Bændablaðið - 12.09.2019, Page 24

Bændablaðið - 12.09.2019, Page 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 201924 UTAN ÚR HEIMI Nautakjötsgeirinn í Kansas í Bandaríkjunum sætir nú rannsókn landbúnaðarráðuneyt is ins (USDA) fyrir meint misferli og samráð í verðlagningu. Fór ráðuneytisstjórinn, Sonny Perude, fram á rannsókn í kjölfar bruna sem átti sér stað í kjötpökkunarhluta Tyson´s Holcomb sláturhússins í Kansas. Eldur kom upp í vinnslunni 9. ágúst sl. og leiddi það til þess að verð sem greitt var fyrir nautgripi til bænda féll, væntanlega vegna offramboðs fyrir vinnslurnar á svæðinu. Á sama tíma hækkaði smásöluverð á nautakjöti út úr búð. Greint var frá þessu á vefmiðlinum Global Meat 29. ágúst. Unnu kjöt af 6.000 nautgripum á dag Pökkunarverksmiðja fyrirtækisins eyðilagðist í eldinum, en hjá fyrirtækinu var slátrað að jafnaði um 6.000 nautgripum á dag. Það þýðir að við stöðvun verksmiðjunnar safnast upp um 30 þúsund gripir í hverri vinnuviku sem bíða slátrunar og vinnslu. Var pökkunarverksmiðja Tyson´s Holcomb með um 6% af heildarpökkunargetunni í bandarísku nautakjötsframleiðslunni og um 23,5% af afkastagetunni í Kansas. Samkvæmt fréttum frá CattleFax þýðir þetta að vinnslur í Kansas, Texas, Colarado, Nebraska og í Iowa þurfa að auka sín afköst um 8–8,5% ef þær eiga að taka við nautgripunum frá Kansas. Haft er eftir greinendum í þessum geira að erfitt geti reynst að samræma aðgerðir til að mæta þessu áfalli. 11,5 milljónir gripa í fóðrunarstöðvum Sömu heimildir greina frá því að heildar fjöldi nautgripa í fóðrunarstöðvum (feedyards) í Banda ríkj unum hafi verið 11,5 milljónir þann 1. júlí. Þar af voru 2,4 milljónir gripa í Kansas, eða um 21% af heildar fjöldanum. Í yfirlýsingu sem Sonny Perude sendi frá sér segir m.a. að þetta sé hluti af aðgerðum við að fylgjast með áhrifum brunans á framleiðsluaðstöðuna í Holcomb í Kansas. Því hafi hann beðið pökkunar- og birgðadeild landbúnaðarráðuneytisins um að setja í gang rannsókn á nýlegum verðafkomutölum. Einnig að komast að niðurstöðu um hvort einhverjar sannanir séu fyrir einhverju misferli í verðlagningu, samráði eða takmörkunum á samkeppni eða fyrir öðrum óheiðarlegum viðskiptum. Jenni fer Houston, formaður Lands samtaka nau t g r ipa f r amle ið enda (National Cattleman´s Beef Association), gaf frá sér yfirlýsingu í kjölfarið. Þar segir m.a.: „Við hvetjum land- búnaðar ráðuneytið til að skoða alla þætti framleiðslu- keðjunnar á nautakjöti og nýta allar mögulegar leiðir í þeirri rannsókn. Við trúum því að það muni auka gagnsæi sem hjálpar okkur við að byggja upp traust á markaðnum meðal nautgripaframleiðenda.“ /HKr. Bruninn í kjötpökkunarhluta Tyson´s Holcomb sláturhússins í Kansas. Kansas í Bandaríkjunum: Bruni í kjötvinnslu leiðir til rannsóknar á meintu misferli á nautakjötsmarkaðnum Ástralska sjóflutningafyrirtækið Emanuel Exports hefur verið kært fyrir dýraníð í kjölfar þess að 2.400 kindur drápust í lest flutningaskips sem var að flytja lifandi fé frá Ástralíu til Mið- Austurlanda. Slátra átti fénu á áfangastað samkvæmt halal-hefð múslima. Á röð af myndböndum sem pakistanskur siglingafræðingur og áhafnarmeðlimur á Awassi Express tók þegar verið var að flytja lifandi sauðfé sjóleiðina frá Perth í Ástralíu til Mið-Austurlanda má sjá hræðilega meðferð á fénu. Flutningarnir taka að jafnaði þrjár vikur. Myndirnar sýna að alltof margt fé er sett í lestar skipsins og í flutningagáma í kæfandi hita og að fóður og vatn er takmarkað og langt undir því sem eðlilegt getur talist. Myndbandið sýnir einnig að lömbum sem fæðast um borð er slátrað og kastað fyrir borð ásamt fjölda þeirra 2.400 dýra sem drápust meðan á flutningunum stóð. Ekki er hreinsað undan fénu og sést það vaða í skít upp á miðja leggi. Einnig má sjá sárþjáð dýr sem dýralæknirinn um borð veitir enga aðstoð. Árið 2017 fékk fyrirtækið Emanuel Exports viðvörun eftir að um 3.000 kindur drápust um borð í sama skipi þegar það var að flytja fé frá Ástralíu til sama áfangastaðar. Reglur um dýravelferð þverbrotnar Myndirnar eru þær fyrstu sem sýna ástandið um borð í áströlsku gripa- flutningaskipi. Yfirvöld í Ástralíu eru sögð æf yfir birtingu mynd bandsins og segja að fyrirtækinu beri að fara eftir áströlskum lögum um dýravelferð sem séu greinilegar þverbrotnar samkvæmt myndbandinu. Í framhaldi af birtingu mynd- bands ins hefur land búnaðar ráðherra Ástralíu farið fram á tafarlausar úrbætur áður en gripaflutningar af þessu tagi verða leyfðir aftur. Ráðherrann vill einnig að skipafélögum sem flytja lifandi búfé verði skylt að setja upp myndavélar um borð í skipunum svo að hægt verði að fylgjast með meðferð dýranna í landi og grípa til ráðstafana gerist þess þörf. Flutningar á lifandi búfé milli landa hafa verið stundaðar í mörg ár og þetta er ekki í fyrsta sinn sem myndir sýna slæma meðferð á gripunum og hafa dýraverndunarsamtök margoft mótmælt og gagnrýnt slíka flutninga á grundveli dýravelferðarlaga. Svipt leyfi tímabundið Flutningafyrirtækið Emanuel Exports, sem hefur sérhæft sig í flutningum á búfé, missti tímabundið leyfi til flutninganna eftir að myndbandið var gert opinbert og meðan á rannsókn málsins stóð og gerðar hafa verið kröfur um endurbætur á framkvæmd flutninganna. Meðal úrbóta sem krafist er til að bæta velferð dýranna er að þau hafi nægan aðgang að vatni og fóðri og að komið verði upp loftkælingu í lestum og öðrum flutningsrýmum. Á sama tíma var annað sjóflutningafyrirtæki, EMS Rural Exports Pty Ltd, einnig svipt leyfi til að flytja lifandi dýr vegna slæmrar meðferðar á þeim. /VH Tekist á um dýravelferð vegna sölu á lifandi sláturgripum frá Ástralíu til Mið-Austurlanda: Sjóflutningafyrirtæki sem flutti lifandi sauðfé kært fyrir dýraníð Svipmyndir frá flutningum á sláturfé með skipinu Awassi Express frá Ástralíu til Mið-Austurlanda. Myndirnar eru úr myndbandi sem einn úr áhöfn á skipinu tók og hafa verið birtar á fjölda vefmiðla um allan heim. Awassi Express.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.