Bændablaðið - 17.01.2019, Page 48

Bændablaðið - 17.01.2019, Page 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 201948 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Hjónin Gylfi Sigríðarson og Hrönn Jónsdóttir búa í Háholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Gylfi er frá Steinsholti í Gnúpverja- hreppi og Hrönn frá Lundi í Lundarreykjadal. Þau kaupa fé sitt og leigja jörðina haustið 2017 en eigandi jarðarinnar er Margrét Steinþórsdóttir og býr hún einnig á bænum. Býli: Háholt. Staðsett í sveit: Skeiða- og Gnúpvejahreppi. Ábúendur: Gylfi Sigríðarson, Hrönn Jónsdóttir og Þórður Gylfason, tveggja mánaða. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Auk okkar þriggja eru tveir hundar, þeir Pjakkur og Lubbi, sem og gamli fjárhúskötturinn sem sér um meindýravarnir. Stærð jarðar? 160 hektarar. Gerð bús? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 400 fjár. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það fer allt eftir árstíma. Gylfi vinnur við smíðar á veturna og landbúnaðarverktöku á sumrin. Hrönn vinnur sem verslunarstjóri hjá Fóðurblöndunni á Selfossi og Hellu en er sem stendur í fæðingarorlofi. Þegar við erum bæði að vinna úti fá þá er það oftar þannig að Hrönn gefur í fjárhúsinu fyrir vinnu og Gylfi eftir vinnu og svo förum við saman í stóru verkefnin um helgar. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast finnst okkur sauðburður og smalamennskur. Leiðinlegast er eiginlega þegar mann langar að gera alls konar smáverk í fjárhúsunum en hefur ekki tíma og gjafir og allt er gert á hlaupum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við höfum leigusamning í fjögur ár til viðbótar og sjáum búskapinn með sama sniði þann tíma. Markmið okkar er svo að halda áfram búskap hvar svo sem það verður. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höfum eiginlega bæði ýmsar skoðanir á þeim og á sama tíma ekki skoðun, nema bara þá að félagsmál eru skemmtileg. Það er öllum hollt að taka þátt og mikilvægt bæði einstaklingnum og heildinni að sem flestir taki þátt í félagsstörfum bænda og láti sig málin varða. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við teljum að íslenskur landbúnaður muni halda áfram að þróast og vera öflugur. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum að stærstu tækifærin liggi í hreinleika afurðanna okkar og strangra reglugerða um aðbúnað. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, mjólk og bjór. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Vinsælast hjá okkur hjónum er eiginlega að þrátta um það hvað er gott og hvernig er best að elda það ... en eitt erum við sammála um: grillað lambakjöt. Svo það er alltaf öruggt val. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Sennilega er ekki neitt eitt atvik sem stendur upp úr en við erum búin að fara í gegnum „einn sauðburð“ og það í svakalegri rigninga- og kuldatíð sem gerði allt dálítið erfitt. En samt var það mjög skemmtilegur tími og stendur eiginlega upp úr þessu ári í búskap. Smjörhjúpað naut og girnilegt eggaldin Fyrir stuttu horfði ég á myndband þar sem matreiðslumaður sagðist búinn að finna bestu aðferð fyrir meyrnun eða þurrverkun á nautakjöti (dryage), sem er að hjúpa vöðvann með smjöri og láta hann meyrna þannig í kæli í 60 daga. Stundum er notað lard (svínafeiti) við verkun á kjöti, til dæmis á Parmaskinku, og er líka ódýrara hráefni en smjörið. Reyndar er lard blanda af hakkaðri fitu af svíni, með viðbót af salti og pipar, stundum einnig hrísgrjónamjöli. Rósmarín extract er líka hægt að nota sem gott náttúrulegt rotvarnarefni. Rósmarínþykkni er gert með eimingu á rósmarínlaufum og er öflugt rotvarnarefni sem virkar sem skjöldur fyrir kjötið þannig að það eldist hægar og rotnar síður. Í mannkynssögunni hefur baráttan um geymslu á matvælum, varðveislu og bragðbætingu leitt af sér ýmsar kryddblöndur og efni til að kjöt og matvæli geti geymst lengur. Svartur pipar er hugsanlega fyrsta hráefnið sem var reglulega notað bæði sem krydd og rotvarnarefni. Salt er líka skilvirkt rotvarnarefni – vegna eiginleikans að taka vökva úr matvælum – en er líka örverueyðandi eins og piparinn. Ég mæli með að fólk geri tilraunir með að láta kjöt meyrna við bestu aðstæður og er betra að nota ferskt kjöt frekar en frosið, vegna vökvatapsins sem verður við þíðingu. Svo er tilvalið að elda kjötið eftir smekk hvers – og með uppáhalds meðlætinu. Bakað eggaldin með eggi og tómat Hér eru svo uppskriftir til að auka við grænmetisátið eftir hátíðarnar. › Ólífuolía fyrir steikingu › 2 stór eggaldin, sneidd › ½ rauðlaukur, sneiddur › 1 rif hvítlaukur, fínt saxaður › 8 stórir tómatar saxaðir › 125 ml tómatsafi eða tómatpassata › ½ tsk. salt › ½ msk. svartur pipar › ½ tsk. broddkúmen (valfrjálst) › 6 stór egg › 100 g fetaostur › Pítubrauð › Kryddjurtir að eigin vali, til dæmis steinselja og minta Aðferð Forhitið ofninn í 220 gráður. Hitið eina matskeið af olíu í pönnu. Steikið eggaldinsneiðar í 3–4 mínútur á hvorri hlið eða þangað til þær eru fallega brúnar og mjúkar – og steikið í skömmtum ef þær komast ekki allar í einu. Bætið við meiri olíu á pönnuna ef þess þarf. Færið sneiðarnar á disk. Hitið tvær matskeiðar af olíu í miðlungsstórri pönnu og mýkið laukinn í olíunni. Hrærið hvítlauk saman við og eldið í aðra mínútu til viðbótar. Bætið tómötum við ásamt tómatsafanum og eldið í um átta mínútur þar til tómatarnir hafa brotnað niður og sósan þykknað aðeins. Kryddið með salti, svörtum pipar og broddkúmeni. Setjið lag af eggaldinsneiðum yfir botninn á stóru fati, setjið helming tómatsósunnar yfir. Endurtakið með önnur tvö lög. Gerið holu í sósuna með bakinu á stórri skeið og brjótið egg þar ofan í. Gerið það sama allt um fatið þar til öll eggin eru komin í sína holu og stráið fetaosti yfir. Bakið í ofninum í fimm mínútur. Skreytið með steinselju og mintu og framreiðið með pítubrauði. Hummus › 2 dósir soðnar kjúklingabaunir (500 g) › 75 ml ferskur sítrónusafi › 1–2 rif hvítlaukur › 150 g tahini (sesampaste) Aðferð Unnið saman þar til það er rjómakennt (þarf stundum auka vatn eða kjúklingasoð). Kryddið með ögn af broddkúmeni eftir smekk, salti og pipar og bragðbætið með sítrónusafa, hvítlauk og tahini. Svo er hægt að krydda á ýmsan hátt; með jalapeno-chili, karrí, turmerik eða nota bakað eggaldin – sem er ein frægasta uppskriftin og heitir þá baba ganoush. Þá er steiktu eggaldini blandað við tahini þar til blandan er orðin þykk. Þá er hún bragðbætt með sítrónusafa, hvítlauk, saxaðri steinselju og salti. Borið fram með flatbrauði, fersku grænmeti og ólífuolíu. Bjarni Gunnar Kristinsson Matreiðslumeistari Háholt

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.