.
Frekari upplýsingar um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, m.a. ársskýrslur, má nálgast á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is