Bændablaðið - 17.01.2019, Qupperneq 34

Bændablaðið - 17.01.2019, Qupperneq 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 201934 Þótt Íslendingar megi oft kallast tæknióðir og séu nýjungagjarnir og fljótir til að nýta sér margvíslega tækni, þá er þar margt sem ekki rekur á okkar fjörur. Þar á meðal má nefna síams tví- og þríbura-dráttarvélar og jarðýtur. Ein slík símas tvíbura- jarðýta var af gerðinni Caterpillar Twin D8. Einungis munu hafa verið smíðaðar þrjár slíkar vélar og því ekki skrítið að þær hafi ekki ratað til Íslands. Var fyrsta slíka vélin smíðuð af Peterson Caterpillar í Kaliforníu fyrir verktaka sem vann við að ryðja skógi við gerð Hungry Horse-stíflunnar í Montana í Bandaríkjunum 1949. Var hún stundum nefnd „Super Pusher Cat“, eða súperýta. Hún var að öllum líkindum notuð til að draga slóða eð stóra stálkúlu sem fest var við keðjur og víra til að rífa niður tré á byggingarsvæði stíflunnar. Einnig mögulega til að draga plóg og eða jarðvegsskrapara [scraper] líkt og notaður var við gerð Ísafjarðarflugvallar í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar. Önnur símastvíburavélin fór til kolaorkuvers í Ohio og var ætlað að ryðja upp stórum kolahaugum fyrir orkuverið og var hún með hefðbundinni en risastórri ýtutönn (22 fet) og með vírahífingu. Líklegt er að þessi sama vél hafi verið notuð við gerð á Garrison- stíflunni á árunum 1950 til 1959 og sjá má á póstkorti frá þeim tíma. Þriðja síamsvélin af Caterpillar D8 gerð var smíðuð fyrir King Ranch í Texas. Hún var útbúin með eins konar trjáruðningsplóg [Holt Funnel] sem smíðaður var af Holt Caterpillar umboðsaðilanum í Texas og var beitt með vírahífingu en ekki glussatjökkum. Var vélin notuð til að rífa upp mesquite tré og rótarhnyðjur á King Ranch búgarðinum. Seinna mun Caterpillar D9G hafa tekið við þessu hlutverki tvíbura vélarinnar. /HKr. UTAN ÚR HEIMIFURÐUVÉLAR&FARARTÆKI Ein af þremur Caterpillar Twin D8 síamstvíburavélum sem smíðaðar voru af Peterson Caterpillar í Kaliforníu árið 1949 og síðar. Síamstvíbura-jarðýtur Caterpillar Twin D8 að aftan. Fyrsta Caterpillar Twin D8 fór til að ryðja skóg við Hungry Horse stí una í Montana í Bandaríkjunum. Uppgerð Caterpillar Twin D8 í jarðvegsvinnu. Póstkort af Caterpillar Twin D8 við Garrisson stí ugerðina, sennilega sama vél og var notuð við að ryðja kolum fyrir kolaorkuver í Ohio. Þriðja síamsvélin af Caterpillar D8 var smíðuð fyrir King Ranch í Texas. Hún var útbúin Holt Funnel trjáruðningsplóg. Hér er hún og líklega er það sonur ýtustjórans sem hér sést stoltur í forgrunni á sinni leikfangaýtu. Holt Funnel trjáruðningsplógur var hannaður til að rífa upp mesquite tré og rótarhnyðjur á King Ranch búgarðinum. Hús máltíðarinnar lyftir matvælum á hærra plan Matvælastofnunin Nofima i Noregi er ein af stærstu stofnunum í Evrópu innan rann- sókna og þróunar sem sérhæfir sig í fiskeldi, sjávar útvegi og matvælaiðnaði. Stofnunin lætur frá sér viðurkenndar alþjóðlegar rann- sóknar niður stöður og lausnir sem gefur atvinnu lífinu samkeppnis- forskot í allri virðis keðjunni. Velta Nofima á ári er í kringum 7 milljarðar íslenskra króna og eru starfsmennirnir hátt í 400 talsins sem starfa í húsi máltíðarinnar (Måltidets hus) á fimm ólíkum stöðum í Noregi. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Tromsø í Norður-Noregi en rannsóknarhlutinn fer fram á fimm ólíkum stöðum, í Ási, Bergen, Tromsø, Sunndalsøra og Stavanger. Stofnunin skilar rannsóknum til stórra aðila í matvælageiranum eins og mjólkursamlagsins Tine og Orkla en einnig verkefni fyrir iðnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið til að veita ráðgjöf um vélar og umbúðir sem dæmi. „Hér í Stavanger, í Måltidets Hus, er deild sem sérhæfir sig í aðferðartækni. Deildin hér sérhæfði sig áður fyrr í að þjónusta iðnað sem framleiðir afurðir úr sjó og að finna leiðir til að auka geymsluþol fiskmatvæla. Hér er því unnið með að viðhalda og lengja hráefnisgæðin með notkun á aðferðartækni. Okkar hlutverk er að bæði rannsóknartengd kunnátta og reynslutengd kunnátta matreiðslumeistara sé tengt saman þegar nýjar vörur og ferlar eru þróaðir. Rannsóknir hjá okkur ná yfir allt frá klassískri hitameðhöndlun og því að varðveita matvælin með sótthreinsun og gerilsneyðingu yfir í nýlegri ferla eins og sous-vide tæknina, hraðri hitameðhöndlun, pökkunartækni, örbylgjum og vinnslu með miklum þrýstingi,“ segir Morten Sivertsvik, rannsóknarstjóri í Stavanger. Rannsóknarferlið verður að söluvöru Tilraunaherbergi og rannsóknar- stofur sem stofnunin hefur yfir að ráða eru í kringum þúsund fermetrar að stærð og gefur örlitla sýn á hversu stór starfsemin er. Deildunum er skipt í fiskihöll, rannsóknarhöll, pökkunarhöll, hitameðhöndlun og rannsóknarstofur. „Samstarf okkar við matvælafyrirtækið Fjordland er skólabókardæmi í því hvernig rannsóknarhlutinn hjá okkur gefur raunhæfar niðurstöður á matvælum sem fara beint á markað. Fyrirtækið selur meðal annars tilbúna rétti sem urðu til eftir rannsóknir á sous-vide tækninni hérna hjá okkur þar sem maður sýður matinn í þar til gerðum vaccum-pokum,“ segir Morten og bætir við: „Við vildum iðnvæða sous-vide ferlið og taka það frá pottinum og yfir í stórframleiðslu. Eftir tveggja ára rannsóknir var byrjað að framleiða Fjordland-réttina og nú í dag, 17 árum eftir að þessu var komið á, eru nú 40 mismunandi tilbúnir réttir til sölu í verslunum frá fyrirtækinu og deild Nofima innan aðferðartækni hefur tekið þátt í þróun á mörgum þeirra. Það er engin spurning að við það að safna saman sterku faglegu fólki í eitt hús, eins og hús máltíðarinnar er, þá verður til sameiginlegt svæði þar sem tengslanet skapast, hugmyndir og vörur þróast og niðurstöðurnar verða að söluvöru. Með því er markmiði með starfseminni náð.“ /ehg Við No ma-matvælastofnunina í Noregi starfa um 400 manns á 5 starfsstöðvum víðs vegar um landið sem sérhæfa sig í rannsóknum á sviði matvæla.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.