Bændablaðið - 12.09.2019, Page 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 20198
FRÉTTIR
Eiríkur Þorsteinsson, trétæknir og verkefnisstjóri verkefnisins, skoðar ösp undir álagstjakki. Myndir / HGS
Álagsprófanir á límtré úr íslenskum trjáviði:
Alaskaösp sterkust
af íslenskum viði
Álagsprófanir á mismun
andi gerðum af límtré
úr íslenskum viði sýna
að límtrésbitar úr ösp
eru sterkastir. Efnið sem
var valið í límtrésbitana
var stafafura, sitkagreni,
rússalerki og alaskaösp en
viðmiðunarbitarnir voru úr
sænsku rauðgreni.
Alls voru fimmtán
límtrésbitar í þessu
rannsóknaver kefni álags
prófaðir. Efnið í tólf
límtrésbitanna kom úr trjám
sem voru felld í Þjórsárdal
síðastliðinn vetur, stafafura,
sitkagreni, rússalerki og alaskaösp.
Þrír límtrésbitar til viðmiðunar voru
framleiddir úr rauðgreni frá Svíþjóð
sem er notað í límtréframleiðslu í
límtréverksmiðjunni á Flúðum.
Eftir fellingu voru trjábolirnir
sagaðir í réttar stærðir fyrir límtrés
fjalir og þurrkaðir. Límtrésfjalirnar
voru límdar í límtrésverksmiðjunni
á Flúðum en álagsprófunin fór fram
hjá Nýsköpunar miðstöð Íslands.
Framkvæmd
Eiríkur Þorsteinsson, trétæknir
og verkefnisstjóri verkefnisins, segir
að tilurð verkefnisins sé að Límtré
Vírnet hafi óskað eftir því að gerð
yrði tilraun með að framleiða límtré
úr íslensku timbri og fékk fyrirtækið
Skógræktina og Nýsköpunarmiðstöð
Íslands til samstarfs um verkefnið.
Val á timbri til framleiðslu á
límtré er nýtt fyrir Skógræktina.
Valdar voru fjórar tegundir af trjám,
sitkagreni, stafafura, rússalerki og
alaskaösp, sem fengnar voru úr
Þjórsárdals skógi. Bolirnir voru
bútaðir í ákveðna lengd og síðan
sagaðir í límtrésfjalir, 50x100 milli
metrar, eftir ákveðinni sögunar
aðferð.
Efninu var síðan raðað upp fyrir
þurrkun og flutt á Flúðir til þurrkunar
hjá Límtré Vírnet.
„Eftir að timbrið var orðið
þurrt var það flokkað í rétt gæði,
gallar skornir úr og efnið fingrað
samkvæmt kröfum fyrir efni til
límtrés framleiðslu. Teknar voru
prufur úr límtrésfjölum, sem voru
fingraðar og ekki fingraðar. Þessar
prufur voru síðan prófaðar í brot
pressu og er það gert til að kanna
styrk þessara ólíku viðartegunda og
bera hann saman og að lokum voru
tólf bitar límdir saman.
Einnig voru þrír sambærilegir
bitar límdir úr rauðgreni sem kemur
frá Svíþjóð og er hefðbundið efni
sem Límtré Vírnet notar til límtrés
framleiðslu. Þetta var gert til að fá
samanburð á íslenska efninu og
hefðbundnu efni til framleiðslu á
límtré. Að lokum voru bitarnir brotnir
hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og
þar með prófað burðarþolið.
Álagsprófunin er fyrsta skrefið á
áframhaldandi athugunum um hvort
mögulegt sé að framleiða límtré úr
íslenskum viði,“ segir Eiríkur.
Niðurstöður
Eiríkur segir niðurstöður álags
prófananna vera þær að sænska
rauðgrenið sem notað var til við
miðunar hafi komið best út. Hann
segir að það hafi ekki komið á óvart,
enda þekking og reynsla til margra
ára á því að framleiða úr þessum
viði. Styrkurinn reyndist bestur í
öspinni af íslenska viðnum.
„Reynsla og þekking á því að
framleiða límtré úr íslenskum viði
er engin og því er hér um
frumtilraun að ræða, sem
lofar góðu og gefur tilefni
til frekari tilrauna, sem
mun snúa að vali á timbri,
flokkun á því og byggja upp
þekkingu á framleiðslu úr
því.“
Góðar fréttir fyrir
skógarbændur
Hlynur Gauti Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Lands
samtaka skógareigenda,
segir þetta góðar fréttir fyrir
skógarbændur.
„Besta efnið í límtré er kvistlítill
viður og eðlilega er hann því verð
meiri. Ég tel að bændur munu eftir
þetta hugsa sig tvisvar um þegar þeir
ákveða hvað þeir ætla að gera við
ónotað framræst land. Ætla þeir að
endurheimta þar votlendi og hafa
ekkert upp úr því eða nota ösp sem
er hraðsprottnasta kolefnisbindandi
plantan sem við höfum aðgang að
til að kolefnisjafna búskapinn og
um leið búa til úrvals efni í límtré,
krossvið og fleira í þeim dúr? Auk
þess má þar stýra beit og njóta
skjólsins sem af hlýst. Næsta skref
er að skoða hvort mikill munur er
á milli þols ólíkra asparklóna og ef
svo er hver þeirra kemur best út.“
Hlynur segir að þegar kemur
að furu þurfi líkast til að velja
beinna og kvistminna kvæmi en
gert var. Skagwayfuran er barn
síns tíma og best nýtt sem jólatré.
Sitkagrenið kom vel út en mögulega
má nota íslenskt rauðgreni í meira
mæli og það hefði verið gaman ef
íslenskt rauðgreni hefði verið með
í tilrauninni.
„Hvað lerki varðar þá kemur
mér á óvart hversu stökkt það var
og kom illa út miðað við annan við,
en lerkið var samt áberandi fallegasti
viðurinn.
Allar þessar tegundir eru
burðugar og munu áreiðanlega geta
nýst hver á sinn hátt. Aðalatriðið
er að sinna trjánum í skóginum
framan af uppvexti og sjá til þess
að þau verði einstofna og vaxi beint
og uppkvista, að minnsta kosti þau
sem eru álitleg að viðargæðum,“
segir Hlynur Gauti Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Landssamtaka
skógareigenda. /VH
Allir 15 límtrésbitarnir eftir álagspróf. Fyrstu tveir bitarnir
eru fura, síðan koma lerki, ösp, sitkagreni, sænskt
rauðgreni, fura, tveir lerkibitar, tvær aspir, tvö sitkagreni
og tvö sænsk rauðgreni.
Lerkið reyndist stökkt og mesti
álagsþungi þess var 3,2 tonn.
Fulltrúar úr samstarfsnefnd sveitarfélaganna og sveitarstjórar þeirra að
lokinni undirritun samninganna.
Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur:
Samningar um fjölmörg
verkefni undirritaðir
Fulltrúar Sveitarfélagsins
Skaga fjarðar og Akrahrepps
hafa undirritað nýja samninga
um annars vegar framkvæmd
fjölmargra verkefna sem Sveitar
félagið Skagafjörður tekur að sér
að annast fyrir Akrahrepp og
hins vegar um þjónustu embættis
skipulags og byggingar fulltrúa.
Taka samningarnir til verkefna
eins og rekstur grunnskóla, leik
skóla, tónlistarskóla, íþrótta
miðstöðvar og íþróttamann virkja,
barna verndar, frístundastarfs barna,
dagþjónustu fyrir aldraða, þjónustu
héraðs bóka safns, héraðsskjala
safns, Safnahúss, Byggðasafns,
upp lýsinga miðstöðvar fyrir
ferða menn, þjónustu atvinnu og
ferðamála fulltrúa, almanna varna,
brunavarna og eldvarnaeftirlits,
fasteigna í sameign sveitar félag anna
tveggja, auk þjónustu skipulags og
byggingarfulltrúa.
Með gildistöku samninganna
leggst samstarfsnefnd með Akra
hreppi af en í staðinn funda
byggðar ráð Sveitarfélagsins Skaga
fjarðar og hreppsnefnd Akra hrepps
um framkvæmd samninganna að
lágmarki einu sinni á ári, auk þess
sem framkvæmdastjórar beggja
sveitar félaga funda oftar eftir
þörfum. /MÞÞ
Plast er mál umhverfismálanna í september:
Verslunum óheimilt
að gefa plastpoka
– Burðarplastpokar verslana bannaðir 1. janúar 2021
Frá 1. september síðast liðnum er
óheimilt að afhenda burðarpoka í
verslunum án endurgjalds. Gildir
þetta um allar tegundir burðar
poka, óháð því úr hvaða efni þeir
eru. Gjaldið fyrir pokana skal vera
sýnilegt á kassakvittun.
Í maí síðastliðnum samþykkti
Alþingi breytingar á lögum um
hollustuhætti og mengunarvarnir
sem fela þetta bann í sér. Þetta
á einnig við um þunnu glæru
pokana sem hefur verið hægt að
fá endurgjaldslaust, meðal annars í
grænmetiskælum matvörubúða.
Þann 1. janúar 2021 tekur síðan
gildi bann við afhendingu burðar
plastpoka í verslunum. Bannið á
einungis við um plastpoka, óháð
þykkt þeirra, en ekki burðarpoka
úr öðrum efnum. Kemur það bann
í kjölfar 18 tillagna sem samráðs
vettvangshópur skilaði umhverfis
og auðlindaráðherra í júní á síðasta
ári um hvernig dregið yrði úr notkun
plasts hér á landi, hvernig mætti
bæta endurvinnslu þess og takast á
við plastmengun í hafi.
Ein margra aðgerða
Í upplýsingum á vef umhverfis
og auðlindaráðuneytisins kemur
fram að burðarplastpokabannið sé
ein aðgerð af mörgum til lausnar á
plastvandamálinu. Þar segir að plast
eyðist ekki við náttúrulegt niðurbrot,
heldur brotni í smærri hluta og endi
sem örplast. Til að framleiða plast
þurfi olíu og plastið sjálft geti verið
skaðlegt lífríkinu. Margvíslegra
aðgerða sé þörf.
„Með því að banna plastpoka
tökumst við á við það mikla magn
plastpoka sem er í umferð og það er
mikilvægt. Bannið hefur hins vegar
víðtækari áhrif. Það snertir daglegt líf
okkar og virkjar okkur með beinum
hætti við að hugsa um lausnir án
plasts. Aðgerðin vekur nauðsynlega
umræðu um plastmengun, neyslu
og sóun og fær okkur til að hugsa á
annan hátt en áður um plast og eigin
neyslu,“ segir á vef ráðuneytisins.
Nú þegar hefur tveimur öðrum
tillögum verið hrint í framkvæmd;
aðstoð við neytendur sem mæta
með eigin umbúðir undir keypta
matvöru, annars vegar, og svo hefur
verið stofnað til Bláskeljarinnar,
viður kenningar fyrir framúr
skarandi plastlausar lausnir. Meðal
annarra aðgerða sem liggja fyrir í
ráðu neytinu sem miða að því að
draga úr plastmengun er átak í
vitundarvakningu um ofnotkun á
plasti og að leggja úrvinnslugjald
á allt plast. Þá mun Ísland fylgja
Evrópusambandinu eftir í áætlun
um að banna ákveðnar tegundir
af einnota plasti; svo sem eyrna
pinnum, hnífapörum, diskum,
rörum, hrærum og blöðru prikum
úr plasti. Gert er ráð fyrir að það
bann taki gildi 1. janúar 2020.
Plastlaus september
Í september stendur yfir árvekni
átakið Plastlaus september, sem
umhverfis og auðlindaráðherra setti
formlega þann 1. september. Árið
2017 var í fyrsta skipti staðið fyrir
átakinu sem er grasrótarverkefni og
síðan hefur það vaxið mikið með
fjölda uppákoma og fyrirlestra.
Tilgangur verkefnisins er að
vekja fólk til umhugsunar um
plastnotkun og þann plastúrgang
sem fellur til dagsdaglega og leita
leiða til að minnka notkunina.
Gríðarlegt magn af einnota plasti
er urðað eða endar í hafinu sem er
mikið áhyggjuefni. Allt plast sem
hefur verið framleitt er enn til, það
brotnar niður í smærri einingar en
eyðist ekki, þ.e. það plast sem ekki
hefur endað í sorpbrennslu.
Plastlaus september hvetur okkur
til að nota minna af einnota plasti í
september. Við getum valið hvort
við tökum þátt í einn dag, eina viku,
heilan mánuð eða til frambúðar.
/smh