Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Side 11

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Side 11
hann þinginu kveðjur frá slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli. Stefán Teitsson ræddi um skólamálin og styður hann skólatillöguna. Halldór Ingi Guðmundsson tók aftur upp skólamálin, og ítrekaði þá skoðun sína að halda námskeiðin í hverju bæjarfélagi fyrir sig. Þórður Kristjánsson lýsti því yfir að hann væri samþykkur tillögunni um skólamálin, og ræddi hann síðan um fræðslumálin vítt og breitt. Þórir Gunnarsson las upp tillögurnar og voru þær samþykktar samhljóða. Laganefnd 46. Kristinn Þórhallsson lagði fram eftir- taldar 3 tillögur um lagabreytingar: 1. 5 með 12 móti. Viðbót við 9. grein laga L.S.S. Á eftir síðustu málsgrein komi: Gangi félag úr sambandinu, hefur það eigi rétt til inngöngu að nýju fyrr en að tveim árum liðn- um frá úrsögn. 2. Samþykkt samhljóða. Á undan síðustu málsgrein 19. gr. laga L.S.S. komi: Stjórn sambandsins er heimilt að kalla saman for- naenn aðildarfélaganna til fundar við sig, telji hún það nauðsynlegt, og kallast slíkur fundur formannaráð. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN Þingfulltrúar aiö störfum. 3. Samþykkt samhljóða. í fyrstu málsgrein 11. gr. verði orðið almanaksár látið falla niður, en í stað þess komi: frá 1. sept. til 31. ágúst, og í annarri málsgrein verði dagsetn- ingin 1. apríl látin falla niður, en í stað þess verði 15. september. Fundarstjóri bað menn ræða tillögur laga- nefndar. Ármann Pétursson útskýrði tillög- urnar. Gísli Lorenzson var á móti 1. tillögu og vildi vísa henni til föðurhúsanna. Bjarni Eyvindsson kom með þá uppástungu að slökkvilið yrðu skylduð til að vera í L.S.S. Þórður Kristjánsson ræddi tillögurnar og einnig bauð hann velkominn á þingið Hregg- við Guðgeirsson fyrrverandi slökkviliðsstjóra. Halldór Ingi tók til máls, og ræddi um til- lögur laganefndar. Tillögurnar voru bornar undir atkvæði, og féllu þau þannig: 1. 5 með 12 á móti. 2. Samþ. samhljóða 3. Samþ. samhljóða. Kjaranefnd 47. Höskuldur Einarsson formaður nefnd- arinnar las upp tillögu sem fyrir nefndinni lá flutt af Kristjáni Björnssyni og er hún svo- hljóðandi: Kjaranefnd kanni hvernig best sé komið kjaramálum lausráðinna slökkviliðs- manna, þannig að tryggt sé að þeir skaðist ekki fjárhagslega á að mæta á útköll og æf- ingar.

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.