Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 17
SLÖKKVISTARF i SVEITUM
Slökkvistarf í sveitum er yfirleitt mjög frá-
brugðið því sem gerist í bæjum og borgum.
Þar kema til greina meiri fjarlægðir, tafir á
að tilkynna eldinn, erfiðleikar og tafir á
skilaboðum, ófærðir og vegleysur, snjóalög á
vegum, vatnsskortur, skortur á vinnuafli og
æfingaleysi, ásamt tækjaskorti og slæmu við-
haldi þeirra.
Það verður oft að nýta vatn eins og hægt
er, flytja það langar leiðir og notast við
granna stúta til að spara vatnið. Oft þarf
að viðhafa aðrar slökkviaðferðir, þegar vatn
er ekki til staðar, eða þar sem það kemur
ekki að gagni. Það þarf að rífa niður hey,
grafa skurði til að stöðva sinubruna, notast
við sand, mold eða strákústa til að kæfa eld-
inn og berja hann niður. Stundum eru eldar
látnir brenna út, en verðmæti í hættu varin.
Stundum má notast við þau tæki, sem til eru
á staðnum, dráttarvélar, jeppa, skurðgröfur
eða annað.
Oft hefur veður mikil áhrif á slökkvistarf-
ið. Þurrkar gera það að verkum að eldar eru
tíðir og erfiðir viðfangs, en rigningar geta
aðstoðað mikið við slökkvistarf. Þá hefur
veður líka mikið að segja í sambandi við
vatnsból, sem geta þornað upp, frosið eða
horfið undir snjó.
Eldur í kjarri, moslendi eða mólendi er
oft mjög erfiður viðfangs, því að hann getur
brunnið nokkuð djúpt ofan í jarðveginn og
leynst þar lengi. Þegar þannig er ástatt þarf
að áætla farveg eldsins og hreinsa burt gróð-
ur á belti, sem eldurinn nær ekki að fara
yfir. Það er erfitt verk og tímafrekt, og krefst
margra manna með handverkfæri, ef ekki
er hægt að koma jarðvinnsluvélum að.
Stundum er hægt að ,,gagnbrenna“ belti
eða svæði, en það er gert þannig, að eldur
er kveiktur þar sem gott er að hafa hemil á
honum, t. d. meðfram vegi eða skurði, og
jarðvegurinn þar látinn brenna svæði, sem
aðaleldurinn kemst síðan ekki yfir. Slíkir
gagnbrunar eru mikið notaðir erlendis við
skógarbruna, en kunnáttu og varúð þarf lil
þess að þeir nái tilgangi sínum og breiðist
ekki út.
Gagnbrunar brenna yfirleitt hægar, því að
þeir ná aldrei yfir stórt svæði, hitinn nær
ekki að sameinast og vindur er minni þar
sem gróður er allt í kring. Þess vegna er
be'ra að hemja hann með handverkfærum
eða litlu vatni.
Ef byggingar eru í hættu vegna sinubruna,
er slökkvistarf venjulegast aðeins miðað við
að bjarga þeim, en sinan látin brenna út. Sér-
staklega þarf að verja síma og rafmagns-
staura á brunasvæðinu og girðingar eí hægt
er.
Heybrunar.
Heybrunar hafa til skamms tíma verið
nokkuð algengir hér á landi, en nokkuð hef-
ur dregið úr þeim vegna þess hve algeng
súgþurrkun er í hlöðum, en með stöðugum
blæstri er oftast hægt að halda heyinu nægi-
lega köldu til að ekki kvikni í.
Það er kunnugt að sjálfsíkviknun getur
hæglega orðið í heyi, sérstaklega ef það er
ekki orðið vel þurrt þegar það er látið inn,
eða ef það hefur blotnað vegna rigningar
eða daggar.
Ástæðan er álitin vera sú að lifandi frum-
ur í heyinu halda áfram að skipta sér, en
við það myndast takmarkaður hiti, sem
kemst ekki í burtu vegna einangrunar hey-
hlaðans. Hitinn eykst því smá saman, þar
til hann er kominn upp í ca. 65°C, sem nægir
til þess að efnabreytingar eiga sér stað eða
takmarkaður bruni.
Við þetta eykst hitinn enn meir og hægur
bruni étur sig eftir heyinu, þar til hann nær
súrefni úr andrúmsloftinu og brýst út í ljós-
um loga.
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
15