Bændablaðið - 17.01.2019, Síða 41

Bændablaðið - 17.01.2019, Síða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 2019 41 Framtíðarhorfur í kúa- búskap, kvóti eða frjáls framleiðsla? Nú líður að kosningum, vilja kúabændur búa áfram við framleiðslustýringu á mjólk eða fella kvótann niður eins og gert var í Evrópusambandinu? Þessar kosningar eru fyrsta skrefið í endurskoðun núgildandi búvörusaminga, en líklegt má telja að þeir hafi verið samþykktir vegna loforðs um atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfisins. Hver er framtíðarsýn mjólkurframleiðenda? Undanfarin ár hafa markast af sveiflum í mjólkurframleiðslunni. Íslenskir kúabændur og íslensku mjólkurkýrnar hafa sýnt fram á að hægt er að framleiða hér miklu meiri mjólk en það sem íslenskir neytendur og erlendir ferðamenn geta torgað. Afurðir úr umframmjólk hafa því verið fluttar út en því miður hefur umframmjólkin verið keypt of háu verði af bændum. Því hriktir í afkomu afurðastöðva, verðlagið hefur einnig vakið upp of miklar v æ n t i n g a r hjá einstaka bændum sem hafa farið út í dýrar fjárfestingar. Að okkar m a t i e r stjórnun framleiðslunnar með kvótakerfi nauðsynleg svo ætíð sé tryggð hæfileg framleiðsla fyrir innanlandsmarkað. Umframleiðslu á aðeins að kaupa á því verði sem erlendir markaðir eru reiðubúnir að greiða hverju sinni. Hvernig stjórnunin á að vera og hvernig færa má framleiðsluheimildir milli búa er verkefni sem verður að útfæra í takt við þarfir hvers tíma. Framleiðsla án stýringar hefur reynst íslenskum bændum illa. Kartöflubændur hafa td. lengi mátt þola miklar afkomusveiflur, flestir sjá hvaða áhrif aftenging framleiðslustýringarinnar hefur haft á sauðfjárframleiðsluna. Rétt er líka að líta til þróunarinnar í Evrópu eftir að kvótinn var felldur niður. Afkoma kúabænda versnaði mjög og margir hafa lagt upp laupana. „Við sterkustu og stærstu lifum“ sagði danskur stórbóndi vinur okkar, hann var sannspár þar eins og oft áður. Niðurfelling kvótans hefur einnig haft mikil áhrif á afurðastöðvar í Evrópu og þar með afkomu bænda. Dæmi eru um að afurðastöðvar hafi sagt upp innleggjendum sínum, við höfum séð svipað hér hjá sláturhúsum. Svínabændur hafa iðulega liðið fyrir þetta, kúabændur þekkja mikla bið eftir slátrun og sl. haust neituðu einstaka sláturhús að taka við nýjum sauðfjárinnleggjendum. A u k i n n innflutningur á mjólkurafurðum eykur enn á þrýstinginn um samstöðu bænda um nákvæma s t j ó r n u n framleiðslunnar. Mikil hagræðing hefur orðið hjá afurða- s t ö ð v u n u m , brýnt er að þar verði haldið áfram góðu þróunars ta r f i og framleiðslu f j ö l b r e y t t r a afurða sem neytendur vilja og velja. O k k a r framtíðarsýn er að hag okkar sé best borgið með kvótastýringu mjólkurframleiðslunnar. Við hvetjum bændur til að hugsa til framtíðar og samstöðu, þannig getum við tekist á við komandi áskoranir. Sveinn Ingvarsson bóndi og fv. varaformaður BÍ, Katrín Andrésdóttir fv. héraðsdýralæknir, Ingvar Hersir Sveinsson og Melissa Boehme verðandi kúabændur í Reykjahlíð á Skeiðum Ö ll erum við sammála umað hlutverk kúabænda sé að sjá neytendum fyrir úrvals mjólkurafurðum sem framleiddar eru í sátt við umhverfið og velferðar dýranna sé gætt í hvívetna. Sömuleiðis verður afkoma bænda að vera þannig tryggð að hægt sé að skipuleggja reksturinn til lengri tíma og eðlileg endurnýjun geti orðið í stéttinni. Tímarit Bændablaðsins 2019 Tryggðu þér auglýsingapláss í tíma Þann 8. mars 2019 kemur út Tímarit Bændablaðsins. Tímaritið tekur á helstu málefnum landbúnaðarins og eru efnistökin fjölbreytt. Það verður prentað í 8.000 eintökum og dreift til allra áskrifenda, á öll lögbýli landsins og í fyrirtæki sem tengjast landbúnaðinum. Lengd ritsins er yfir 100 síður og það er prentað á glanstímaritapappír í stærðinni A4. Þetta er kjörinn vettvangur til að koma starfsemi og nýjungum á framfæri. Tímaritið liggur á borðum landsmanna svo mánuðum skiptir og því má segja að auglýsingar í slíkum blöðum séu langlíf. Við bjóðum upp á hefðbundnar auglýsingar í ritinu en í seinni hluta þess er pláss fyrir kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn. Verðskrá auglýsinga : Heilsíða: 160.000 kr. án vsk. Hálfsíða: 95.000 kr. án vsk. Opna: 230.000 kr. án vsk. Baksíða: 250.000 kr. án vsk. Lógó/styrktarlína: 25.000 kr. án vsk Verðskrá kynninga: - Vinsamlegast pantið fyrir 1. febrúar Heilsíða: 130.000 kr. án vsk. Hálfsíða: 85.000 kr. án vsk. Opna: 210.000 kr. án vsk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563-0303 og gegnum netfangið ghp@bondi.is Hægt er að skoða fyrri Tímarit Bændablaðsins á bbl.is - LESENDABÁS ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4980 www.yamaha.is YAMAHA VENTURE MULTI PURPOSE PZ50 Yamaha Venture Multi Purpose er einn áreiðanlegasti og fjölhæfasti vélsleði sem er í boði í dag, hvort heldur sem vinnutæki eða til ferðalaga. • Hagkvæmur í rekstri og viðhaldi • 500cc fjórgengismótor • Tveggja manna, rúmgott farþegasæti með góðu baki • Hiti í handföngum • Bakkgír • Rúmgóð farangursgrind TILBOÐSVERÐ: KR. 1.990.000,- Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði og öll lögbýli á Íslandi Þorraþræll Líflands 2019 Lífland hefur síðustu ár staðið fyrir fræðslufundum fyrir bændur. Hefur fyrirtækið fengið til liðs við sig sérfræðinga frá sínum helstu fóðurráðgjöfum hjá Trouw Nutrition í Hollandi. Hollensku sérfræðingarnir hafa staðið að öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi í fóðurfræði nautgripa um allan heim og hefur fyrirtækið verið einn helsti ráðgjafi og bakhjarl Líflands er varðar fóðrun á Íslandi í meira en áratug. Stein- og snefilefnaskortur er algengt vandamál í íslenskum landbúnaði. Því er mikilvægt fyrir búfjáreigendur að hyggja vel að bætiefnagjöf sem samræmist best því gróf- og kjarnfóðri sem gefið er hverju sinni. Lífland býður upp á fjölbreytt úrval bætiefna og fóðurtengdra hjálparefna fyrir búfénað, meðal annars við kálfaskitu, selenskorti, doða, súrdoða og öðrum þekktum kvillum. Að þessu sinni munu fræðslufundirnir vera með áherslu á mikilvægi stein-, snefil- og bætiefna fyrir mjólkurkýr, kálfa og naut. Þá verður einnig, í stuttu máli, farið yfir það vöruúrval sem er í boði í dag, notkun og sérstöðu þeirra. Gestir Þorraþræls verða leystir út með veglegum bætiefnapakka að lokinni fræðslu auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar á fræðslufundinum. Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum 28.–31. janúar 2019: Mánudagur 28. janúar • 20.30 Verslun Líflands á Hvolsvelli Þriðjudagur 29. janúar • 11.30 Hótel Flúðum • 20.30 Verslun Líflands í Borgarnesi Miðvikudagur 30. janúar • 20.30 Verslun Líflands á Blönduósi Fimmtudagur 31. janúar • 11.30 Hótel Varmahlíð • 20.30 Verslun Líflands á Akureyri LÍF & STARF

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.