Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Síða 10

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Síða 10
GuOni J. Guöbjartsson slökkinliSsstjóri Ljósafoss í ræöustól. og kjörum í Hveragerði og þakkaði gjaldkera vel unnin störf. 42. Egill Ólafsson afhenti Guðmundi Har- aldssyni borðfána með merki L.S.S. að gjöf, og þakkaði honum fyrstu formennsku og vel unnin störf. Einnig færði hann slökkviliði Miðneshrepps samskonar fána fyrir frábær störf v/happadrættis. 43. Þórir Gunnarsson tók til máls, og frest- aði fundi til kl. 13.30 á sunnudag. Suimudagur 9. okt. kl. 13.30 44. Nefndarálit og umræður. Fjárhagsnefnd: Jónas Marteinsson. Nefndin kom saman strax eftir þinghald í gær en engin tillaga var til umfjöllunar. Rædd voru fjármálin, almennt voru menn sammála um að þau væru í góðu lagi, og væri þar fyrst og fremst að þakka happdrættinu. Nefndin var sammála um að hækka ekki aðildargjöld sambandsins, heldur að reyna að finna aðrar fjáröflunarleiðir. Nefndin telur að umfang stjórnar L.S.S. sé orðið það mikið að athugandi sé hvort ekki sé orðið tímabært að ráða launaðan starfsmann til að sjá um blaðaútgáfu happdrætti o. fl. þ. h. Engin um- ræða var um skýrslu Félagsnefndar. 45. Félagsmáladeild: Gísli Lorenzson. Svohljóðandi tillaga var lögð fram: Vegna framkominnar tillögu á þingi L.S.S. 8. og 9. okt. 1977. Samþykkir L.S.S. að kosin verði 5 manna nefnd til að athuga með stofnun skóla fyrir slökkviliðsmenn, 3 verði kosnir af L.S.S. 1 tilnefndur af B.M.S.R., og 1 af Menntamála- ráðuneytinu. En þar til að skóli hefur verið stofnaður beinir L.S.S. því til B.M.S.R. að hún gangist fyrir námskeiðum fyrir slökkvi- liðsmenn einu sinni á ári í hverjum lands- fjórðungi. Önnur tillaga: Félagsmálanefnd beinir því til stjórnar L.S.S. að hraðað verði eins og hægt er útgáfu fræðslubóka sem eru í þýð- ingu á vegum L.S.S. Þórir Gunnarsson tók til máls og bauð orð- ið laust um tillögur Félagsmálanefndar. Egg- ert Vigfússon tók til máls, og vildi hann vísa fyrri tillögunni til stjórnar L.S.S. Halldór Ingi Guðmundsson ræddi um nám- skeið og skóla almennt og taldi hann nám- skeið úti um land gott fyrirkomulag, og að menn lærðu á sín eigin tæki. Gísli Lorenzson ræddi um skóla og tækja- búnað og taldi hann að það tæki 10—15 ár að stofna skóla. Karl Taylor ræddi fjárhagsmál, og vill hann launa stjórn L.S.S. Einnig bókamálin, og vill hann auka fræðsluna. Að lokum færði Armann Pétursson formaður L.S.S. setur 5. þing sambandsins. 8 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.