Bændablaðið - 17.01.2019, Page 18

Bændablaðið - 17.01.2019, Page 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 201918 Yfirlit yfir útflutning íslenskra hrossa árið 2018: Spennandi markaðir beggja vegna Atlantshafsins – Hátt gengi krónunnar líkleg ástæða fækkunar útflutningshrossa Útflutningur á hrossum dróst saman á árinu 2018 en hlutfall fyrstu verðlauna hrossa hækkaði. Hrossin fóru til tuttugu landa, nýir markaðir eru að stækka í Austur- Evrópu á meðan útflutningur til Noregs hefur sjaldan verið minni. Alls voru 1.351 hross flutt frá Íslandi árið 2018 samkvæmt tölum Worldfengs, upprunaættbók íslenska hestsins. Af þeim voru 212 stóðhestar, 649 hryssur og 490 geldingar. Tölurnar sýna fækkun frá fyrri árum. Hulda Gústafsdóttur útflytjandi rekur fækkunina aðallega til gengi krónunnar, en þurrkar í Skandinavíu gætu líka átt þar einhverja sök. Hún hefur þó litla áhyggjur og nefnir stækkandi markaði í Ameríku auk nýrra markaða í Austur-Evrópu máli sínu til stuðnings. „Ég hef á tilfinningunni að Bandaríkjamarkaður sé að lifna við aftur. Þar er mikið beðið um reiðhross. Þá vorum við í fyrsta sinn í fyrra að flytja hross beint til Kanada, hross sem fóru enn vestar í landið en við höfum áður séð,“ segir hún en rúm 50 hross fóru til Ameríku í fyrra. Þá fóru 23 hross til Slóveníu og hefur aldrei viðlíka fjöldi verið sendur þangað. Tæp 400 lifandi íslensk hross eru skráð í Slóveníu skv. Worldfeng, en íslensk hross hafa verið þar síðan árið 1987. Þá mun vera vaxandi fjöldi hrossa í Ungverjalandi, sem Hulda telur áhugaverðan markað. Söluaðilar hrossa eru almennt jákvæðir gagnvart komandi ári. Stærsta áskorun þeirra felst í að svara eftirspurn eftir vel tömdum og þægum tölturum, sem fara vel í reið og kosta á bilinu 1–2 milljónir króna. Fækkun til Noregs Þýskaland trónir á toppi lista yfir útflutningslönd íslenska hestsins eins og fyrri ár, en 535 hross fóru þangað í fyrra, sem er tæp 40% útfluttra hrossa. Næstflest fóru til Svíþjóðar, 191 talsins.Þá fóru 157 til Danmerkur og 100 til Sviss. Mikil fækkun er hins vegar á hrossum til Noregs en aðeins fóru 38 hross þangað í fyrra miðað við 86 árið áður. Gera má ráð fyrir að þurrkar hafi haft þar áhrif. Eyríkið Malta er nýtt á lista útflutningslanda, en eitt hross fór þangað árið 2018 og er það eina skráða íslenska hrossið þar í landi. Hæst dæmdi stóðhesturinn til Bandaríkjanna Hlutfall þeirra hrossa sem hafa hlotið fyrstu verðlaun í kynbótadómi hefur aldrei verið jafn hátt og á árinu 2018, eða 9,3%. Hæst dæmda hrossið sem flutt var út í fyrra var hryssan Paradís frá Steinsholti, sem hlaut 8,63 í aðaleinkunn sem var í 2. sæti í flokki 5 vetra hryssna á Landsmóti hestamanna í Reykjavík sl. sumar. Hún fór til Danmerkur. Hæst dæmdi útflutti stóðhesturinn, Stúdent frá Ketilsstöðum, fór til Bandaríkjanna. /ghp HROSS&HESTAMENNSKA Fjöldi út uttra hrossa frá Íslandi árin 2008 2018. Heimild: Worldfengur, upprunaættbók íslenska hestsins. ÚTFLUTNINGSLÖND Land Fjöldi Þýskaland 535 Svíþjóð 191 Danmörk 157 Sviss 100 Austurríki 78 Holland 53 Bandaríkin 48 Noregur 38 Finnland 33 Frakkland 33 Slóvenía 23 Færeyjar 17 Belgía 11 Kanada 9 Lúxemborg 7 Ítalía 6 Bretland 5 Ástralía 4 Nýja-Sjáland 2 Malta 1 HÆST DÆMDU ÚTFLUTTU HROSSIN Nafn Uppruni Aðale. Útflutn.land Paradís Steinsholti 8.63 Danmörk Stúdent Ketilsstöðum 8.59 Bandaríkin Mugison Hæli 8.55 Þýskaland Þeyr Akranesi 8.55 Svíþjóð Efemía Litlu-Brekku 8.50 Danmörk Prúður Auðsholtshjáleigu 8.50 Danmörk Asi Reyrhaga 8.48 Danmörk Arya Garðshorni á Þelamörk 8.44 Slóvenía Júpiter Lækjamóti 8.42 Svíþjóð Glaumur Geirmundarstöðum 8.40 Danmörk Jarl Jaðri 8.40 Danmörk Kleópatra Lynghóli 8.39 Danmörk Njörður Teigi II 8.37 Þýskaland Víðir Enni 8.35 Danmörk Ísafold Lynghóli 8.34 Danmörk Atorka Varmalæk 8.34 Danmörk Ófeigur Árbæjarhjáleigu II 8.32 Þýskaland Prins Valíant Þúfu í Kjós 8.32 Nýja-Sjáland Garpur Syðra-Garðshorni 8.31 Þýskaland Salka Vindhóli 8.30 Svíþjóð aradís frá Steinsholti er hæst dæmda út utta hrossið árið 2018. Hún er nú í þjálfun hjá Charlotte Cook í Danmörku. Mynd/Stald Lysholm Stúdent frá Ketilsstöðum á Landsmóti hestamanna 2018. Knapi Bergur Jónsson. Mynd/Gangmyllan Myndbönd á Worldfeng Myndbönd af kynbótahrossum á Landsmóti hestamanna í Reykjavík 2018 má nú finna á Worldfeng. Gæði myndbandanna er sem best verður á kosið og er nú unnið í að bæta gæði myndbanda fyrri Landsmóta. Félag hrossabænda samþykkti á aðalfundi sínum í haust að kaupa áskrift að LM-myndböndum í Worldfeng fyrir alla félaga sína og er þegar búið að opna fyrir aðgang þeirra. Þá hafa Íslandshestafélögin í Noregi og Belgíu boðið upp á þennan aðgang fyrir sína félaga og viðræður standa yfir við Íslandshestafélagið í Svíþjóð skv. frétt Worldfengs. Í dag eru um 2.000 áskrifendur WF komnir með aðgang að LM-myndböndum og helmingur þeirra á Íslandi. Hægt er að kaupa ársáskrift á heimasíðu Worldfengs. Félag hrossabænda hefur formlega tekið yfir hlut Bændasamtaka Íslands í Landsmóti ehf. Með því er Félag hrossabænda orðið þriðjungs eigandi í eignarhlutafélaginu, sem er að 2/3 hluta í eigu Landssambands hestamannafélaga. Aðalfundur Félags hrossabænda samþykkti boð BÍ um yfirtöku á eignarhlutinum í haust. „Landsmótið er hrossaræktar- starfinu mikilvægt og ætlum við því að taka þessu verkefni fagnandi og sjá tækifæri í því. Allir fundarmenn voru þó á því að félagið muni ekki taka á sig fjárhagslegar skuldbindingar,“ sagði Sveinn af því tilefni. Landsmót ehf. var stofnað árið 2001 til að standa að rekstri og utanumhaldi á Landsmóti hestamanna. Næsta Landsmót verður haldið á Hellu árið 2020. Handaband Sveins Steinarssonar, formanns Fhb og Sigurðar Eyþórs- sonar, fram kvæmdastjóra BÍ, innsiglaði y rtöku Fhb á hlut BÍ í Landsmóti ehf. Hrossabændur eignast hlut í Landsmóti ehf. Frá Landsmóti hestmanna 2018. adæ j B n . anúar

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.