Bændablaðið - 12.09.2019, Side 55

Bændablaðið - 12.09.2019, Side 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 2019 55 Bænda 26.september biblian.is Sálm. 18.7 Í angist minni kallaði ég á Drottin, til Guðs míns hrópaði ég. Hann heyrði hróp mitt í helgidómi sínum, óp mitt náði eyrum hans. Daggi ehf Renni og vélaverkstæði Hveragerði Heddviðgerðir - Heddplönun - Heddþrýstiprufun - Slípa ventla og ventlasæti - Bora og hóna blokkir - Vélasamsetningar S. 646-5242 Austurmörk 14 810 Hveragerði daggi@vortex.is facebook.com/daggiehf Allar gerðir startara og alternatora Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta Útvegum dekk undir vinnuvélar og landbúnaðarvélar S: 527 600 - w .velavit Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Staða forstjóra Matís auglýst laus til umsóknar: Aðalfundi félagsins hefur tvisvar verið frestað Staða forstjóra Matís var auglýst laus til umsóknar um síðustu helgi. Oddur Már Gunnarsson hefur verið starfandi forstjóri frá 6. desember, þegar Sveini Margeirssyni var sagt upp störfum eftir átta ár í því starfi. Aðalfundi félagsins hefur í tvígang verið frestað, þrátt fyrir að í samþykktum félagsins sé kveðið á um að hann sé haldinn fyrir lok júní ár hvert. Úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fengust þær upplýsingar að ástæða seinkunar fundarins séu nokkrir samverkandi þættir, meðal annar sumarleyfi. Nú liggi hins vegar fyrir að hann verði haldinn 24. september næstkomandi. Ráðherra skipar í stjórn Matís ohf. er opinbert hlutafélag, alfarið í eigu íslenska ríkisins, og skipar Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stjórnina sem skal skipuð sjö mönnum. Í samþykktum félagsins segir að á meðan íslenska ríkið sé eigandi meirihluta hlutafjár í félaginu skuli tryggja að í stjórn sitji sem næst jafnmargar konur og karlar. Oddur Már hefur starfað hjá Matís frá árinu 2008, áður sem forstöðumaður viðskiptaþróunar. Sjöfn Sigurgísladóttir er stjórnarformaður og með henni í stjórn eru Arnar Árnason, Drífa Kristín Sigurðardóttir, Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, Sigmundur Einar Ófeigsson, Sigrún Traustadóttir og Sindri Sigurðsson. Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu. /smh Oddur Már Gunnarsson er starfandi forstjóri Matís ohf. Höfuðstöðvar Matís í Reykjavík.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.