Bændablaðið - 17.01.2019, Side 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. janúar 2019 49
Stærð: S/M – M/L
Höfuðmál: 54/56 – 56/58 cm
Breidd: ca 11-13 cm.
Garn: Drops Cotton Merino, fæst í Handverkskúnst
100-100 g litur 11, skógargrænn
Heklunál: 4 mm
Heklfesta: 18 hálfir stuðlar og 14,5 umferðir = 10
x 10 cm.
Stutt útskýring á stykki:
- Stykkið er heklað fram og til baka í vinkil.
- Hver umferð með hálfum stuðlum byrja með 2
loftlykkjum (koma EKKI í stað fyrsta hálfa stuðul).t
Uppskriftin:
Heklið 26-32 loftlykkjur (meðtaldar 2 loftlykkjur til
að snúa við með) með heklunál 4.
Heklið 1 hálfan stuðul í 3. loftlykkju frá heklunálinni
(= 1 hálfur stuðull) – sjá stutta útskýringu að ofan,
heklið 1 hálfan stuðul í hverja og eina af næstu 11-14
lykkjum, heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 hálfan stuðul í
hverja og eina af næstu 12-15 loftlykkjum = 24-30
hálfir stuðlar.
Heklið A.1 yfir fyrstu 5 hálfa stuðlana, A.2 yfir
næstu 6-9 hálfa stuðla, A.3 yfir næsta hálfa stuðul
+ loftlykkjuboga + hálfan stuðul, A.2 yfir næstu
6-9 hálfan stuðul og endið með A.4 yfir síðustu 5
hálfa stuðla.
Haldið svona áfram með mynstur. Fækkið um 1 lykkju
í hverri umferð í A.1 og A.4 og aukið út um 1 lykkju
hvoru megin við loftlykkjuboga í A.3 (= 2 lykkjur fleiri
í hverri umferð í A.3), þ.e.a.s. lykkjufjöldinn verður sá
sami. Athugið heklfestuna.
Þegar stykkið mælist 49-51 cm þar sem það er lengst,
klippið frá og festið enda. Saumið eyrnabandið
saman í ystu lykkjubogana á hvorri hlið.
Mynstur:
= hálfur stuðull í lykkju
= heklið 2 hálfa stuðla saman þannig: * Bregðið
bandi um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum
næstu lykkju, sækið bandið *, heklið frá *-* einu
sinni til viðbótar, bregðið bandinu um heklunálina
og dragið bandið í gegnum allar 5 lykkjurnar á
heklunálinni (= 1 hálfur stuðull færri).
= hstuðull í aftari lykkjubogann frá réttu
= heklið 2 hálfa stuðla saman í aftari
lykkjubogann
= hálfur stuðull um loftlykkjuboga
= 3 loftlykkjur
= fyrsta umferð hefur nú þegar verið hekluð,
þetta sýnir bara hvernig hekla á næstu umferð í/
um lykkjurnar
Fura – heklað eyrnaband
HANNYRÐAHORNIÐ
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
5 9 2 8 6
3 1 4 9
2 1 7 4
8 7 3
7 6 4 5
5 6 8
9 1 8 2
1 6 3 5
4 2 5 3 7
Þyngst
9 4 7 1
7 9
1 2 8 4
1 3 7
5 6 4 8
7 9 4
7 8 9 5
6 3
2 7 5 6
1
5 9 7
4 6
4 3
8 2 5
1 9
7 9
3 8 6
4
6 9 8
2 4 3
8
5 9
7 3 4 1 2
8 6
4
2 3 7
9 1 5
Ætlar að verða sauðfjárbóndi
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Stella Björk Harðardóttir býr á
Efri-Ey 1 í Skaftárhreppi og ætlar
að verða sauðfjárbóndi. Henni
finnst gaman að spila fótbolta.
Nafn: Stella Björk Harðardóttir.
Aldur: 12 ára.
Stjörnumerki: Bogamaður.
Búseta: Efri -Ey 1 í Skaftárhreppi.
Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Hundar og kettir.
Uppáhaldsmatur: Lambakjöt.
Uppáhaldshljómsveit: Ég veit það
ekki.
Uppáhaldskvikmynd: The Fast and
the Furious-myndirnar.
Fyrsta minning þín? Leika með
Sigga og Lárusi í leikskólanum.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Ég æfi fótbolta.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Sauðfjárbóndi.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Ég veit það ekki.
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt
á nýju ári? Spila fótbolta, sigla kajak
og vera með fjölskyldunni.
Næst » Ég skora á Lárus Guðbrands-
son vin minn að svara næst.
Bonito ehf. • Praxis • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími 568 2870
www.praxis.is •
Fatnaður og skór
fyrir fagfólkið
Gæða bómullarbolir fyrir dömur
og herra, stutterma og síðerma,
í mörgum fallegum litum.
...Þegar þú vilt þægindi
Erum með fatnað og skó
fyrir þá sem gera kröfur
Mikið úrval
af klossum
Mikið úrval af fatnaði sem þolir hátt
hitastig í þvotti, ótrúlega góð efni.
Kíkið á
praxis.is