Bændablaðið - 17.01.2019, Page 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 201932
Hörður Sigurjónsson, gæða-
og sölustjóri veitingasviðs
Hótel Sögu, hefur starfað í
veitingabransanum í 53 ár, lengst
af sem þjónn. Hörður, sem hætti
störfum í dag, segir þjónsstarfið
afskaplega skemmtilegt en á
köflum hefði ekki sakað að hafa
gráðu í sálfræði eða heimspeki
til að grípa til samhliða
barþjónustunni.
„Ég byrjaði á Hótel Sögu
sem nemi í framreiðslu 1. maí
1966 og útskrifaðist 1969. Fékk
frí frá Hótel Sögu til að taka
að mér hótelstjórastarf á Hótel
Stykkishólmi og stjórnaði því fyrstu
tvö árin og kom svo aftur á Hótel
Sögu, og starfaði sem þjónn á Sögu
til 1981, eða þar til ég söðlaði um
og fór til Ólafs Laufdal sem var
að opna Broadway í Mjódd. Var
yfirþjónn á Broadway í Mjódd
frá því að staðurinn var opnaður
6. nóvember 1981 og flutti síðan
á Hótel Ísland í Ármúla 9, þegar
sá staður var opnaður sem stærsti
skemmtistaður Íslands og tók allt
að 1.200 gesti í mat.“
Hörður starfaði sem þjónn á
Naustinu í nokkur ár og sölustjóri
á Restaurant Reykjavík og FoodCo
sem rak á þeim tíma staði eins og
Lækjarbrekku, Sjávarkjallarann,
Greifann á Akureyri og nokkra
skyndibitastaði, eins og til dæmis
American Style.
Oft kvöld- og næturvinna
Hörður réði sig svo aftur á Hótel
Sögu og hefur starfað þar síðan þá
og hefur því alls starfað um þrjátíu
ár á hótelinu.
„Samkvæmt kennitölunni átti ég
að hætta að vinna fyrir nokkrum
árum en hótelstjórinn, Ingibjörg
Ólafsdóttir, sagði að ég mætti vinna
eins lengi og ég vildi, en núna er
kominn tími til að hægja á eftir 53
ár.
Þjónsstarfið felur oft í sér
óreglulegan vinnutíma en fyrstu árin
mín á Sögu vann ég mest á Grillinu
og þá vorum við búnir á kristilegum
tíma. Þetta voru morgun- og
kvöldvaktir og vinnutíminn þá
oftast undir miðnætti og maður
var kominn heim fljótlega eftir það.
Eftir að ég flutti mig á Broadway
breyttist vinnutíminn mikið og alltaf
opið til þrjú á nóttunni um helgar
og maður oft ekki kominn heim fyrr
en undir fimm til sex á morgnana.“
Skemmtilegt á Astralbarnum
„Af minni reynslu er mjög
skemmtilegt að vinna sem þjónn.
Sérstaklega fannst mér gaman að
starfa sem barþjónn á Astrabarnum
á Sögu sem var opinn í hádeginu
og á kvöldin þar sem ég var í
mörg ár. Á þeim tíma var maður
mikið í spjallinu meðfram því að
skenkja í glös. Það voru minni
læti á barnum á þeim tíma og
menn komu til að fá sér drykk.
Það var mikið um fastakúnna sem
komu til að spjalla og þá hefði oft
verið gott að hafa gráðu í sálfræði
og jafnvel heimspeki meðfram
þjónsreynslunni, sérstaklega
þegar umræðurnar urðu þungar.
Sama stemning var oft til staðar á
Naustinu.
Stemningin var aftur á móti
önnur á Broadway sem var stór
skemmtistaður og satt best að segja
urðu einhvers konar straumhvörf
í veitingabransanum með tilkomu
staðarins. Með opnun Brodway í
Mjódd skapaðist stemning fyrir því
að mæta klukkan sjö og fá sér að
borða, síðan var sýning, oft með
frægum erlendum skemmtikröftum,
og ball á eftir. Oft skiptist
kúnnahópurinn um það leyti sem
böllin voru að hefjast. Fólk sem
kom í mat og á sýninguna fór
iðulega milli ellefu og hálf tólf eftir
að hafa tekið nokkra snúninga og í
þeirra stað kom balltraffíkin með
yngra fólki og biðröð dauðans fyrir
utan.
Oft kom það fyrir að ég þekkti
svo marga sem voru að bíða eftir
að komast inn að það þýddi ekkert
LÍF & STARF
– Hörður Sigurjónsson kveður vinnufélagana á Hótel Sögu og segist hafa átt þar dásamlegan tíma á skemmtilegum vinnustað
Hörður Sigurjónsson, gæða- og sölustjóri veitingasviðs Hótel Sögu, lætur af störfum í dag eftir 53 ára starf í veitingabransanum. Mynd / HKr.
Hörður ásamt Rannveigu Ingvarsdóttur, eiginkonu sinni, í afmæli nnsku
barþjónasamtakanna um borð í ferju á siglingu milli Helsinki og Stokkshólms.
Hörður var á þessum tíma formaður Barþjónaklúbbs Íslands.
Formenn Norrænu barþjónasamtakanna í 30 ára afmælishó Barþjónaklúbbs
Íslands sem var haldið á Naustinu 1993.
Hörður nýbyrjaður í námi hjá Grillinu á Sögu árið 1966.