Bændablaðið - 12.09.2019, Síða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 2019 37
Burgess sagði að lyktin af durian
vekti hjá honum mynd af því hvernig
væri að borða sætt hindberjahlaup á
illa þefjandi almenningskósetti.
Breski náttúrufræðingurinn
Alfred Russel Wallace, 1823 til
1913, var á öðru máli og sagði
lyktina líkjast ilmi af rjómaosti, góðri
lauksósu eða sérríi. Wallace sagði
einnig að heimsókn til Suðaustur-
Asíu væri vel þess virði þó ekki væri
til annars en að smakka durianaldin.
Lyktin af þroskuðu darianaldini
berst langar leiðir og dregur að
sér margs konar dýr, íkorna, svín,
bjarndýr, orangúta, fíla og jafnvel
tígrisdýr. Öll þessi dýr eiga þannig
þátt í að dreifa fræjum plöntunnar.
Þrátt fyrir mikla neyslu aldinsins
í Suðaustur-Asíu er víða banna
að hafa aldinið með sér inn á
hótel, í neðanjarðarlestir og á aðra
almenningsstaði í Asíu.
Saga og útbreiðsla
Talið er að uppruna durian aldins-
ræktunar sé að finna á eyjunum
Borneó og Súmötru og að þaðan hafi
ræktunin borist yfir á Malasíuskaga
og áfram til Taílands, Kambódíu
og Víetnam og yfir til Indlands. Til
austurs barst ræktunin til Filippseyja,
Indónesíu, Papúa Nýju-Gíneu og til
Ástralíu.
Ítalski kaupmaðurinn Niccolò
de' Conti, uppi 1395 til 1469,
ferðaðist um Suðaustur-Asíu
snemma á fimmtándu öld og segir
frá durianaldini í ferðabók sinni, Le
voyage aux Indes. Þar segir hann að
íbúar Súmötru neyti aldins sem er á
stærð við vatnsmelónu og kalli durian
og að innan sé aldinið appelsínugult
og líkist þykku smjöri að áferð og að
bragðið sé fjölbreytilegt.
Garsia de Orts var portúgalskur,
læknir, herbalisti og náttúrufræðingur
sem starfaði lengi í Góa á Indlandi
og tók saman bók, Colóquios dos
simples e drogas da India, sem gefin
var út 1563 og fjallaði um lækningar
og nytjaplöntur á Indlandi. Í bókinni
segir hann meðal annars frá nytjum
á plöntum eins og durian, engifer,
valmúa, rabarbara og mangó.
Jesúítatrúboðinn Michał Boym,
sem var í Kína 1655, lýsir durianaldini
í einu af bréfum sínum heim og þýski
grasafræðingurinn Georg Eberhard
Rumphius lýsir aldininu nokkuð
ítarlega árið 1741 í Herbarium
Amboinense.
Portúgalar fluttu plöntuna til
Sri Lanka á 16. öld og hófu ræktun
hennar þar og eftir landafundina í
Vesturheimi var hún flutt þangað en
ræktun hennar að mestu bundin við
grasagarða. Bretar fluttu græðlinga
af duríantrjám til eyjunnar Dominik
í Karíbahafi árið 1884 og er aldinið
mikið ræktað þar í dag.
Breski grasafræðingurinn F. E.
Burbidge, 1847 til 1905, sagði að
durian væri eins og ópíum að því leyti
að þegar fólk kæmist upp á bragðið
með að neyta þess gæti það ekki hætt.
Íbúar Suðaustur-Asíu hafa ræktað
durian í heimilisgörðum í margar aldir
og það er ekki fyrr en um miðja 20.
öld sem farið er að rækta plöntuna í
stórum stíl þar um slóðir.
Árið 1949 sendi breski
grasafræðingurinn E. J. H. Corner frá
sér bókina The Durian Theory, or the
Origin of the Modern Tree. Þar setur
Corner fram þá kenningu að dreifing
á fræjum hafi í fyrndinni nánast
eingöngu átt sér stað með dýrum og í
gegnum meltingarfæri þeirra. Það er
að segja að dýr borðuðu aldin og bæru
fræin með sér í maganum þar til þau
skitu þeim. Corner notar durianaldin
og fræ til að lýsa kenningu sinni og
segir að forverar duriantrjáa í dag hafi
breiðst út með þessu móti. Langt er frá
að allir séu sammála kenningu Corner
og ýmislegt sem bendir til að hún sé
ekki nema að hluta til rétt.
Nafnaspeki
Latneska ættkvíslarheitið durio er
dregið að heiti aldinsins á malasísku
durian en í Malasíu þýðir duri þyrnir.
Tegundarheitið zibethinus er dregið
af ítalska orðinu zibetto sem er heiti
á kattartegund í Suðaustur-Asíu en
innfæddir nota durianaldin sem beitu
til að veiða kettina sem eru sólgnir
í aldinið. Zibetto er einnig gamalt
ítalskt heiti á skunki.
Á 15. öld, fyrst eftir að
Evrópumenn kynntust aldininu í
heimkynnum þess, gekk það undir
nöfnum eins og doriones, durion,
duryaoen, durean og durioen.
Algengt var að aldininu væri ruglað
saman við tegund sem kallast
nónberkja á íslensku en Annona
muricata á latínu. Ruglingurinn
er í sjálfu sér skiljanlegur þar sem
aldinin eru ekki ólík í útliti nema
hvað aldin nónberkju er minna og
að heimkynni plöntunnar er í Mið-
Ameríku og á eyjum í Karabíahafi.
Það var Svíinn Carl von Linnaeus
sem gaf plöntunni latínuheitið Durio
zibethinus.
Víðast um heim er heitið durian
notað sem heiti á aldininu en þó
með tilbrigðum. Finnar segja durio,
Japanir dorian,
S p á n v e r j a r
durián, á
Taílandi kallast
það thurian eða
rian, í Laos
thourièn eða
mahk tulieng
og thourièn eða
mahk tulieng í
Kambódíu en
í Víetnam sâù
riêng. Danir og
Þjóðverjar nota
heitið durian
en líka heitin
stinkfrugt og
stinkfrucht eða
durianbaum.
Á íslensku
kallast plantan
dáraaldin.
Ræktun
Durian er hita beltisplanta sem dafnar
best við háan loftraka, 75 til 80%.
Þrátt fyrir að rótarkerfi duriantrjáa
liggi grunnt dafna þau best í djúpri
og vel framræstri leirmold með pH
5,0 til 6,5. Best er að rækta tré í halla
þar sem vatn rennur hratt af.
Kjörhitastig er 24 til 32° á Celsíus
og hættir plantan að vaxa fari hitastig
niður fyrir 22° á Celsíus. Lágmarks
úrkoma fyrir durianrækt er 1500
millimetrar á ári.
Nytjar
Framboð á aldininu, sem víða er
kallað konungur ávaxtanna, er
árstíða bundið þar sem trén blómstra
yfirleitt bara einu sinni á ári í júní
til ágúst. Verð á durianaldinum er
hátt miðað við önnur aldin en það
er breytilegt eftir yrkjum.
Aldinið er um 65% vatn og 27%
kolvetni, í því er 5% fita og 1%
prótein.
Þeir sem til þekkja segja að
aldinkjötið sé best til neyslu um það
bil sem börkurinn fer að springa
utan af því. Smekkur fólk er samt
mismunandi og í sunnanverðu
Taílandi kýs fólk að borða aldinin
á meðan þau eru ung og óþroskuð.
Auk þess að vera borðað hrátt er
aldinkjötið notað í alls konar sæta
rétti, ís, búðinga og kökur. Aldinið
er einnig léttsteikt á pönnu með
lauk eða chili og í Indónesíu er það
notað til að bragðbæta fiskisúpur
og annars staðar er það borðað með
hrísgrjónum. Í Malasíu hrærir fólk
aldininu saman við salt, edik og lauk
og kallast hræran boder. Fræin eru
sögð eitruð en hæf til neyslu eftir
að þau hafa verið soðin eða steikt á
pönnu. Auk þess sem fersk lauf og
blóm eru æt.
Durianviður er mjúkur í sér og
léttur og notaður til að búa til smá-
og listmuni.
Þjóðtrú og
alþýðulækningar
Samkvæmt gamalli
bábilju má ekki
neyta durian aldins
og kaffis eða áfengra
drykkja á sama
tíma. Fullyrðingin
er rakin til þess að
þýski grasa fræð-
ingur inn Rumphius
sagði um miðja 18.
öld að ekki væri
æskilegt að neyta
aldinsins og áfengis
saman vegna þess að það
ylli slæmri andremmu.
Fólki sem fer um skóga þar sem
duriantré vaxa er ráðlegt að vera
með öryggishjálm þar sem aldin
sem falla af trjám geta hæglega
slasað eða drepið fólk lendi það á
höfði þess. Samkvæmt gamalli trú
hafa aldinin augu og geta stjórnað
því á hverju þau lenda.
Þjóðsagnaverurnar Orang
Mawas og Orang Pendek sem eru
eins konar Stórifótur Malasíu og
Súmötru eru sagðar borða durian-
aldin af mikilli áfergju.
Í Malasíu er safi laufsins og
rótarinnar sagður draga úr sótthita
og höfuðverk en í Kína er aldinið
sagt hreinsandi. Konum með barn
undir belti og fólki með háan
blóðþrýsting er ráðlagt að borða
ekki aldinið. Á Jövu er durian
sagt kynörvandi og eftir að sú trú
barst til Evrópu jókst neysla þess
talsvert.
Durian á Íslandi
Eitt fyrsta dæmið um durian-
aldin í íslensku tímariti er að
finna í 6. árgangi Ljósberans frá
1926 í sögu sem kallast Börnin
í frum skóginum og er þýðing úr
Hjemmet.
„Einu sinni fóru þau framhjá
heilum hóp af öpum. Aparnir
tóku þá alt í einu að skjóta á þau
Durianaldinum og var það meira
en lítið óþægilegt að fá þau í
höfuðið, því að út úr þeim standa
hvassir þyrnar; en annars voru
þau aldin eitt hið mesta sælgæti,
sem Páll hafði smakkað. Heima
var blátt bann lagt við að eta þau,
af því að lyktin af þeim var svo
hræðilega vond. Hjá svertingjum
gat oft lent í stóreflis áílogum út af
því, hverjir þeirra ættu það og það
Duriantréð, ef þeir hittu það fyrir
í veiðiförum úti í skógi. Svona
þykir þeim mikið til þessara
aldina koma.
Öll villidýrin í skóginum eru
líka ólm í Durianaldinin. Öll hafa
þau kent sér sjálf, hvert á sinn hátt
að opna hýðið harða, sem á þeim
er.“
Það er ekki fyrr en árið 2005
að fyrst er fjallað um durianaldin
í dagblaði hér á landi. Í Blaðinu er
grein með fyrirsögninni Óvæntar
gersemar í ávaxtakælinum þar sem
sagt er frá exótískum ávöxtum.
„Durian kemur frá SA-Asíu, en þar
oft er vísað til hans sem „konungs
ávaxtanna“. Ávöxturinn hefur
mjög sterka lykt og fráhrindandi
útlit, en forðast ætti að láta þá
eiginleika blekkja, því sætt bragðið
sem leynist innan við gaddana
minnir helst á jarðarber með rjóma
– með smá laukkeim. Vel má nasla
á Durian einum og sér, en einnig er
hægt að nota hann ferskan í ýmsa
eftirrétti og hristinga, þá eða í
sósur ýmiss konar.“
Aldinið hefur verið á boð-
stólum í sérverslunum sem selja
matvörur frá Austurlöndum fjær
undanfarið.
Rautt durian.
Aldinkjötið er milli 15 til 30% af aldininu og svampkennt.
Fólki sem fer um skóga þar sem
duriantré vaxa er ráðlegt að vera
með öryggishjálm þar sem aldin sem
falla af trjám geta hæglega slasað eða
drepið fólk lendi það á höfði þess.
Að innan skiptist fullþroskað aldin í hólf.
Að utan er aldinið alsett sterkum og
hvössum þyrnum.
Blómgun er mismunandi eftir
tegundum og það tekur að jafnaði
mánuð fyrir blómin að þroskast eftir
að fyrstu blómvísar koma í ljós.
Blómin, sem standa stutt opnast
síðdegis og falla af um miðnætti, eru
fimm til sex sentímetrar í þvermál.