Bændablaðið - 12.09.2019, Side 41

Bændablaðið - 12.09.2019, Side 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 2019 41 AÐVÖRUNARSKILTI þar sem varað er við verulegri hættu vegna eiturefna. „…commonly observed; indi­ cating that farm animals and wildlife frequent this location, perhaps because this is one of the few areas of standing surface water. The Catchment Area is of significant concern because of the likelihood of further contaminant migration and the potential for exposure to farm animals and wildlife.” …almennt vakti athygli; allmikill umgangur búfénaðar ásamt viðveru villtra dýrategunda, líklega vegna aðgengis að vatni í tjörn þar sem aðalfrárennsli starfseminnar var veitt. Þessi safnþró veldur umtalsverðum áhyggjum vegna líkinda á skaðlegum eiturefnaáhrifum í búfénaði og öðrum dýrategundum sem þangað leita. „The fact that concentrations were measured at levels that could potentially pose human health and ecological risk in almost every sample that was analyzed speaks to the need for further testing and management of the site.“ Sú staðreynd að við efna­ greiningar á nánast öllum sýnum sem greind voru, komu í ljós magn tölur eiturefna sem munu geta haft alvarleg áhrif á heilsu manna og umhverfis um leið, kallar á frekari rannsóknir og stjórn svæðisins. Þetta kæmi til viðbótar sjálfsögð­ um varúðarráðstöfunum sem gripið hefur verið til eins og að land­ eigendur Heiðarfjalls og gestir þeirra hafa EKKI í meira en þrjá ára tugi neytt vatns úr lindum undan Heiðarfjalli eins og gert hefur verið frá landnámi Íslands, lái mönnum hver sem vill. Úr því sem komið er mætti mögulega til bráðabirgða girða af hagana umhverfis Heiðarfjall, Þó ekki væri nema til að búpeningi nágranna okkar sé ekki viljandi att á foraðið. Opinber viðvörun Þar sem ekki leikur vafi á að ritstjórn Bændablaðsins berst ötullega fyrir hagsmunum bænda almennt og kannski ekki síður fyrir ímynd íslensks lambakjöts, er spurning hvort ritstjórn blaðsins telji ástæðu til að vara bændur við ástandinu á og við Heiðarfjall með einhvers konar tilkynningu á síðum blaðsins? Ekki veldur sá er varar! Vara við nöturlegu ástandi dagsins í dag á Heiðarfjalli. „Veislunnar“ sem boðið var til af embættismönnum utanríkisráðuneytisins. Víðtækar efnahagslegar afleiðingar Grunur landeigenda um að eitur­ efnum hafi verið komið fyrir á fjallinu varð á sínum tíma til þess að allar áætlanir um nýtingu vatnasvæðisins til bleikju­ og laxeldis, voru ekki lengur réttlætan­ legar. Um leið urðu vonir land­ eigenda til nýtingar jarðarinnar samkvæmt upphaflegum áformum, til uppbyggingar á sviði ört vaxandi atvinnustarfsemi í landinu, fiskeldis, að engu. Í dag sem og síðastliðna fjóra áratugi er landeigendum búið ófremdar ástand í formi lekandi eiturefnasafns sem nú hefur verið staðfest og telst vera í hróplegri mótsögn við upplognar hugmyndir starfs manna íslenskrar stjórnsýslu um hreinleika landsins. Þegar upp er staðið mætti spyrja: kæra Íslendingar sig um að stjórnarhættir í landinu verði áfram haldið á pari við stjórnarfar misjafnlega þroskaðra lýðvelda í heiminum sem stundum er „í hátíðarræðum“ líkt við bjúgaldin? Samfélaga þar sem friðhelgi eignar­ réttar og mannréttindi eru oft til fárra fiska metin. Sigurður R. Þórðarson Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 limtrevirnet.is Íslenskar einingar fyrir íslenskt veðurfar Hjá Límtré Vírnet færðu hinar einu og sönnu Yleiningar - stálsamlokueiningar með steinullareinangrun á milli. Hagkvæm, umhverfisvæn og myglufrí byggingarlausn. Stuttur afgreiðslufrestur. Kynntu þér Yleiningar á limtrevirnet.is. Söluskrifstofur - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Netfang - sala@limtrevirnet.is Landbúnaðarráðherra ber eld að eigin húsi Eigi landbúnaðurinn í landinu að lifa af þá þarf að heyja stríð. Að óbreyttu mun landbúnaðinum bíða nákvæmlega sömu örlög og annarra framleiðslugreina. Nýverið bárust fregnir um að loka ætti síðustu prjónastofunni á Íslandi sem hefur áratugum saman verið starfrækt í Vík í Mýrdal. Ástæðan er einföld. Það er miklu ódýrara að framleiða vörur í Kína heldur en á Íslandi. Í stað þess að aðlaga framleiðslu okkar að breyttum neysluvenjum þá nýtum við okkur í síauknum mæli ömurleg kjör verkafólks og bænda erlendis og látum þau framleiða fyrir okkur. Þetta er 21. aldar nýlendustefna. Unnið hefur verið eftir þessari útflutningsstefnu á íslenskum störfum um langa hríð en undir stjórn Kristjáns Þórs Júlíussonar á nú virkilega að spýta í lófana. Það lá við stórslysi um daginn þegar Kristján Þór ætlaði að fella niður tolla af nýsjálenskum lambahryggjum og flytja átti inn ótakmarkað magn. Atburðarásin sem þá fór í gang er ótrúleg og varð til þess að koma í veg fyrir þessa vitleysu. Það var víst Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem náði sambandi við Lilju Alfreðsdóttur þennan dag þegar hann fékk veður af því hvað stæði til. Um þetta mátti lesa í viðtali við ráðherrann fyrrverandi hér í Bændablaðinu og Lilju Alfreðsdóttur í Morgunblaðinu daginn eftir. Þetta gerist í lok júlímánaðar og sagt gert vegna skortstöðu sem sá fjölmiðlaglaði Ólafur Stephensen hafði kjaftað ofan í kokið á ráðherranum og Andrés Magnússon inn um hægra eyrað. Og þeir félagar höfðu séð til þess út á fyrirheit ráðherrans að hryggirnir biðu á hafnarbakkanum hingað komnir um átján þúsund kílómetra leið. Menntamálaráðherrann setti einfaldlega löppina fyrir land­ búnaðar ráðherrann með því að krefjast ríkisstjórnarfundar um málið samdægurs. Forsætisráðherra varð við kröfu hennar og handjárnaði landbúnaðarráðherrann svo hann mátti hætta við ákvörðunina og afboða blaðamannafund síðdegis þann 26. júlí sl. Þar ætlaði ráðherrann að slá sér upp á kostnað bænda og neytenda sem vilja fyrst og fremst íslenskt lambakjöt. Nú vita allir að hann var neyddur til að panta í annað sinn erindi frá inn­ og útflutningsnefnd sinni sem nú sagði að nóg væri til af lambahryggjum frá því í fyrrahaust og að auki feit lömb í högum. Fella átti niður tolla af 2ja og 3ja ára gömlum hryggjum sem þarlendir menn hafa sjálfsagt talið sig vera að selja í hunda­ og kattarmat. Sagt er að ráðherranum hafi verið falið að losa sjávarútveginn við fjósalyktina úr ráðuneytinu þegar hann tók við lyklunum þar. Það var augljóslega fljótgert. Mál landbúnaðarins virðast vera geymd í harðlæstri skúffu í kjallaranum í því sem á að hluta til að heita landbúnaðarráðuneyti. Yfir þessu þagar forysta bænda. Við vitum vel að sláturtíð er hafin en fyrr má nú rota en dauðrota þegar okkur öllum má vera það ljóst að sláturtíð er í gangi gegn landbúnaðinum í landinu. Ef við stöndum ekki upp og heyjum okkar stríð þá verðum við hægt og bítandi hagrædd í drep. Neytendur munu fylkja sér um okkar málstað í því stríði enda rekum við landbúnað í fremstu röð. Forysta bænda verður að leiða þá baráttu og þora að taka djúpt í árinni þegar þörf er á. Landbúnaðarráðherrann hefur leynt og ljóst unnið á móti bændum og fórnað þeirra hagsmunum við hvert tækifæri og það á ekki að koma honum upp með að skreyta sig með frösum um öflugan landbúnað þegar jafn augljóst er að engin alvara er að baki þeim orðum. Köllum hlutina réttum nöfnum og hættum að kóa með. Lélegur ráðherra er lélegur ráðherra og ekki nokkur einasta ástæða til þess að þjónkast honum. Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimahjáleigu Einar Freyr Elínarson. Til sölu jörðin Efri-Þverá II landnúmer 223336, með hlutdeild í óskiptu landi jarðarinnar Efri-Þverá land- númer 144528. Landstærð í séreign um 72 hektarar þar af 14 hektarar tún auk þess óskipt land í fjalli sem Efri Þverá II, Neðri-Þverá og Efri-Þverá I eiga í sameign sem er alls um 1460 hektarar . Þar er upprekstrarleyfi fyrir hross og kindur, gæsaveiði, rjúpnaveiði og veiði í Þverá. Þverárétt er í göngufæri og eru þar stóðhesta- og fjárréttir á haustin. Stutt er í frábærar náttúruperlur t.d. Hvítserk og Borgarvirki. Um það bil 30 kílómetrar á Hvammstanga þar sem er mjög góður leikskóli og skóli. Góð jörð grasi gefin og frábært útsýni, miklir möguleikar til atvinnusköpunar. Ljósleiðari væntanlegur. Eignin getur verið laus við kaupsamning. Möguleiki á að taka íbúð uppí kaupverðið. KH Vinnuföt • Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is 15-1 Assembly Winter • Fóðraður, milliþykkur • Teygjanlegt efni • Burstað fóður, aukin þægindi • Endurskin 1310-2 Double Shell Nitrile • Mjög hlýr hanski. • Húðaður með hágæða nítril • Endurskin PUGWINWP PU Grip Waterproof • Þykkur hanski með öndun • SupraCoatDry olíu- og vatnsþolinn. • Teygjanlegt stroff • Comfort fóður (CLS) Verð: kr. 620,- Verð: kr. 781,- Verð: kr. 1.724,-

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.