Bændablaðið - 17.01.2019, Side 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 201920
Úttektir að beiðni hreppsnefndar
á kostum í vegalagningu um
Gufudalssveit hafa þegar kostað
margar milljónir króna fyrir
utan þá valkostagreiningu sem
hreppurinn óskaði eftir. Átök
hafa harðnað um þetta mál og
mikillar óþreyju og óánægju
er farið að gæta hjá mörgum
sveitarstjórnum á Vestfjörðum í
garð hreppsnefndar á Reykhólum.
Bændablaðið sendi vegna þessa
fyrirspurn til Reykhólahrepps og
Tryggva Harðarsonar sveitarstjóra
í desember. Tryggvi svaraði þeirri
fyrirspurn fljótt og vel.
1. Spurt var hver væri heildar-
kostnaður við úttekt verkfræði-
stofunnar Multi consult varðandi
samanburð á Teigsskógarleið
ÞH og Reykhólaleið. Í svari
sveitar stjóra segir:
„Heildarkostnaður Multi -
consult stendur í dag í
5.603.466 íslenskum krón um.“
2. Í svari við spurningu um
skiptingu kostnaðar af úttekt
Multiconsult misskildi sveitar-
stjóri greinilega spurn ing una
og segir:
„Honum hefur ekki verið
skipt milli verkþátta.“
Því kemur ekkert fram um
hvernig kostnaði verður á
endanum skipt á milli þeirra
sem fara fram á endurmatið, þ.e.
hreppsnefndar og annarra sem á
bak við þessa endurmatskröfu
hafa staðið.
3. Spurt var hvort Reykhólahreppur
hafi fengið styrk vegna
matsgerðar Multiconsult og
ef svo er frá hverjum? Í svari
sveitarstjórans segir:
„Sveitarfélagið á von á
styrk frá Sigurði Gísla og
Jóni Pálmasonum fyrir þeirri
upphæð. Sennilega rétt um
2.200.000 íslenskra króna.“
4. Þá var spurt hver bæri kostnað-
inn vegna svokallaðrar
„valkostagreiningar“ og þar
var svarið:
„Sveitarfélagið ber
kostnað inn en mun sækja
til Skipulagsstofnunar um
þátttöku í þeim kostnaði vegna
undirbúnings endurskoðunar
Aðalskipulags.“
5. Næst var bent á að nokkrir
landeigendur hafi lýst
yfir andstöðu við R-leið
FRÉTTASKÝRING
Hreppsnefnd Reykhólahrepps í andstöðu við aðrar sveitarstjórnir á Vestfjörðum:
Reikningur Multiconsult vegna endurskoðunar
framkvæmda nemur rúmum 5,6 milljónum króna
– Sveitarstjóri Reykhólahrepps vonast til að Hagkaupsbræður greiði 2,2 milljónir af þeim reikningi
Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri
Reykhóla hrepps.
Kostnaðarmat á vegagerð í Austur- Barðastrandasýslu
D2 ÞH* R** A3**
Vegagerðin
Multiconsult 6,9
Vegagerðin 13,3 7,3 11,3
*Leið ÞH liggur um Teigsskóg
**Leiðir R og A3 miða báðar við veg um Reykhóla
Mismundandi kostir í milljörðum króna
Umbætur á Vestfjarðavegi orðið að pólitísku deilumáli milli sveitarstjórna eftir áratuga átök um leiðir:
Vegagerðin metur Þ-H leiðina ódýrasta,
hagkvæmasta og öruggasta
– Háskólinn á Akureyri segir hvert ár í töf á vegabótum jafngilda kostnaðarauka vegfarenda um að minnsta kosti 200–230 milljónir
Vegagerðin telur að öruggasti,
hagkvæmasti og fljótlegasti
kosturinn í veggerð í Gufudalssveit
sé það sem nefnt hefur verið Þ-H
leið. Hún liggur út vestanverðan
Þorskafjörð, út á Hallsteinsnes og
um kjarrlendi hinna margfrægu
Teigsskóga, yfir grynningar
í mynni Djúpafjarðar og
Gufufjarðar og yfir á Melanes.
Þetta kom m.a. fram á opnum
fjölmennum kynningarfundi sem
haldinn var á Reykhólum 9. janúar
síðastliðinn.
Skógarþekja Teigsskógar,
sem deilurnar snúast mest um,
er samanlagt 667 hektarar sem
samanstendur að mestu af birkikjarri
eins og algengt er víða á Vestfjörðum.
Leið Þ-H mun samkvæmt
útreikningum Vegagerðarinnar geta
raskað samtals um 2,8% af þessu
gróðurlendi, eða á um 19 hekturum.
Málið í höndum hreppsnefndar
Afstaða hreppsnefndar Reykhóla-
hrepps sem taka átti í gær eftir að
Bændablaðið fór í prentun mun
væntanlega ráða úrslitum hvort yfir
höfuð verður ráðist í vegabætur í
austanverðri Barðastrandarsýslu
á næstu árum eða ekki. Ef
hreppsnefnd ákveður að afskrifa
tillögur Vegagerðarinnar um
Teigsskógaleiðina er ljóst að þá
er stál í stál og ekkert verður af
framkvæmdum. Pólitískt kjörnir
fulltrúar hafa ekki haft kjark til
að höggva á þennan hnút til þessa
og ekkert í stöðunni sem bendir
til að það muni breytast. Því gæti
þetta mál hæglega tafist í áratugi
til viðbótar. Ef hreppsnefnd fellst
hins vegar á tillögu Vegagerðar gæti
útboð framkvæmda farið fram vorið
2020 og verkið þá klárað haustið
2023.
Afstaða hreppsnefndar breyttist
eftir kosningar
Fram kom í kynningu Vegagerðar-
innar að Reykhólahreppur hafi
samþykkt á fundi sínum í mars
2018 að auglýsa breytingu á
aðalskipulagi sem miðaði við
tillögu Vegagerðarinnar um Þ-H
leið. Skipulagsstofnun samþykkti
svo í apríl 2018 að auglýsa mætti
aðalskipulagsbreytingu. Eftir
sveitarstjórnarkosningar 26. maí
söðlaði hreppsnefnd um og fékk
norska fyrirtækið Multiconsult
til að gera úttekt á valkostum og
sérstaklega með leið um Reykhóla
í huga og þverun Þorskafjarðar
með hábrú og vegi úr Reykjanesi
yfir í Melanes. Þessa leið hefur
Vegagerðin nefnt A3 en Multiconsult
kallar R-leið. Þá óskaði hreppsnefnd
eftir því 17. júlí 2018 að Vegagerðin
tæki tillögu Multiconsult um R-leið
til samanburðar við aðra kosti.
Óbreyttur vegur um Berufjörð
hættulegur
Eftir að Multiconsult lagði fram
sína skýrslu, sem fól í sér að
R-leiðin væri besti kosturinn, benti
Vegagerðin á að í þeirra tillögu væri
ekkert tillit tekið til þess að byggja
þyrfti upp veginn frá Reykhólum
inn Berufjörð með tengingu inn á
Vestfjarðaveg, þjóðveg 60. Þessi
kafli geti ekki að óbreyttu borið
uppi stóraukna umferð, auk þess
sem hann sé beinlínis hættulegur.
Þ-H leiðin fullfjármögnuð en
ekki A3 leiðin
Leið Þ-H er fullfjármögnuð
samkvæmt tillögu að samgöngu-
áætlun en leið A3 [R] ekki. Óvíst
er um fjármögnun jarðganga undir
Hjallaháls og líklegt að jarðgöng
á Austurlandi [Seyðisfjarðargöng]
verði næst í röðinni. Ekki er heldur
víst að Hjallaháls verði efstur í
forgangi um jarðgöng á Vestfjörðum
og líklegra að göng sem leysi
hættulegan Súðavíkurveg af hólmi
yrðu þar framar í goggunarröðinni.
Samkvæmt mati Háskólans á
Akureyri er kostnaður þjóðfélagsins
af seinkun framkvæmda mikill.
Þannig kosti 3 ára bið 420 milljónir
kr. – 10 ára bið 1.740 milljónir kr.
og 15 ára bið 3.070 milljónir króna.
Hreppsnefnd ósammála
Vegagerðinni
Hreppsnefnd Reykhólasveitar hefur
síðan eftir kosningar síðastliðið vor
ekki verið sammála Vegagerðinni
um Þ-H leiðina og óskaði eftir
„valkostagreiningu“ frá Lilju
Karlsdóttur í haust sem kynnt var
18. desember 2018. Þar er R leiðin
metin hagstæðust. Vegagerðin segir
hins vegar að umhverfisáhrif af
A3/R leiðum hafi ekki verið metin
og því ekki hægt að álykta að vegur
um Reykhóla sé hagstæðasta leiðin.
R leiðin verst út frá
öryggissjónarmiðum
Þann 4. janúar kom fram
umferðaöryggismat fyrir leiðir Þ-H,
D2 [jarðgöng undir Hjallaháls], A3
og R leið. Þar kom fram að öryggi
Þ-H og A3 leiðar sé svipað en meira
en í jarðgangaleið undir Hjallaháls
enda sé vegur yfir Ódrjúgsháls þá
áfram inni í myndinni. Leið R komi
þar verst út með óbreyttum vegi frá
Reykhólum til austurs.
Mest stytting og ódýrast að fara
um leið Þ-H
Núverandi vegur frá Skálanesi í
utanverðum Þorskafirði í Borgarnes
er 184 km.
Ef farin yrði Þ-H leið, sem kostar
að mati Vegagerðarinnar um 7,3
milljarða, er vegalengdin 163 km og
styttist um 21 km. Auk þess er þessi
leið samkvæmt umferðaöryggismati
talin best eða jafn góð og leið A3
með uppbyggðum nýjum vegi frá
Reykhólum í báðar áttir.
Ef farin yrði leið D2 með
jarðgöngum, sem talin er kosta 13,3
milljarða, þá er vegalengdin 165 km
og styttist vegurinn um 19 km.
Ef farin yrði A3 leið, sem kostar
11,2 milljarða [þar af brúin ein og
sér 5.970 milljónir samkv. mati
Vegagerðarinnar], yrði vegalengdin
169 km og styttist um 15 km.
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Leið A3 Leið Þ-H Leið D2
11.200 7.300 13.300
Vestfjarðavegur mat á kostnaði mismunandi leiða - í milljónum króna