Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 6
TekiO á framhaldsstofnþingi.
komið fram óánægju raddir frá atvinnu-
slökkviliðsmönnum um að fyrir þá sé raun-
verulega ekkert gert, þetta er rétt að því leiti
að sem ein heild hefur það ekki verið gert en
fyrir einstök félög hefur sambandið þó unnið,
enda hafa þessi félög þá óskað eftir því við
sambandsstjórn. Það er eitt af stefnumálum
sambandsins að fá rétt til að vinna kjaralega
að málefnum atvinnuslökkviliða, en hvenær
það fæst er ekki hægt að tímasetja. Það má
eflaust finna margt að í stjórn og framkvæmd
sambandsins, en sá þáttur er menn geta áreið-
anlega verið sammála um er útgáfa á blaði
sambandsins Slökkviliðsmanninum og frétta-
bréfi. Þeir sem unnið hafa að þessum málum
fyrir sambandið eiga mikinn heiður skilið og
að öðrum ólöstuðum þá á Karl Taylor stærsta
þáttinn í útgáfu á Slökkviliðsmanninum frá
upphafi. Eitt helsta mál sambandsins á næst-
unni verður að fylgja eftir ályktunum síðasta
þings sambandsins um skóla fyrir slökkviliðs-
menn, en í hvaða mynd hann verður mun
tíminn leiða í ljós. Ein mesta viðurkenning
sem sambandið hefur fengið frá stofnun þess
var er félagsmálaráðherra fól L..S.S. að til-
nefna mann í stjórn Brunamálastofnunar Rík-
isins á síðasta ári. Það er von núverandi
stjórnar að áfram verði haldið á sömu braut
samkvæmt markmiði sambandsins, en með
auknum þunga og ákveðni. Vonandi verður
sambandið enn stærra og öflugra á tíu ára af-
mæli þess.
Á.P.
Uppgjör æpti bossinn
Viðlag:
Uppgjör æpti bossinn,
og undir eins i dag,
það eru að koma áramót
og allt þarf að fást i lag.
Og kalli þessu hlýddi blint hans blýantsnagarlið,
þeir hentu frá sér Mogganum og hrukku illa við.
J innheimtunni óðu þeir í nótum uppí hné.
En skrifstofustjórinn pípti hátt og panikpolka sté.
Og bókararnir æstu sig , æðisgengið skap,
þeir fórna urðu jólunum og færa þau á tap.
Og einkaritarinn hamaðist svo villt á vélinni,
að rafmagnslaust varð óðara allt í næsta nágrenni.
Einn blókarræfilinn hætti á að biðja um stundarfrí,
hann rekinn var úr djoppinu, —• og svo aftur i.
Og gjaldkerinn í uppnáminu óður tók á rás,
í auraskápinn skrelð hann inn og skellti hurð í lás.
Og rukkarinn var sendur alla reikningana með,
það hefur enginn maður siðan heyrt til hans né
séð.
Einn gæinn sat í svitabaði og glugga upp hann lauk
en trekkurinn náði i uppgjörið, sem út um
gluggann fauk.
Og blöðin flugu vítt og breytt á vængjum
andvarans.
þau bárust út fyrir yztu sker og beint til
andskotans.
ÍAtvecjurn hversUonar
tœUi ocf búnab
til slöUUvistarfa
•a <5f°r0
J*\mundason
SUÐURLANDSBRAUT 10
SI'MI 81180
4
SLÖKKVIUÐSMAÐURINN