Bændablaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 201926 NÁTTÚRUNÝTING&SJÁLFBÆRNI Nordregio og evrópska rannsóknarverkefnið BioWiseTrans: Hagkerfi sem byggist á sjálfbærri nýtingu lands og lífkerfisins getur gjörbreytt þróun dreifbýlis – Slíkt kallar á mikla samþættingu ólíkra sjónarmiða og endurskoðun á hindrandi regluverki BioWiseTrans er evrópskt rannsóknarverkefni sem norræna rannsóknastofnunin Nordregio kemur að. Fjallar verkefnið um það hvernig lífhagkerfið og sjálfbær nýting náttúruauðlinda getur stuðlað að atvinnusköpun og byggðaþróun í dreifbýli. Í grein sem birtist um þetta mál í Nordregio Magazine er m.a. vitnað í Karen Refsgaard, rannsóknarstjóra og staðgengil framkvæmdastjóra Nordregio, sem segir: „Allt sem hægt er að framleiða innan hagkerfisins sem byggir á jarðefnaeldsneyti er einnig hægt að framleiða innan lífríkis. Þú getur búið til mat, orku, fatnað, lyf, plast og úrval annarra efna. Þetta þýðir að það krefjist margs konar hæfileika að byggja upp sterkt og samfellt lífhagkerfi." Hún segir að til þess að flýta umskiptum frá jarðefnaeldsneyti yfir í lífhagkerfi, verði hagsmunaaðilar frá öllum hlutum virðiskeðjunnar að vinna saman. Öflugt samstarf um nýsköpun og stjórnunarkerfi verði lykillinn að því að takast á við hugsanleg átök um landnotkun og að skilgreina reglur og reglugerðir sem valda hindrunum við þróun nýs lífhagkerfis. Norræn rannsóknarstofnun Nordregio er leiðandi norræn og evrópsk rannsóknamiðstöð sem sett var á fót af Norræna ráðherraráðinu árið1997, en þar starfa yfir 40 manns. Í stjórn Nordregio sitja fulltrúar allra Norðurlandanna auk áheyrnarfulltrúa Færeyja, Grænlands og Álandeyja og fulltrúa sem kosinn er af starfsfólki stofnunarinnar. Er miðstöðinni ætlað að fjalla um þróun dreifðari byggða jafnt og skipulag þéttbýlis og þróun sjálfbærra lausna á norðlægum slóðum í samræmi við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna. Snertir úrlausnarefnið þá líka stefnumótun og söfnun staðreynda sem geta síðan nýst stjórnmálamönnum til ákvarðanatöku og við reglugerðarsmíði. Vernd hagsmuna sveitarfélaga og samfélaga ætti að vera aðalatriðið Í greininni segir einnig að uppbygging lífhagkerfis þýði einstaka möguleika til vaxtar í dreifbýli og strandsvæðum á Norðurlöndum vegna nálægðar við öflugar og fjölbreyttar lífefnauppsprettur. Það sé þó að því tilskildu að auðlindunum sé stjórnað á réttan hátt. Segir Refsgaard að verkefnið snúist m.a. um að þróa ramma um að auðlindirnar verði nýttar á sjálfbæran hátt, bæði í umhverfis- og efnahagslegu tilliti. „Vernd hagsmuna sveitarfélaga og samfélaga ætti að vera lykilatriði,“ heldur hún áfram. „Stofnanir okkar verða að tryggja að dreifbýli fái rétt til að stjórna, eiga og nýta lífefnauppsprettur og einnig að efnahagslegur ávinningur sé að þessu fyrir samfélagið. Ef við náum árangri í að skapa réttar aðstæður fyrir tækniþróun, menntun og útflutning, gæti lífhagkerfið stuðlað að mikilli uppbyggingu í dreifbýli,“ sagði Karen Refsgaard. Margvísleg álitamál geta komið upp „Lífhagkerfið er afar flókið í náttúrunni,“ segir Michael Kull verkefnastjóri Nordregio BioWiseTrans. „Það er nauðsynlegt að átta sig á margvíslegum vandamálum sem upp geta komið. Með aukinni notkun lífmassa er líklegt að við munum sjá meiri landnotkunarsamkeppni og átök um landnotkun og málefni sem tengjast regluverki og auðlindastjórnun. Til þess að takast á við þessi mál þarf að skilgreina hagsmunaaðila og koma þeim saman.“ Norrænir framherjar Þó að lífhagkerfið sé enn á frumstigi, hafa Norðurlöndin gert mikilvægar ráðstafanir til að skapa hagkerfi sem byggist á sjálfbærri nýtingu auðlinda. „Norrænu ríkin eru á margan hátt í forystu þegar kemur að þróun lífhagkerfis,“ sagði Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís á Íslandi, en hann var einn af aðal ræðumönnum á ráðstefnunni Nordregio Forum 2018. Hann tók þar líka þátt í umræðum um bláa og græna lífhagkerfið sem fjallaði um nýtingu sjávarauðlinda og landnotkun með sjálfbærum hætti. „Okkur hefur gengið vel í þróun okkar mannafla, við þekkjum auðlindir okkar vel og höfum mótað góða stefnu fyrir Norðurlöndin.“ Fiskeldi og átök um landnýtingu Eitt af þeim málum sem fjallað var um er aukin samkeppni milli þéttbýlis og landbúnaðar um landnýtingu, verndun og þróun iðnaðar, framleiðslu matvæla og lífeldsneytis. Einnig var þar fjallað um fiskeldi og samþættingu hagsmuna á sjó og á landi. „Það eru veruleg tækifæri til vaxtar í fiskeldi,“ sagði Sveinn Margeirsson. „Á sama tíma er mikilvægt að meta hvernig vöxtur þeirrar greinar muni hafa áhrif á landsbundna viðskiptahagsmuni og umhverfið. Til dæmis, hvernig það muni hafa áhrif á villta laxastofna á svæðinu eða ferðaþjónustu í sveitunum. „Í heimi sem stendur frammi fyrir meiri matvælatengdum áskorunum en nokkru sinni fyrr, mun spurningin um landnotkun verða sífellt mikilvægari,“ sagði Sveinn. Hindranir regluverksins Sveinn benti einnig á að strangar túlkanir reglugerða geti verið mikil hindrun fyrir framtíðarþróun lífhagkerfisins. Smáfyrirtæki eiga oft erfitt með að kynna nýjar vinnsluaðferðir matvæla á Norðurlöndum og Evrópu. Hann nefndi slátrun lamba og notkun skordýra sem dæmi. „Við stöndum frammi fyrir aðstæðum þar sem túlkun okkar á reglugerðum um matvælaöryggi kemur í veg fyrir þróun,“ sagði Sveinn. „Það snýst um hvernig við metum og vegum áhættu og ávinning. Er ástæða til að ætla að við séum of ströng í túlkun okkar? Í lok dags snýst þetta um sjálfbæra nýtingu lífríkisins og við viljum örugglega ekki sóa þeim möguleikum vegna strangrar túlkunar á reglum.“ Ekki einfalt að breyta reglunum Michael Kull segir að breyting á reglunum sé ekki einfalt verkefni, ástæðan er flóknir stjórnarhættir á því sviði sem lífeðlisfræðin starfar á. Það verður að vera hægt að ná fram samlegðaráhrifum af evrópskri löggjöf og löggjöf einstakra ríkja. Hún verður síðan að passa vel inn í staðbundnar og svæðisbundnar lífsstjórnunaraðferðir. Eitt af markmiðum BioWiseTrans er að tryggja að stefnumótun okkar sé studd af góðum gögnum um þróun lífhagkerfisins og um félagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg áhrif. Við þurfum að fá bestu fáanlegu gögnin til að búa til upplýst og skilvirkt lífhagkerfi fyrir framtíðina,“ sagði Michael Kull. /HKr. Michael Kull.Karen Refsgaard. Sveinn Margeirsson. Greiðslur fyrir ræktað og uppskorið land: Flatarmál lands hefur minnkað milli ára Undanfarin tvö ár hafa land- greiðslur verið greiddar út til bænda, samkvæmt ramma- samningi búvörusamnings frá 2016, þar sem greitt er fyrir land sem uppskorið er til fóðuröflunar og bættust þær við jarðræktarstyrki sem hafa verið greiddir frá 2008 í núverandi mynd. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur birt yfirlit um heildarflatarmál þess lands sem hefur verið greitt fyrir síðustu tvö ár og hefur flatarmál þess minnkað um tæpa 1.000 hektara á milli ára. Þessar upplýsingar koma úr gögnum frá Matvælastofnun. Raunar minnkar land sem greitt er fyrir, bæði fyrir landgreiðslur og jarðræktarstyrki. Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári. Jarðræktarstyrkir voru greiddir vegna 10.811 hektara árið 2017, en vegna 10.238 hektara á síðasta ári. Þegar tölur um landgreiðslur og jarðræktarstyrki hafa verið lagðar saman minnkar flatarmálið úr 87.799 hekturum í 86.825 hektara. Nú greitt fyrir útiræktað grænmeti Breytingar á fyrirkomulagi jarð- ræktar styrkja hafa orðið þannig að nú er greitt fyrir útiræktað grænmeti, sem áður var ekki styrkhæft. Einnig eru meiri kröfur um jarðræktarskýrsluhald í Jörð.is en áður var. Nokkuð um að bændur sækist ekki eftir greiðslum RML bendir á að enn sé nokkuð um að bændur sækist ekki eftir greiðslum og einnig sé einhver ræktun sem ekki falli undir þær kröfur sem eru settar í reglugerð. RML áætlar að heildarflatarmál þess lands sem er í virkri nýtingu á Íslandi (ræktað og uppskorið) sé rúmlega 90 þúsund hektarar. Á meðfylgjandi mynd frá RML má sjá hvernig sú landnýting dreifist. /smh Drei ng landnýtingarinnar um landið. Mynd / RML Greitt var fyrir 7 .988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 7 .587 hektara á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.