Bændablaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 201954 Upplýsingar í síma 694-3700 / gk@velafl.is 694-3800 / hh@velafl .is www.velafl.is Hyundai R260LC-9A Árg. 2014, 5.800 vst. Smurkerfi, fleyglagnir og tennt skófla. Verð: 9.000.000 + vsk. Dieci Zeus 37,7 Árg. 2018, 200 vst. Hraðtengi, gafflar og skófla. Verð: 7.900.000 + vsk. Hyundai R60CR Árg 2018, 600 tímar HKS tilt og 4 skóflur Verð 7,800,000 + vsk Hyundai R160LCD-7 Árg 2004, 10,000 tímar Smurkerfi, Powertilt og 2 skóflur Góður undirvagn Verð 4,500,000 + vsk Hyundai R55W-9 Árg. 2012, 6.100 vst. Smurkerfi, fleyglagnir og hraðtengi. Verð: 2.900.000 + vsk. Caterpillar D4H LGP Árg. 1990, 13.400 vst. Mótor keyrður 4.000 tíma. Nýlegur undirvagn. Verð: 4.900.000 + vsk. MAN 26-430 6x2 Árg. 2006, ekinn 527.000 km. Vökvakerfi fyrir vagn og góð dekk. Verð: 2.200.000 + vsk. Skógarhlíð 10, Reykjavík www.bilasalaislands.is Sími 510 4900 Síðan 1995 Toyota Land Cruiser 150 GX Traustur jeppi með góða þjónustusögu. Árgerð 5/2010, dísel, 173 hö, slagrými 2.982 cc, sjálfskiptur, ekinn 261.000 km. Túrbína, hraðastillir, álfelgur, tauáklæði, dráttarkrókur, þakbogar, þjónustubók o.m.fl . Verð: 3.590.000 kr. Fleiri myndir á bilasalaislands.is Rnr. 221843. Til sölu gæðingur Rúllugreip fyrir tvær rúllur. Glussaopnun. Verð kr. 330.000 m/vsk. (kr. 206.000 án vsk.) H. Hauksson ehf. S. 588-1130. Rafstöðvar með orginal Honda- vélum og Yanmar dísil á lager. Stöðvarnar eru frá Elcos Srl. á Ítalíu, www.elcos.net. Eigum einnig hljóðlátar stöðvar fyrir ferðavagna. Við bjóðum upp á allar gerðir af rafstöðvum. Mjög hagstætt verð. Hákonarson ehf. www.hak.is - s. 892-4163, netfang: hak@hak.is Til sölu Plast í f járhúsgólf og stíur. Bása- og drenmottur, útileik- tæki, gúmmí hellur og gervigras. Heildar lausnir á leiksvæðum. Netfang: jh@johannhelgi.is og s. 820-8096. Harmonikkur til sölu. Excelsior ítölsk 96 bassa. Verð 370.000 kr. Goldencup kínversk 72 bassa. Verð 195.000 kr. 20 ára gamlar, lítið notaðar og vel með farnar. Einnig með íslenskan stál rafmagnspott 75 lítra. Verð 30.000 kr. Uppl. í síma 861-1155. Til sölu SAC láglínukerfi 2x5 ásamt mjólkurmælum og ryðfrí innrétting. Uppl. í símum 486-6034, 774-6034 og 898-6034. Til sölu fjögur nagladekk 235/60 R18. Lítið notuð. Seljast ódýrt. Uppl. í síma 892-3305. Lítill plastbátur til sölu. 3,60 m langur, 2.5 hp mótor fylgir. Uppl. í síma 892-5206, Jóhannes. Fjósbitar frá Andersbeton. Flat- gryfjur frá Bosch beton. Ben. Hjalta s. 894-6946. Til sölu fjórþætt kjötvinnsluvél, sem hakkar, býr til snitsel, pylsur og saxar grænmeti. Er fjögurra ára, lítið notuð. Uppl. í síma 864-9797. Lagerhreinsun. Ljósgrá trapissu- klæðning 0,45 mm 50 plötur x 5.660 mm. 52 plötur x 1.350 mm. 18 plötur x 1.650-4.050 mm. Alls 444 m². Verð alls kr. 459.000 m/vsk. H. Hauksson ehf. S. 588-1130. Lagerhreinsun. Hvít trapissu klæðning 0,5 mm 40 plötur x 3850 mm. 26 plötur x 4200-5800 mm. Alls 312 m². Verð alls kr. 375.000 m/vsk. H. Hauksson ehf. S. 588-1130. Timbur lagerhreinsun 26 stk. 63 x 225 mm x 5,1 m. Verð alls kr. 98.000 m/ vsk. H. Hauksson ehf. S. 588-1130. Timbur-Lagerhreinsun. 196 stk. 25 x 150 mm x 5,7 m. kr. 209 lm. 187 stk. 32 x 100 mm x 5,1 m. kr. 260 lm. 74 stk. 50 x 150 mm x 4,2 m. kr. 500 lm. 50 stk. 50 x 150 mm x 4,8 m. kr. 500 lm. 10 stk. 50 x 200 mm x 4,8 m kr. 665 lm. H. Hauksson ehf. S. 588-1130. Rafstöð 3 kW. 4 hjól f. hlaupakött. Burðargeta 5 tonn. Á sama stað óskast haglabyssa nr. 16 og Hornet. Uppl. í síma 892-5023. Óska eftir Ég kaupi frímerki, póstgengin umslög, gömul skjöl, póstkort, gamlar ljósmyndir, seðla og mynt. Ef þú lumar á einhverju af þessu og vilt koma því í verð eða fá ókeypis verðmat þá ekki hika við að hafa samband. Mbk, Magnús, sími 896- 1987, rvkauctions@gmail.com Atvinna Par frá Spáni óskar eftir vinnu við bústörf í aprílmánuði 2020 í nálægð við Reykjavík. Upplýsingar í s. +34 663254603 og gegnum netfangið marialc_95@hotmail.com Ég óska eftir að komast í sveitavinnu fram að 15.-20. desember. Ég er 16 ára og er mikill sveitastrákur. Ég er vanur dráttarvélum. Endilega hafið samband í gegnum síma hjá mömmu, s. 867-9481. Gefins Baðker, 1,6 m á lengd, gefins ef þú losar það. Inga Rósa sími 863-0269. Leiga Til leigu eða sölu 1.500 fermetra minkahús í Skagafirði. Nánari uppl. í síma 864-9731. Til leigu 3ja herbergja 95,² m² íbúð að Grænumörk 2, Selfossi. Í húsinu búa 50 ára og eldri. Stæði fyrir bifreið í bifreiðastæðakjallara. Lyfta er í húsinu. Nánari uppl. í síma 897-5994. Tilkynningar Ertu með þróunarverkefni í garð- yrkju, nautgriparækt eða sauðfjár- rækt í huga? Mundu að umsóknar- frestur um þróunarfé búgreina rennur út 1. okt. nk. Nánari upp- lýsingar á ww.fl.is/þróunarfé. Lumar þú á verkefni til stuðnings ný sköpunar, vöruþróunar, kynningar og/eða markaðsstarfi til stuðnings íslenskri sauðfjár rækt? Þá er Markaðs sjóður sauðfjár- afurða málið! Umsóknarfrestur 1. okt. nk. Nánari upplýsingar á ww.fl.is/markaðssjóður. Þjónusta Tek að mér viðgerðir á flestum tegundum sjálfskiptinga. Hafið sam­ band í síma 663-9589 til að fá uppl. og tilboð. HP transmission Akureyri, netfang einar.g9@gmail.com, Einar G. Tökum að okkur hönnun á öllum byggingum. Íbúðar hús, sumar- hús, ferða þjónustu byggingar, iðnaðar hús, skemmur og gripahús. BK Hönnun ehf. s. 865-9277 - www.bkhonnun.is birkir@bkhonnun.is Set upp lyftibílskúr og rennihurðir, sé um breytingar og frágang. Uppl. í s. 694-1818. Úrbeining. Tek að mér að úrbeina, hakka, pakka, laga kjötfars og bjúgu. Get sótt kjötið í SS Selfossi eða Hvols- velli. Uppl. í síma 868-0544, Smári. Landsvirkjun gerir athugasemdir við fyrirhugaðar friðlýsingar umhverfis- og auðlindaráðuneytis: Telur afmörkun friðlýstra svæða of umfangsmikla Landsvirkjun hefur sent umhverfis- og auðlindaráðuneyti athugasemdir vegna fyrirhugaðra friðlýsinga svæða í verndarflokki 2. áfanga rammaáætlunar. Í rétta- tilkynningu sem Landsvirkjun sendi frá sér 11. september segir að miklir annmarkar séu á túlkun umhverfis- og auðlindaráðuneytis á því hvernig slík friðlýsing eigi að eiga sér stað. Landsvirkjun segir að hún styðji samt heilshugar við markmið rammaáætlunar og þar með talið friðlýsingu verðmætra landsvæða, en segir síðan: Afmörkun friðlýstra svæða of umfangsmikil „Með svo víðtækri friðlýsingu sem lögð er til er verið að koma í veg fyrir orkunýtingu á stórum svæðum um ókomna framtíð. Á viðkomandi svæðum geta verið aðrir virkjunarkostir sem ekki hafa verið skoðaðir en væru ásættanlegir m.t.t. áhrifa á umhverfi og samfélag. Í greinargerð með lagafrumvarpinu um rammaáætlun er það skýrt tekið fram að verndun heilla vatnasviða þar sem virkjunarkost í verndarflokki er að finna sé alls ekki sjálfgefin. Landsvirkjun hefur síðustu ár margítrekað bent á þessa annmarka í samskiptum við stjórnvöld og á opinberum vettvangi.“ Ítrekaðar athugasemdir Landsvirkjunar „Í friðlýsingarferlinu um virkjunarkosti í verndarflokki annars áfanga rammaáætlunar sendi Landsvirkjun inn umsagnir um virkjunarkosti á sínum svæðum sem og inn almenna umsögn um annmarka á friðlýsingarferlinu. Landsvirkjun fjallaði ekki sérstaklega um friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum. Þegar tillögur Umhverfisstofnunar í friðlýsingarferlinu lágu fyrir sendi fyrirtækið umhverfis- og auðlindaráðuneytinu bréf í ágúst síðastliðnum. Eftirfarandi eru aðalefnisatriði þess: Miklir annmarkar eru á undirbúningi að friðlýsingu svæða á grundvelli flokkunar virkjunarkosta í verndarflokki rammaáætlunar. Landsvirkjun telur að málsmeðferð fylgi ekki ákvæðum laga um rammaáætlun. Í athugasemdum við lagafrumvarpið er það skýrt tekið fram að verndun heilla vatnasviða þar sem virkjunarkost í verndarflokki er að finna sé alls ekki sjálfgefin. Það er meginregla stjórnsýslu- réttarins að íþyngjandi ákvarðanir þurfa að eiga sér skýra lagastoð. Að mati Landsvirkjunar er ljóst að skýr lagastoð er ekki fyrir hendi. Í ljósi réttaráhrifa friðlýsingar og þeirra ríku hagsmuna sem eru undir er brýnt að hafið sé yfir allan vafa að lagafyrirmælum sé fylgt. Mikilvægt er að vandað sé til verka við undirbúning friðlýsingar og framkvæmd hennar og tryggt að málsmeðferð við ákvörðunartöku sé lögum samkvæmt og að gætt sé meðalhófs. Samkvæmt lögum um ramma- áætlun sem og lögskýringargögnum er gert ráð fyrir að Alþingi flokki ekki einungis virkjunarkosti heldur eigi það jafnframt að afmarka þau landsvæði sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Landsvirkjun hvetur því umhverfis- og auðlindaráðherra til að leita fulltingis Alþingis varðandi afmörkun svæða og að gera þær breytingar á lögum sem nauðsynlegar teljast áður en farið er að friðlýsa víðfeðm landsvæði gagnvart orkuvinnslu,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunar. /HKr. Jökulsá á Fjöllum og Réttarfoss. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.