Bændablaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 201930 Sunnudagurinn 15. september verður stór dagur í Skógasafni undir Eyjafjöllum en þann dag frá 15.00 til 18.00 verður haldið upp á 70 ára afmæli safnsins, auk Skógaskóla. Hátíðin byrjar í Skógaskóla og síðan verður ný sýning opnuð um sögu þessara stofnana í safninu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað frá því að Skógasafn var fyrst opnað almenningi. Safnið er nú eitt það stærsta á landinu og telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Safnið hefur notið mikilla vinsælda og árlega skiptir gestafjöldi safnsins tugum þúsunda. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun setja hátíðina klukkan 15.00. Þá verða nokkur ávörp flutt og sönghópurinn Öðlingar úr Rangárvallasýslu mun syngja nokkur lög. Kaffiveitingar verða í Skógakaffi og Fornbílaklúbbur Íslands verður með fornbíla til sýnis. Allir eru velkomnir í afmælið. /MHH LÍF&STARF Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 21. sept. kl. 16.00 Árhólarétt í Unadal, Skag. föstudaginn 27. sept. Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 27. sept. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudaginn 15. sept. kl. 16.00 Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 28. sept. Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 5. okt. kl. 13.00 Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardaginn 7. sept. kl. 9.00 Selnesrétt á Skaga, Skag. laugardaginn 14. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 14. sept. Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudaginn 15. sept. kl. 11.00 Staðarrétt í Skagafirði. laugardaginn 14. sept. Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 5. okt. Unadalsrétt í Unadal við Hofsós, Skag. föstudaginn 27. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardaginn 21. sept. kl. 9.00 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 5. okt. kl. 11.00 Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 5. okt. kl. 10.00 Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardaginn 28. sept. kl. 12.30 Stóðréttir haustið 2019 Mikill áhugi er fyrir stóðréttum ekki síður en fjárréttum. Hér er listi yfir þær stóðréttir sem upplýsingar lágu fyrir um þegar blaðið fór í prentun. Listi yfir fjárréttir er á blaðsíðum 28 og 29 ásamt korti sem sýnir staðsetningu réttanna. Fyrirvari er gerður á að einhverjar villur kunni að hafa slæðst inn og verður þá reynt að bæta úr því í næsta blaði eftir því sem kostur er. Sömuleiðis eru ábendingar vel þegnar ef einhverjar réttir hafa orðið útundan í upptalningu blaðsins. /TB Mynd / bbl STÓÐRÉTTIR Haldið verður upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Héraðsskólans á Skógum sunnudaginn 15. september frá kl. 15.00 til 18.00. Mynd / Andri Guðmundsson Haldið upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Skógaskóla Á safninu á Skógum kennir margra grasa. Mynd / HKr. Vegagerð hefur sinn sess á safninu. Mynd / HKr. √ Félagskonur í Kvenfélaginu Nönnu héldu upp á afmæli Lystigarðsins og afhjúpuðu í leiðinni fræðsluskilti sem þær gáfu garðinum sem og líka bekk til heiðurs Eyþóri Þórðarsyni, skipuleggjanda garðsins. Lystigarðurinn í Neskaupstað 85 ára: Kvenfélagskonur gáfu skilti og bekk Lystigarðurinn í Neskaupstað átti á dögunum 85 ára afmæli og í tilefni þess héldu félagskonur í Kvenfélagi Nönnu upp á afmælið og afhjúpuðu í leiðinni fræðsluskilti sem þær létu útbúa og gáfu garðinum bekk til heiðurs Eyþóri Þórðarsyni, skipuleggjanda garðsins. Garðurinn er merkilegur fyrir margra hluta sakir en einna helst þá staðreynd að hann var gerður á þeim tíma sem almennt var lítið um slíka yndisreiti. Kvenfélagið Nanna á allan heiðurinn af tilurð þessa garðs og allt til dagsins í dag hefur félagið verndað garðinn og viðhaldið honum. Lystigarðar gegna mörgum hlutverkum fyrir samfélagið, þeir eru ekki einungis til prýðis heldur eru þeir mikilvægir samverustaðir, dvalarstaðir til íhugunar, upplifunar, skemmtunar, andlegrar og líkamlegrar heilsu svo eitthvað sé nefnt. Lystigarðurinn í Neskaupstað á ekki bara merkilega sögu heldur er hann líka einstakur hvað varðar stíl og gerð enda byggður í miklum halla og til þess að fá sléttar flatir var hlaðið undir hverja flöt fyrir sig, alls fimm flatir. Síldarvinnslan í Neskaupstað styrkti kvenfélagið vegna skiltagerðarinnar og einnig við kaup á bekknum. Fjarðabyggð kom að uppsetningu skiltanna og faglegri ráðgjöf. En félagskonur í Kvenfélagi Nönnu eiga heiðurinn af þessu skemmtilega framtaki, segir í frétt á vefsíðu Fjarðabyggðar. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.