Smirill - 12.11.1931, Qupperneq 3
12 .Nóv. 1931.
1. árg., 1. tbl.
SMIRILL
ÁVA R P
cz
C "y mirill er lítill, fallegur, hyggmn og hngaður ránfugl. Þeim, sem standa að blaði
því, er hér kemur fyrir almenningssjónir og eftir mikið vafstur hlaut nafnið „Smirill“ í skírn-
inni, væri ekki á móti skapi, þótt það „líktist nafni" að einhvérju leyti.
Áræðnina vantar að minsta kosti ekki, þegar efnt er til blaðstofnunar á jafn erfiðum
tímum og þeim, er nú standa yfir; verður um þá viðleitni „að fara sem fara vill“, og er þá
ekki í fyrsta skifti sem blað lognast út af á Islandi. Annars verða þeir sjálfsagt nógu marg-
ir, sem spá „Smirli“ hrakspám, þótt útgefendurnir gangi frá, og murium við vissulega láta
slíkt hjal fara inn um annað eyrað og út um hitt.
Blaðið vill verða gott heimilisblað með myndum, til skemtunar og fróðleiks; tíminn
sker úr, hvort sú fyrirællun tekst. Það verður 22 X 32 ctm. að stærð, 16 síður hvert blað,
og kemur út 10. hvern dag eða þrisvar sinnum á mánuði. Efni verður haft eins fjölbreytt og
kostur er á, og hafa ýmsir menta- og fræðimenn þegar lofað okkur aðstoð sinni; vonum við
að fleiri sigli þar í kjölfarið og veitum fúslega viðtöku stuttum greinum um öll málefni milli
himins og jarðar að undanteknum stjórnmálum — þau eiga hingað ekkert erindi — og verða
hér aldrei rædd.
Efni blaðsins verður jafnan raðað niður eftir því sem bezt þykir fara í hvert skifti,
og vonum við að lesendur kunni því vel.
Árgangurinn kostar 12 krónur (krónu um mánuðinn) og greiðist fyrirfram. Áskrifend-
um verður safnað hér í Reykjavík og nágrenni milli þess að 1. og 2. tölublað kemur út; geta
menn ]>á ráðið hvort þeir greiða blaðið eftirleiðis fyrir 1, 2, 3, 6 eða 12 mánuði í einu. Nýr
árgangur hefst með nýári.
Við vonum að „Smirill“ eigi eftir að eignast marga vini og kveðjum yður.
Virðingarfylst
ÚTGEFENDURNIR.