Bændablaðið - 12.09.2019, Qupperneq 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 2019 19
Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík
Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is
STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI
MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA
VÍKURVAGNAR EHF.
RAFMAGNSBÚNAÐUR
BREMSUR
BEISLI
DEKK
LJÓS
LED LJÓS
Volkswagen Caddy.
Vertu klár fyrir
veturinn.
Hausttilboð.
Framhjóladrifinn, 1.2 TSI: 2.690.000 kr.
Fjórhjóladrifinn, 2.0 TDI: 3.790.000 kr.
Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár.
Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum,
fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna.
HÝSI - MERKÚR HF. - LAMBHAGAVEGI 6 - 113 REYKJAVÍK
SÍMI 534 6050 - MERKUR@MERKUR.IS - WWW.MERKUR.IS
Norður Írsku JPM sturtu- og tengivagnarnir
hafa reynst mjög vel á Íslandi. Höfum á til á
lager JPM sturtuvagn sem er með vökvavör,
sliskjum og 14 tonna burði. Hafðu samband
við sölumenn okkur strax í dag.
Erum einnig með gott úrval
af JPM vélavögnum.
MIKIÐ ÚRVAL
STURTU- OG
VÉLAVAGNA
Misjöfn afkoma æðarbænda
á landinu eftir sumarið
– góð sunnan heiða en síðri á Norður- og Austurlandi
Afkoma æðarbænda er misjöfn
eftir sumarið, en náttúruöflin ráða
talsverðu um hvort æðarkollan
komi yfirleitt í varp.
Guðrún Gauksdóttir, formaður
Æðarræktarfélags Íslands, segir að
á sunnan- og vestanverðu landinu
hafi dúntekja verið góð enda
einmuna blíða í sumar og almennt
hagstæð skilyrði. Æðarfugl var þó
almennt seinni í varp en venjulega,
sérstaklega á Norður- og Austurlandi.
„Í mörgum vörpum rættist sem betur
fer úr en sums staðar kom kollan
ekki í varp. Kollan þarf að vera vel
undirbúin fyrir álegu. Tilgáta er um
að það tengist síðbúinni loðnugöngu,
en æðarbændur hafa áhyggjur af
áhrifum loftslagsbreytinga fyrir
búsvæði æðarfugla,“ segir Guðrún.
Niðursveifla í útflutningi á
æðardúni
Að sögn Guðrúnar hefur
æðardúnn alla tíð verið verðmæt
útflutnings vara en æðar-
bændur séu alvanir sveiflum í
fram boði, eftirspurn og verði.
„Ársmeðaltal útflutts æðardúns
síðastliðna tvo áratugi er um 2,5
tonn. Lægst fór magnið árið
2007, eða í 1,4 tonn, og hvað
mest árið 2000, eða 3,9 tonn.
Magn útflutts æðardúns
á síðustu tveimur árum hefur
verið undir þessu meðaltali eftir
nokkur ár vel yfir meðaltali.
Þannig var útflutningur
2018 rétt undir 2 tonnum. Til
samanburðar má nefna að árið
2016 nam magnið 3,4 tonnum
og 2015 var það rétt um 3 tonn.
Þá er meðalverð á kíló að sama
skapi lægra. Engin ástæða er til
að ætla annað en að verð muni
hækka og eftirspurn aukast
á nýjan leik,“ segir Guðrún
Gauksdóttir. /smh
Dúnvinnsla í Vigur. Mynd / HKr.
Kollan þarf að vera vel undirbúin
fyrir álegu.
Óhreinsaður og hreinsaður dúnn á borði í
Vigur. Mynd / HKr.