Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 9

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 9
ar á þingi L.S.S. Einnig ræddi hann um skóla fyrir slökkviliðsmenn og taldi varla tímabært að stofna hann. Þá ræddi hann um reykköf- unartæki og erfiðleika við hleðslu á loftkút- um. 28. Jónas Marteinsson gerði fyrirspurn til Stefáns um hvað hefði bilað í reykköfunar- tækjunum. 29. Stefán svaraði Jónasi og sagði hann að MAND'ED DUO 3000 tækin væru t.d. í Dan- mörku ætluð til skammtímabrúks. 30. Þá tók til máls Ármann Pétursson, og sagðist hann ekki geta rekið Snæfellinga til þess að mæta á þingi L.S.S. Þá ræddi hann um tryggingar- og kjaramál almennt. Reyk- köfunartækjamálið sagðist hann helst vilja leysa innan S.R. 31. Halldór Vilhjálmsson ræddi um skipun Eggerts Vigfússonar í stjórn B.M.S.R. Sagði hann það mikla bót fyrir slökkviliðsmenn, þá ræddi hann um að gott væri ef nefndir gætu starfað milli þinga. Einnig skýrði hann frá erfiðleikum á að hafa stjórnarmenn úr sitt hvorum landshluta. Síðan skoraði hann á þingið að vinna að stofnun slökkviliðsmanna- skóla. 32. Næstur tók til máls Gunnlaugur Búi Sveinsson og ræddi hann um launamál, og taldi það óhæft að lausráðnir slökkviliðs- menn lækki í launum við útkall. Egill ólafsson afhendir GuOmundi Haraldssyni fyrsta formanni L.S.S. fána sambandsins. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN Þingfulltrúar aO störfum. 33. Kristján Björnsson lagði fram tillögu um launamál, og var henni vísað til kjara- nefndar. 34. Guðni Guðbjartsson ræddi um reyk- köfunartæki, og spurði hvort B.M.S.R. skipti sér ekkert af innflutningi þeirra. 35. Örn Bergsteinsson Keflavík ræddi um kjaramálin, taldi hann eðlilegast að viðkom- andi félög slökkviliðsmanna semdu beint við viðkomandi bæjar- eða sveitarstjórnir, lýsti hann síðan kjörum slökkviliðsmanna í Kefla- vík. 36. Sigurður Þ. Jónsson gerði grein fyrir kjörum slökkviliðsmanna í Vestmannaeyjum. 37. Höskuldur Einarsson Reykjavík ræddi reykköfunarmálið, og útskýrði hvað hefði komið fyrir DUO 3000 tækin og upplýsti hann að nánast allir hlutar tækjanna hefðu bilað. 38. Ármann Pétursson sagði frá bréfi B.M.S.R. þar sem DUO 3000 tækin eru sam- þykkt. 39. Sigurður Magnússon ræddi um skipun Eggerts Vigfússonar í stjórn B.M.S.R. og lagði til að kosin yrði 5 manna nefnd til þess að styrkja Eggert í starfi. 40. Þórir Gunnarsson las upp tillögu um kaup á tækjum til slökkviliða, og var henni vísað til Öryggismálanefndar. 41. Bjarni Eyvindsson sagði frá bakvöktum 7

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.