Bændablaðið - 12.09.2019, Síða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 201942
Það dylst fáum að Hollendingar
eru afar framarlega þegar
kemur að mjólkurframleiðslu
og þó svo afurðasemi kúnna
þar sé ekki sérlega mikil, þá
hafa hollenskir kúabændur
náð að aðlagast afar vel að
breyttum framleiðsluskilyrðum
og nýjum áskorunum frá
Evrópusambandinu. Þrátt
fyrir smæð landsins hefur
það getað keppt við stór
mjólkurframleiðslulönd á
útflutnings mörkuðum mjólkur
vara og í dag er stór hluti
hollenskra mjólkurafurða fluttur
úr landi.
Einn megin skýringarþáttur
þess hve vel hollenskri
mjólkurframleiðslu vegnar
er m.a. sterk samstaða á milli
búgreinarinnar, stofnana og ýmissa
fyrirtækja landsins sem sinna
mjólkurframleiðslu með einum
eða öðrum hætti. Svona þverfaglegt
samstarf háskólasamfélags,
fyrirtækja og hagsmunaaðila í
mjólkurframleiðslu er nokkuð
óvenjulegt á heimsvísu og kristallast
m.a. í starfsemi Dairy Campus sem
kalla mætti Þróunarsetur hollenskrar
mjólkurframleiðslu.
Umsvifamikil búgrein
Hollenska mjólkurframleiðslan og
mjólkuriðnaðurinn skipta sköpum
fyrir Holland en í þessu litla landi,
sem er ekki nema um 40% af
stærð Íslands, starfa um 45 þúsund
manns við mjólkurframleiðslu og
-vinnslu. Framleiðsluverðmæti
þarlendra mjólkurvara voru í fyrra
6,6 milljarðar evra, eða um 910
milljarðar íslenskra króna. Vegna
mikils útflutnings ráða Hollendingar
í dag 5% af heimsmarkaðinum
með mjólkurvörur, sem er stærri
hlutdeild en nokkurt annað land í
Evrópu!
Holland hefur undanfarin ár
verið með einn hæsta jákvæða
vöruskiptajöfnuð í heimi og
mjólkurvörurnar skipta þar miklu
máli en 8% af hinum jákvæða
vöruskiptajöfnuði landsins koma frá
mjólkurvörum og raunar má rekja
meira en helming hins jákvæða
vöruskiptajöfnuðar til útflutnings
landbúnaðarvara, sem sýnir vel
Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI
Snorri Sigurðsson
snsig@arlafoods.com
Bygg er eitt af undirstöðuhráefnunum í skosku viskíi. Mynd / whiskyfoundation.com.
Líftækni:
Einangra þurrkaþolið
gen í byggi
Eftir fimm ára rannsóknir hefur
vísindamönnum við Heriot
Watt háskóla í Edinborg tekist
að einangra gen í byggi sem
eykur þurrkaþol plöntunnar.
Skoskir viskíframleiðendur eru
hæstánægðir með niðurstöður
rannsóknanna.
Fundur gensins eykur líkur á að
með hjálp erfðatækni verði hægt
að kynbæta byggplöntur til að
þola betur þurrka og auka þannig
framboð á matvælum í kjölfar
hlýnunar jarðar.
Eftir fimm ára rannsóknir hefur
tekist að greina genið sem veldur því
hversu þurrkþolnar byggplöntur eru.
Genið sem kallast HvMYB1 er eitt
af 39 þúsund genum í byggplöntunni
og leit að einu sérhæfðu geni eins
og að leita að nál í heystakki.
Rannsóknir sýna að plöntur þar sem
genið eða virkni þess er áberandi eru
þolnari fyrir þurrki en annað bygg.
Niðurstöður rannsóknanna voru
birtar í Journal of Plant Physiology
and Biochemistry.
Þeir sem að rannsóknunum
standa eru bjartsýnir á að fundur
gensins geti haft mikil og jákvæð
áhrif á matvælaframleiðslu í
framtíðinni þar sem hlýnun jarðar
veldur síauknum þurrkum og
samdrætti í uppskeru á svæðum þar
sem bygg er ræktað í stórum stíl.
Talsmaður viskíframleiðenda
í Skotlandi sagði að niðurstöður
rannsóknanna væri mikið
fagnaðarefni þar sem um 90%
af öllu byggi sem notað væri til
viskíframleiðslu í Skotlandi kæmi
frá svæðum sem þegar væru farin að
kenna á auknum þurrkum hlýnunar
jarðar. /VH
Skemmdir af völdum hita á vínvið í Frakklandi. Mynd / www.voanews.com.
Vínframleiðsla í Frakklandi:
Vorfrost og hitabylgjur
draga úr uppskeru
Kenjótt veðurfar og umhleypingar
í helstu vínræktarhéruðum
Frakklands hafa dregið talsvert
úr uppskeru vínþrúgna í sumar
og er búist við um 12% samdrætti
í ár miðað við meðaluppskeru
undanfarinna ára í landinu.
Óvenjulegt veðurfar með
vorfrosti og hitabylgjum eru
að valda frönskum vínbændum
búsifjum. Kuldar í vor og næturfrost
á stórum vínræktarhéruðum í
Frakklandi urðu þess valdandi
að blómvísar vínviðarplöntunnar
skemmdust og duttu af plöntunum.
Annars staðar þar sem blómvísarnir
lifðu af dró talsvert úr blómgun
þeirra vegna kals.
Í framhaldi af vorfrostunum tóku
við hitabylgjur þar sem hitinn fór
yfir 40° Celsíus í suðurhéruðum
landsins og plönturnar sviðnuðu
illa í hitanum. Regn í ágúst dró
víða nokkuð úr skemmdunum en
olli meiri skemmdum annars staðar
þar sem úrkoman breyttist í hagl,
meðal annars í Beaujolais-héraði.
Veðurfræðingar í Evrópu og
í Bandaríkjum Norður-Ameríku
segja að hitastig í heiminum í júlí
síðastliðnum sé það hæsta síðan
mælingar hófust. /VH
Bænda
26. september
Dairy Campus – Þróunarsetur
hollenskrar mjólkurframleiðslu
Dairy Campus í Hollandi.
Aðstaða fyrir kennslu og námskeiðahald er góð auk þess sem nemendur
geta fengið starfsaðstöðu á Dairy Campus á meðan þeir vinna að sínu
lokaverkefni.
Kýrnar gera meira en að mjólka, þær safna gögnum segir fólkið sem vinnur
á Dairy Campus gjarnan. Hér er verið að taka mjólkursýni úr kúnum.
Kýrnar á Dairy Campus eru allar
tengdar sjálfvirku gagna söfnunar
kerfi sem fylgist með ýmsum atriðum
eins og t.d. atferli kúnna og ýmsum
líffræðilegum þáttum eins og jórtrun,
hitastigi og fleiru.