Bændablaðið - 12.09.2019, Qupperneq 32

Bændablaðið - 12.09.2019, Qupperneq 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 201932 SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Landsátak í söfnun birkifræs Nú er að hefjast landsátak í söfnun birkifræs. Það er Landgræðslan, Olís og Hekluskógar sem standa fyrir átakinu. Söfnunarpokar eru fáanlegir á Olís-stöðvum um allt land og stöðvarnar taka við pokunum að söfnun lokinni. Sjá slóð aftar í textanum - þar sem hægt er að sjá nöfn þeirra stöðva sem taka þátt í átakinu. Á pokunum, sem eru úr pappír, eru prentaðar upplýsingar um það hvernig best sé að safna fræi. Næsta vor verður fræinu dreift víða um land. Þeir sem ekki eiga þess kost að safna fræinu í umrædda pappírs­ poka eru beðnir um að nota tau­ eða pappírspoka – og skila þeim á Olísstöðvar eða til starfs stöðva Landgræðslunnar ásamt upp lýs­ ingum um hvar fræinu var safnað. Best er að koma pokunum sem fyrst á söfnunarstaði. Nöfn þeirra sem safna þurfa að fylgja fræpokunum. Átakinu lýkur um miðjan október og þá verður dregið úr nöfnum þeirra sem söfnuðu fræi og vegleg – umhverfisvæn – verðlaun veitt. Búið er að gera heimasíðu vegna átaksins og er slóðin á hana: www. olis.is/birkifrae Því miður er 2019 ekki gott fræár fyrir birki en þó má víða finna tré með gott fræ. Slakt fræár ætti að vera enn meiri hvatning fyrir fólk til að fara á stúfana og leita uppi falleg tré með gott fræ. Með fræsöfnun hjálpum við náttúrunni til að hjálpa sér sjálfri. Söfnun birkifræs er góð ástæða til að komast út og njóta fallegra haustdaga. Auk þess er fræsöfnun prýðileg fjölskylduskemmtun og er full ástæða til að hvetja vinnustaði til að fara í fræsöfnunarferðir. Nánari upplýsingar um átakið er hægt að fá hjá Landgræðslunni í síma 488 3000 (Þórunn Pétursdóttir og/ eða Áskell Þórisson). Birkiskógar eru okkar einu náttúrulegu skógar. Við landnám er talið að þá hafi verið að finna á um 25–30% landsins en nú þekja þeir aðeins um 1,5%. Landnýting mannsins, s.s. skógarhögg, kolagerð og búfjárbeit, olli hruni í þessum vistkerfum. Með minnkandi sauðfjár beit og hlýnandi loftslagi hefur birki víða breiðst út. Endurheimt birkiskóga er mikilvægt verkefni og í aðgerða­ áætlun stjórnvalda í loftslags­ málum gegnir hún stóru hlutverki en í því sambandi er sjálfgræðsla birkis lykilþáttur. Sem gott dæmi um sjálfsgræðslu birkis má nefna Skeiðarársand sem hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og á nyrsta hluta hans er nú að vaxa upp birki á víðáttumiklu svæði þar sem áður var auðn. Starfsfólk Landgræðslunnar og Háskóla Íslands hefur rannsakað landnám birkis á svæðinu sl. tvo áratugi og auka þær rannsóknir enn frekar þekkingu okkar á því hvernig birki nemur land á lítt grónu landi. Fyrstu birkiplönturnar námu land á sandinum í kringum 1990 og á ríflega aldarfjórðungi er útbreiðsla þess orðin yfir þrjú þúsund hektarar. Það er mikilvægt að skilja þessi náttúrulegu ferli og nýta þau til að efla sjálfgræðslu birkis. Með því að safna og dreifa birkifræi getur almenningur lagt sitt af mörkum til að klæða Ísland birkiskógi á nýjan leik. Sjálfgræðsla birkis á Skeiðarársandi – Rösklega 30 ferkílómetra skógur á aldarfjórðungi • Hægt er að safna birkifræi frá lokum ágúst og fram í byrjun október. Eða svo lengi sem reklar eru á trjánum. • Gott er að nota ílát eða poka sem binda má framan á sig, svo báðar hendur séu lausar við fræsöfnunina. • Safnarar þurfa að velja falleg tré til að safna af. Talið hefur verið að vaxtarlag trjánna og hugsanlega vaxtarþróttur þeirra erfist og því er mælt með því að fræi sé safnað af vöxtuglegum trjám frekar en jarðlægum runnum. Fræplöntur af kröftugum trjám eru líklegri til að vaxa hraðar í æsku. Þægilegast er að safna fræinu þegar birki hefur fellt lauf enda má þá strjúka það af greinunum með lítilli fyrirhöfn. Ef safna á fræi mjög seint er hætt við að hauststormar hafi verið fyrri til og feykt fræinu af trjánum. Best er að safna á þurrum sólríkum haustdögum þegar lauf er að mestu fallið af trjánum, en fræin sitja eftir. Margir skógar henta ágætlega fyrir fræsöfnun, sér í lagi ungskógar, þar sem trén eru í hæfilegri hæð, 2–3, m og auðvelt er að komast um. Heimagarðar og bæjargarðar henta einnig vel enda eru tré á slíkum svæðum oft greinamikil og standa gisið. Fræsöfnun er ákaflega skemmtileg viðbót við sunnudagsgöngu og góð ástæða til að njóta haustlita í skjóli birkiskóga. Fróðleikur um birkifræ Hekluskógar eru gott dæmi um það hvernig náttúrunni er hjálpað – til að hjálpa sér sjálfri. Hekluskógar ná yfir 92 þúsund hektara og er talið stærsta endurheimtarverkefni í Evrópu. Rúmlega 30 þúsund hektarar eru uppgrónir en eftir er að græða upp rúmlega 60 þúsund hektara. Búið er að gróðursetja 3,5 millj. plantna. Langflestar plönturnar eru birki. Árangur birkisáningarinnar er ótrúlega góður og má segja að hann hafi farið fram úr öllum vonum. Í Hekluskógum eru gróðursettar íslenskar tegundir, mest birki í grúppur sem breiða úr sér í fyllingu tímans. Hekluskógar tóku sín fyrstu skref árið 2007 og eru elstu trén farin að sá sér út og er farið að bera á sáðplöntum á elstu svæðum. Töluvert hefur verið tínt af fræi í gegnum tíðina fyrir Hekluskóga og sáð á ýmsum stöðum á svæðinu. Þetta starf er farið að bera góðan árangur. Hekluskógar: Stærsta endurheimtar­ verkefni Evrópu Ein mikilvirkasta aðferðin sem við höfum til kolefnisjöfnunar verndar um leið íslenska náttúru og því mikilvægt að við nýtum okkur hana í sem flestum tilfellum. Þeir sem vilja kolefnisjafna með því að auka bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri eiga að leggja megináherslu á að fjárfesta í aukinni útbreiðslu innlendra tegunda eins og birkis og víðis. Aukum útbreiðslu birkiskóga og víðikjarrs Það eru gríðarlegir möguleikar til að auka útbreiðslu birkiskóga og víðikjarrs hérlendis. Gögn Landgræðslunnar sýna að neðan 600 metra hæðar yfir sjávarmáli eru allt að 15 þúsund ferkílómetrar af röskuðu landi og mikið af því er enn að eyðast og tapa kolefni. Innlendar tegundir eru aðlagaðar aðstæðum á Íslandi Stóraukin útbreiðsla innlendra trjátegunda er mjög öflug leið til að draga úr og aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga. Samhliða er það náttúruverndar aðgerð sem felur í sér fjölbreyttan umhverfis­ ávinning, er hlutfallslega ódýr, auðveld í framkvæmd og allir geta tekið þátt. Innlendar tegundir eins og birki, gulvíðir og loðvíðir eru aðlagaðar aðstæðum á Íslandi og búa yfir miklum erfðabreytileika sem nauðsynlegt er að vernda. Fjölbreytileikinn er mikilvæg trygging gagnvart áföllum eins og náttúruvá af ýmsum toga. Kolefnisjöfnun og náttúruvernd Íslendingar eiga hiklaust að virkja getu náttúrunnar til að græða sig sjálfa. Það er nóg að sá birkifræi eða gróðursetja í 5–10% af flatar­ máli þess landsvæðis sem á að endurheimta og búa þannig til fræuppsprettur innan þess. Náttúran mun svo sjálf taka við og sjá til þess að með tímanum mun birki og víðir vaxa um allt svæðið. Þetta tekur aðeins örfáa áratugi, eina sem þarf að gera er að friða landið gegn sauðfjárbeit. Kostnaður við þessa aðgerð fer eftir ástandi landsins sem á að endurheimta og er á bilinu 40.000–200.000 kr. á hektara. 1000 ferkílómetra aukning fyrir árið 2030? Við berum öll samfélagslega ábyrgð á að draga úr og sporna við áhrifum loftslagsbreytinga og endurheimt birkiskóga og víði kjarrs er áhrifaríkasta aðgerðin sem við getum beitt hérlendis. Við eigum að taka þetta verkefni saman í fangið og setja okkur metnaðarfullt markmið um að stórauka útbreiðslu birkiskóga og víðikjarrs, helst um 1000 ferkílómetra fyrir árið 2030. Það er vel hægt ef við leggjumst öll á eitt. Hjálpum náttúrunni að hjálpa sér sjálfri Mynd / Ása Aradóttir.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.