Bændablaðið - 17.01.2019, Page 35

Bændablaðið - 17.01.2019, Page 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 2019 35 – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | | 20 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 7 0 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar BÆNDUR ATHUGIÐ Framleiðnisjóður landbúnaðarins kallar eftir umsóknum 2019 Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnesi Sími 430-4300 Framleiðnisjóður landbúnaðarins er leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf landbúnaðarins og kallar nú eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á bújörðum á vegum bænda (B flokkur). Forgangs njóta þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni, sem líkleg eru til að leiða af sér umtalsverða atvinnusköpun og þar sem stuðningur sjóðsins hefur verulega þýðingu. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is. Mikilvægt er að vanda til gerðar umsókna og gera grein fyrir öllum efnisatriðum sem farið er fram á í umsóknareyðublöð- unum. Sjóðurinn leggur ríka áherslu á að vanda skuli til gerðar fylgigagna umsókna, s.s. stofnkostnaðar- og rekstraráætlana. Umsóknafrestur er til 7. febrúar 2019 (póststimpill gildir). Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sjóðsins. Sími 430-4300 / netfang fl@fl.is. www.bbl.is Erfðafræðingum hefur tekist að klóna og rækta græðlinga úr stubbum elstu og stærstu rauðaviðartrjánum sem er að finna Oregon-ríki í Bandaríkjunum Norður- Ameríku. Samkvæmt frétt sem fréttaritari Bændablaðsins í San Francisco sendi fyrir skömmu hefur hópi p l ö n t u e r f ð a f r æ ð i n g a , garðyrkjumanna og skógfræðinga tekist að klóna og rækta græðlinga af stubbum rauðaviðartrjáa, Sequoia sempervirens, sem voru felld á síðustu og þarsíðustu öld. Trén fimm sem verið er að klóna og rækta voru sum hver um 3.000 ára gömul og rúmir 90 metrar að hæð og tíu metrar að þvermáli þegar þau voru felld. Trén sem búið er að klóna voru valin með tilliti til stærðar og aldurs þeirra. Skógarhöggsmenn fyrr á tímum völdu yfirleitt stærstu og fallegustu trén til að fella þar sem þeir fengu mest fyrir þau. Á sama tíma var oft og tíðum verið að fella trén með besta erfðaefnið og eftir stóðu lakari einstaklingar. Erfðaefnið sem notað var til að klóna trén fannst í lifandi vef í rótum trjánna og einstaka sinnum í lifandi rótarskotum eða greinum sem trén höfðu sent frá sér eftir að þau voru felld. Auk þess sem erfðaefni til klónunar var tekið úr rauðaviðartré sem kallast General Sherman og er eitt af allra stærstu trjám í heimi í dag. Búið er að gróðursetja 75 slíka græðlinga í Presidio þjóðgarðinum skammt frá San Francisco-borg þar sem þeir dafna vel. Eitt hundrað græðlingum hefur líka verið plantað í Cornwall á Bretlandseyjum í samvinnu við Eden-plöntugarðinn. Á næstu misserum stendur til að gróðursetja rauðaviðargræðlinga í að minnsta kosti níu öðrum löndum. Trén sem um ræðir geta vaxið um allt að þrjá metra á ári og binda gríðarlega mikinn koltvísýring úr andrúmsloftinu á líftíma sínum. /VH Undur erfðatækninnar: Klóna forna rauðaviði UTAN ÚR HEIMI Sagan segir að tréð á myndinni ha verið fellt árið 1890 vegna veðmáls sem var gert á fylliríi og snerist um það hvort hægt væri að koma 40 manns eða eiri fyrir á stofni þess.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.