Bændablaðið - 17.01.2019, Page 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 2019 33
Páskaveisla í Vínarborg
sp
ör
e
hf
.
Vor 3
Þessi glæsilega páskaferð hefst í Passau sem er við ármót
Dónár, Inn og Ilz í Bæjaralandi og margir telja eitt fegursta
borgarstæði Evrópu. Þaðan verður farið til Vínarborgar þar sem
fagrar byggingar prýða borgina og munum við skoða helstu
staði hennar svo sem Schönbrun höllina og hið þekkta hús
Hundertwasser. Ferðin endar svo í hinni heillandi München.
13. - 20. apríl
Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 214.400 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
fyrir mig að fara í anddyrið því þar
voru svo margir sem maður þekkti
að biðja mann um að taka sig inn
fram fyrir röðina sem var alltaf fyrir
utan. Staðurinn var með leyfi fyrir
ákveðnum fjölda gesta og þegar var
orðinn húsfyllir mátti bara hleypa
inn jafnmörgum og fóru út.
Síðar breyttist þessi ballmenning
mikið þegar pöbbarnir opnuðu hver
af öðrum í miðbænum.
Túr með Gullfossi
„Á meðan ég var lærlingur á Sögu,
1968, hafði Guðmundur bryti
samband við mig og spyr hvort ég
geti farið einn jólatúr með Gullfossi
og reddað öðrum þjóni með mér. Ég
fékk félaga minn sem var að læra
með mér á Sögu að koma með mér
og við samþykktum túrinn með því
skilyrði að konurnar okkar kæmu
með og það var samþykkt, og var
hann mjög skemmtilegur fyrir
okkur.
Jólatúrinn var árviss og farið til
Leith í Skotlandi, Kaupmannahafnar
og Hamborgar og sömu leið
heim. Siglingin var vinsæl og
merkisfólk í þjóðfélaginu sem fór
með ár eftir ár. Í þessum ferðum
voru kvöldvökur og dansleikir
á kvöldin um borð á siglingunni
og mjög langur vinnudagur hjá
þjónustuliði og hljómsveitinni um
borð, við félagarnir tókum flestar
morgunvaktirnar og þess vegna
urðu vinnudagarnir ansi langir, en
skemmtilegar minningar eftir á.
Kynntist konunni á Sögu
Hörður kynntist Rannveigu
Ingvarsdóttur, eiginkonu sinni, á
Hótel Sögu þar sem hún var að læra
hárgreiðslu.
„Rannveig hóf nám í hárgreiðslu
sama dag og ég hóf þjónanámið.
Það var ball í Sigtúni, gamla
Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll,
um kvöldið þar sem Dúmbó og
Steini voru að spila. Þar dansaði
ég við Rannveigu fyrsta dansinn
og við höfum dansað saman í 53
ár síðan þá.
Margar skemmtilegar
uppákomur
Að sögn Harðar man hann
eftir mörgum skemmtilegum
uppákomum í gegnum tíðina.
„Ég gæti eflaust skrifað eina eða
tvær bækur með skemmtilegum
sögum af viðskiptavinum á barnum
en við framreiðslumenn erum
bundnir þagnarskyldu, eins og
læknar og prestar, enda kæmumst
við ekki í gegnum starfið ef við
værum alltaf að blaðra um kúnnana.
Ég lít reyndar svo á að fólk verði að
njóta ákveðinnar friðhelgi þegar það
er komið inn á skemmtistaði.
Árið 1973, þegar Danadrottning
kom í opinbera heimsókn til
Kristjáns Eldjárn og Halldóru, var
haldin veisla fyrir drottninguna í
Súlnasalnum. Eins og margir vita
reykir Margrét Þórhildur mikið
og ég hafði það eina hlutverk um
kvöldið að standa, ekki allt of nærri
henni, með öskubakka og passa að
hún dræpi í sígarettunum í honum.
Þegar Margrét kom svo aftur í ár
varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að
vinna í móttöku fyrir hana í Veröld
– Húsi Vigdísar Finnbogadóttur.
Henni var sagt þá að ég hefði líka
verið í veislunni 1973 og henni
fannst það skemmtilegt og tók í
höndina á mér og þakkaði mér fyrir.
Margir þekktir gestir komu
á Sögu á árum áður og er mér
sérstaklega minnisstæður leikarinn
Alec Guinness, sem kom í nokkur
skipti og borðaði alltaf morgunmat
við sama borðið á Grillinu. Hann
sagði mér að hann kæmi til Íslands
til að slaka á og fá að vera í friði með
konunni sinni og laus við allt áreiti.
Ég afgreiddi líka hér á Sögu
meðal annarra Charlton Heston, Ellu
Fitzgerald og Louis Armstrong,“
segir Hörður.
Dásamlegur tími
á skemmtilegum vinnustað
„Seinni árin mín á Sögu hef ég
lítið verði í beinni þjónustu við
kúnnana en því meira í stjórnun og
gæðamálunum. Mig langar í lokin
að fá að þakka öllu því góða fólki
sem ég hef unnið með og kynnst í
húsinu fyrir gott samstarf og góð
kynni og gildir það jafnt fyrir alla,
hvaða starfi sem þeir starfa í húsinu.
Þetta er búið að vera dásamlegur
tími á skemmtilegum vinnustað og
takk fyrir mig.“ /VH
Tveir af verðlaunadrykkjum Harðar
í kokteilkeppnum Stripper
Fyrstu verðlaun 1981
3 cl. vodka
1,5 cl kakólíkjör, ljós
1,5 cl kókoslíkjör
barsk. flórsykur
Hristur
Fyllt með appelsínusafa
Skreyting:
Ferskur ananas, 2 rauð kirsuber, rör, hræripinni, barskeið Grenadine
á toppinn á drykknum.
Brodway önnur verðlaun 1982
2 cl Rom Bacardi
1 cl amaretto
3 cl appelsínusafi Trópíkana
Dash bananalíkjör Bols
Dash bananacolada mix
Hristur
Skreyting: Sítrónusneið, tvö kirsuber, kokteilpinni
Árshátíð í átthagasal Hótel Sögu sem var forveri Sunnusalarins.