Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 8
Jónas Marteinsson fulltrúi slökkviliðsmanna á
Keflavíkurflugvelli.
13. Skýrsla gjaldkera Egill Ólafsson las og
skýrði reikninga L.S.S.
14. Þingforseti þakkaði Agli og gaf orðið
laust um skýrslu stjórnar og reikningana.
15. Fyrstur tók til máls Gísli Lorenzson
Akureyri, spurðist hann fyrir um hækkun á
póst- og símakostnaði, einnig um dreifingu
blaðsins Slökkviliðsmaðurinn og kostnað við
bókaútgáfu.
16. Kristján Björnsson benti á að í félaginu
Eldborg í Borgarfirði væru menn úr þrem
slökviliðum, og bað um að það yrði leiðrétt í
reikningum.
17. Egill Ólafsson svaraði spurningum um
reikninga L.S.S. og sagði m.a. að komið hefðu
fram gallar í þýðingu bókar og útgáfa hennar
stöðvast í bili.
18. Halldór Ingi Guðmundsson þakkaði
gjaldkera og stjórninni allri vel unnin störf,
og spurði hvers vegna reikningar væru tví-
skiptir.
19. Jónas Marteinsson ræddi reikninga og
var mjög ánægður með þá, sagði þá vera
hreint glæsilega. Þá sagðist Jónas sakna
slökkviliðsmanna af Snæfellsnesi.
20. Gísli Lorenzson þakkaði gjaldkera
greinargóð svör, og óskaði hann eftir að fá
blaðið sent á slökkvistöðina, en ekki heim til
slökkviliðsmanna.
22. Forseti bar undir atkvæði skýrslu
stjórnar og gjaldkera, og voru þær samþ.
samhljóða.
23. Þórir Gunnarsson lagði fram tillögu um
lagabreytingar, og var þeim vísað til laga-
nefndar.
Önnur mál
24. Halldór Ingi Guðmundsson Vestmanna-
eyjum lagði fram tvær tillögur og var þeim
vísað til Félagsmálanefndar og Öryggisnefnd-
ar.
25. Kristján Björnsson ræddi launamál
m.a. mismun á launum lausráðinna og fast-
ráðinna slökkviliðsmanna, einnig spurði hann
um tryggingarð slysabætur, innheimtu í fé-
lagsgjöldum og bakvaktir.
26. Stefán Steingrímsson Reykjavík ræddi
um námskeið, taldi hann það ekki nógu gott
fyrirkomulag, heldur vill hann stefna að því
að koma á skóla og nefndi hann Bretland sem
dæmi, einnig ræddi hann um nefndarstörf.
Þá kom hann inn á öryggismál og ræddi þar
um reykköfunartæki S.R. og taldi þau alls
ekki nógu góð. Óskaði hann eftir liðsinni
L.S.S.
27. Gísli Lorenzson ræddi um B.M.S.R. og
sagði starfsmenn hennar hafa skilað miklu og
góðu starfi. Gísli var á móti því að deilur
liðsmanna S.R. við sína yfirmenn væru rædd-
Gunnlaugur B. Sveinsson varaformaöur L.S.S. i
ræöustól.
6
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN