Bændablaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 20196 Við erum svo heppin flest að hafa gott aðgengi að mat og geta valið fjölbreytta fæðu – eða hvað? Eiga allir gott aðgengi að mat og getum við í raun og veru valið hvað við viljum borða? Þurfum við ekki að vera duglegri að tala um mat og hvernig við viljum sjá matvælaframleiðslu og matvælaneyslu þróast á Íslandi? Í kjölfarið á þessari umræðu gæti fylgt aukin vitundarvakning hjá okkur öllum sem leiðir af sér fjölbreyttari framleiðslu matvæla í Íslandi með betri merkingum og meira úrvali. Við hljótum öll að stefna í átt að sjálfbærari matvælaframleiðslu og ábyrgari neyslu en til þess verðum við að taka afstöðu til hvernig matarlandslag við ætlum okkur að búa við. Aukinn innflutningur á mat til landsins vekur marga til umhugsunar. Nýjar fæðutegundir, sem ekki eru framleiddar hérlendis, skjóta upp kollinum og baráttan um hilluplássið í verslununum er býsna hörð. Stundum er því fleygt að innkaupastjórar stærstu matvælakeðjanna séu þeir sem ráði mestu um það sem við borðum. Það skiptir miklu máli hvar vörum er stillt fram í verslunum og hversu mikið þær eru auglýstar. Neytandinn tekur þó alltaf lokaákvörðun um kaupin en valið takmarkast auðvitað við það sem er í boði hverju sinni. Opinberir aðilar geta slegið tóninn Innkaupastefna hins opinbera, þeirra sem fjármagnaðir eru með sköttum almennings, getur skipt sköpum og haft áhrif á það sem framleitt er af mat hér heima. Hér er m.a. átt við skólastofnanir, spítala og aðra stóra vinnustaði. Sveitarfélögin eru nú þegar byrjuð að setja fram stefnu hvað varðar matarinnkaup og mötuneyti og er það vel. Matarstefna Reykjavíkurborgar var mjög í umræðunni núna nýverið. Þar hlaut mesta umfjöllun frétt um minnkun kjötneyslu í mötuneytum grunnskóla Reykjavíkur þar sem vægi grænmetisfæðis skyldi aukið. Þar var margt sem vakti athygli, m.a. það hvernig við tölum um mat og út frá hvaða sjónarhornum við horfum á gæði matvörunnar. Öll höfum við skoðanir á mat, gæðum hans og gildi. Í umræðunni, sem einkenndist helst af því hvers konar mataræði væri hentugt til að sporna við hamfarahlýnun, urðu börnin að einhverju leyti út undan. Minna var rætt um hvað væri á boðstólum í dag og hverjar þarfir barnanna væru. Sumir foreldrar eru í mötuneytum í sinni vinnu og því er kvöldverðurinn oft léttur. Í því ljósi skiptir verulegu máli hvað það er sem börnin fá að borða í skólanum. Eins hefur efnahagur foreldra haft sitt að segja um fæðuframboð á heimilum og þá er gott að vita af kjarngóðum og hollum skólamat. Góður, hollur og næringarríkur matur fyrir alla Í umræðunni um skólamatinn á dögunum var minnst á mikilvægi þess að vita hvaðan maturinn kemur. Samt fór lítið fyrir samanburði á kolefnispori innlendrar búfjárframleiðslu og kolefnisspori innfluttrar fæðu. Að mörgu leyti er matvælastefna borgarinnar metnaðarfull en í henni er m.a. fjallað um það að matur sé eldaður á staðnum og úr heilnæmu hráefni sem kemur sem stysta vegalengd frá framleiðslustað. Þar er jafnframt talað um aðgengi að hollum mat sem uppfyllir næringarviðmið og sé í senn góður og heilnæmur. Þarna erum við alveg að tala saman, þetta hljómar eins og eitthvað sem við öll viljum. Að eiga aðgengi að góðum, hollum og næringarríkum mat fyrir alla. Merkingar á matvælum eru stórt hagsmunamál Samráðshópur um betri merkingar matvæla er að störfum á vegum atvinnuvegaráðuneytisins en hlutverk hans er að finna leiðir til að bæta merkingar á matvælum þannig að hægt sé að sjá upplýsingar um uppruna vöru, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif svo dæmi séu tekin. Þetta er mjög mikilvægt því að sjálfsögðu eigum við öll rétt á því að geta séð á einfaldan og öruggan hátt hvaðan varan sem við erum að versla kemur og við hvaða aðstæður hún er framleidd. Upplýsingar um lyfjanotkun og umhverfisáhrif eru síðan eitthvað sem neytandinn hefur val um hvort hafi áhrif á það hvaða vöru hann velur. Sambærilegar upplýsingar eiga að vera til staðar þegar við borðum matvöru framreidda í veitingahúsum eða mötuneytum. Við eigum alls staðar rétt á því að vera upplýst og geta tekið meðvitaðar ákvarðanir. Við getum framleitt meiri mat Við höfum tækifæri til að framleiða meiri og fjölbreyttari matvöru á Íslandi en nú er gert. Mikil þekking og reynsla er t.d. fyrir hendi í ylrækt á Íslandi. Hreint vatn og orkuauðlindir gera það að verkum að þrátt fyrir langa og kalda vetur höfum við möguleika á að rækta mun meira grænmeti hér en nú er gert. Til þess að það sé gerlegt þarf þó að gera umhverfið þannig að það sé framkvæmanlegt. Lífræn ræktun er til þess að gera lítil og þar eru sannarlega sóknarfæri í öllum greinum. Við eigum fjöldamörg tækifæri til að efla og auka framleiðslu á heilnæmri, hollri og góðri íslenskri matvöru. Ef allir leggjast á eitt, framleiðendur, neytendur og þeir sem marka matvælastefnu þjóðarinnar, eru okkur allir vegir færir. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 5.450 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Fyrsti maðurinn sem talinn er hafa búið til plast var Alexander Parkes sem kynnti þá uppfinningu sína á Alþjóðasýningunni miklu í London árið 1862. Kallaði hann efnið arkesin sem var í grunninn lífrænt efni sem búið var til úr sellulósa. Það var hægt að móta með hita, en hélt síðan lögun sinni þegar það var kælt. Með tilkomu þessa sellulósa upphófst mikil bylting og í kringum hann spratt upp alls konar iðnaður. Fram kom nítrósellulósi sem hægt var að nota í örþunnar filmur fyrir ljósmyndun í stað níðþungra glerplatna. Úr þessu voru líka búnar til billjardkúlur og upp úr árinu 1900 komu fram kvikmyndafilmur úr kamfór og nítróselullósa og margt fleira. Nítrósellulósinn hafði þó þann ókost að vera afskaplega eldfimur. Ótölulegur fjöldi kvikmyndahúsa brann til ösku og fjölmörg slys urðu á billjardstofum þegar kúlurnar sprungu. Upp úr frumgerðinni á plasti spruttu líka ótal uppfinningar og plastið varð æ betra og fjölbreyttara og efnafræðilega flóknara og fjær sínum lífræna uppruna. Fyrsta eiginlega plastefnið sem sagt er hafa leitt til þeirrar byltingar sem við þekkjum í dag var uppfinning Leo Hnedrik Baekeland sem kynnt var 1909 og kallaði hann það einfaldlega Bakelite. Það var það sem nefnt er Phenol-Formaldehyde plast. Eftir þetta fór plastboltinn að rúlla hraðar og hraðar og olli straumhvörfum í heilbrigðisþjónustu, heimilishaldi og öllum mögulegum iðnaði. Það er samt ekki fyrr en á allra síðustu árum sem heimsbyggðin hefur verið að vakna af sínum sæludraumi um plastið. Efnið sem skapað hefur mörgum mikil þægindi og hefur leitt til mikillar velmegunar víða um lönd er allt í einu orðið að martröð sem felur í sér dauða í lífríkinu hvert sem litið er. Enginn staður á jarðríki er nú lengur óhultur fyrir mengun af plasti og plastögnum. Fuglar, spendýr og fleiri lífverur gætu sumar hverjar verið að horfa fram á útrýmingu verði ekkert að gert. Þetta er ekki einhver kaldhæðin heimsendaspá, heldur fúlasta alvara. Lífríki jarðar á það nú undir þeim sem leiða þjóðir heims, að brugðist verði við vandanum. Það þarf að setja stóraukinn kraft í hreinsun heimshafanna sem litið hefur verið á sem óseðjandi sorpkvarnir. Það er t.d. hægt að umbreyta öllu plastruslinu í orku. Við þurfum þó ekki að bíða eftir að leiðtogum heimsins detti í hug að fara að stefna heimsskútunni í rétta átt. Við getum nefnilega hvert og eitt okkar lagt helling til þessara mála. Þegar kemur að íslenskum landbúnaði eru áskoranirnar og tækifærin gríðarleg. Hugsa þarf upp á nýtt alla þá plastnotkun sem þar viðgengst. Úrvinnslufyrirtæki í matvælavinnslu geta líka lagt þar þung lóð á vogarskálarnar. Strax þarf að hefjast handa við að setja fjármuni í að virkja hugvit sem leysir af notkun á plastumbúðum utan um jógúrt, skyr, smjör í ýmsu formi, kjötvörur, drykkjarföng, grænmeti og hvað eina sem framleitt er í landbúnaði. Í mjög mörgum tilfellum eru lausnirnar þegar fyrir hendi, meðal annars með notkun á pappa, pappír, hampi og fleiri lífrænum efnum þar sem landbúnaðurinn getur auk þess framleitt öll nauðsynlegt hráefni. Gagnsætt lífrænt umbúðaefni úr þörungum hefur þegar litið dagsins ljós sem meira að segja er hægt að borða. Það er ekki spurning um hvort lausnirnar kunni að vera aðeins dýrari en plastið, við höfum einfaldlega ekkert val lengur. Þeir sem verða fyrstir til að stökkva á þennan vagn munu án efa uppskera mikla velvild. Slík vegferð felur líka í sér ávinning fyrir alla jarðarbúa. /HKr. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Guðrún S. Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands gst@bondi.is Þjóðvegur 66. Horft af Kambi á Kollafjarðarheiði niður í Geitadal til vinstri og Laugabólsdal fyrir miðju og Laugabólsá sem stundum hefur líka verið nefnd Múlaá. Hún fellur til sjávar í Ísafirði sem er innsti fjörðurinn í Ísafjarðardjúpi. Þessi leið þótti álitleg af Vegagerðinni sem vegtenging úr Ísafjarðardjúpi yfir í Kollafjörð í Austur-Barðastrandasýslu og þaðan áfram inn á megin vegakerfi landsins. Pólitísk ákvörðun réð því hins vegar að ráðist var í gerð vegar yfir Steingrímsfjarðarheiði með tengingu við Strandir og Hólmavík. Mynd / Hörður Kristjánsson Ávinningur allra Tölum um mat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.