Bændablaðið - 17.01.2019, Side 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 2019 23
ÞORRA
ÞRÆLL
2019
Að þessu sinni verður fjallað um stein- og
bætiefnafóðrun jórturdýra og mikilvægi þeirra
í kjöt- og mjólkurframleiðslu.
Fyrirlesarar verða Gerton Huisman og Jacob
Huizing, sérfræðingar í fóðrun nautgripa frá
Trouw Nutrition, ásamt ráðgjöfum Líflands.
Erindin verða flutt á ensku en þýdd á íslensku.
Fundargestir verða leystir út með veglegum
gjafapakka með vörum sem nýtast öllum
kúabændum. Að auki verða tilboð á bætiefnum
og öðrum vörum í verslunum Líflands um allt
land meðan á fræðslufundunum stendur.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
20:30 Verslun Líflands
á Hvolsvelli
28.
jan.
mán.
11:30 Hótel Flúðum
20:30 Verslun Líflands
í Borgarnesi
29.
jan.
þri.
20:30 Verslun Líflands
á Blönduósi
30.
jan.
mið.
11:30 Hótel Varmahlíð
20:30 Verslun Líflands
á Akureyri
31.
jan.
fim.
Sala og ráðgjöf www.lifland.is Reykjavík Akureyri Borgarnes Blönduós Hvolsvöllur
Sími 540 1100 lifland@lifland.is Lyngháls Óseyri Borgarbraut Efstubraut Ormsvöllur
Þorraþræll, fræðslufundir Líflands verða haldnir 28.-31. janúar 2019.
Nýsköpunarverðlaun SAF:
Bjórböðin hlutu
hnossið
Bjórböðin á Árskógssandi fengu
nýsköpunarverðlaun Samtaka
ferðaþjónustunnar (SAF) fyrir
árið 2018. Eliza Reid forsetafrú
afhenti Bjórböðunum verðlaunin
á 20 ára afmæli Samtaka
ferðaþjónustunnar fyrr í þessum
mánuði.
Samtök ferðaþjónustunnar
afhenda árlega nýsköpunarverðlaun
fyrir athyglisverðar nýjungar og
er markmiðið að hvetja fyrirtæki
innan SAF til nýsköpunar og
vöruþróunar. Verðlaununum er
ætlað að hvetja frumkvöðla landsins
til dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í
fimmtánda sinn sem SAF veita
nýsköpunarverðlaun samtakanna
en þetta árið bárust 33 tilnefningar
í samkeppninni um verðlaunin.
Gróska og nýsköpun um allt land
Sem fyrr endurspegla tilnefningarnar
til nýsköpunarverðlauna SAF mikla
grósku og nýsköpun í ferðaþjónustu
um allt land. Hugmyndaauðgi,
stórhugur og fagmennska einkennir
mörg þau fyrirtæki sem tilnefnd
voru, segir í tilkynningu frá SAF,
og dómnefnd því ákveðinn vandi
á höndum. Nefndarmenn voru þó
sammála um að Bjórböðin séu
handhafi verðlaunanna í ár.
Bjórböðin voru opnuð í júní
2017 og vöktu þegar mikla athygli
bæði hérlendis sem erlendis, enda er
slík böð ekki að finna hvar sem er í
heiminum. Fyrirtækið kom því ekki
aðeins nýtt inn á markaðinn, heldur
kom það inn með glænýja upplifun
þar sem vellíðan og slökun gegnir
lykilhlutverki á nýstárlegan hátt.
Bjórböðin hafa skapað sér
ákveðna sérstöðu í ferðaþjónustu
og ferðaskrifstofur verið fljótar
að taka við sér með því að bjóða
upp á ferðir þar sem viðkoma í
böðunum er innifalin. Bjórböðin eru
því þegar orðin mikilvægur segull
fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi
og styrkja markaðssetningu
áfangastaðarins allt árið um kring.
Áhugaverð ferðavara
Agnes Sigurðardóttir og Ólafur
Þröstur Ólafsson, eigendur
bruggverksmiðjunnar Kalda á
Árskógssandi í Eyjafirði, stofnuðu
fyrirtækið Bjórböðin ehf. árið 2015
ásamt syni þeirra og tengdadóttur. Í
bjórböðunum er ger úr bjórbrugginu
nýtt sem annars hefði verið hent.
Bjórböðin eru lýsandi dæmi um
frjóan frumkvöðlaanda sem skilar
sér í áhugaverðri ferðavöru og
atvinnuskapandi starfsemi allt
árið um kring. Agnes og Ólafur
segjast þakklát og stolt með
viðurkenninguna. Þau hafi haft
mikla trú á að verkefnið gæti skapað
nýja og ógleymanlega upplifun í
ferðaþjónustu, en viðbrögð gesta
hafi verið góð.
Nýsköpunarverðlaun Samtaka
ferðaþjónustunnar voru afhent í
fimmtánda sinn, en í hópi þeirra
sem áður hafa fengið verðlaunin
má nefna, Friðheima, Óbyggðasetur
Íslands, Into The Glacier, Gestastofu
Þorvaldseyri og Saga Travel. /MÞÞ
Bjórböðin hlutu nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka
ferðaþjónustunnar og formaður dómnefndar nýsköpunarverðlaunanna, Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur
Ólafsson, eigendur Bjórbaðanna og Eliza Reid forsetafrú. Mynd / SAF
j
adnæB
.
anúar