Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 19
því þær þekkja hann oftast og hann á hæg-
ara með að stjórna þeim.
Ef eldur er í eða nálægt hesthúsi verða
hestar oft svo hræddir við eldinn að erfitt er
að ná þeim út. Þá er gott að breiða poka eða
annað yfir augu þeirra á meðan þeir eru
leiddir út. Ef nauðsynlegt reyæist að taka þá
ut með valdi er best að fara fram fyrir þá,
grípa fast í nasaholur þeirra og ýta þeim aft-
ur á bak út.
Kýr er oft erfiðara að eiga við, en vel get-
ur þó verið að þær fari út sjálfkrafa, ef þær
eru leystar og fjósdyrnar opnaðar. Ef nauð-
synlegt er að beita valdi þá er best að draga
þser á eyrunum því að þar eru þær viðkvæm-
astar. Eftir að kýr hafa verið reknar út þarf
að gæta þess að þær fari ekki inn í fjósið aft-
ur, því reynsla sýnir að það getur komið fyr-
ir.
Vatn.
Víða hagar svo til slökkvistarfs að vatn er
af skornum skammti nálægt bæjum. Þess
Vegna er nauðsynlegt að hafa strax samband
við kunnugt fólk á staðnum til að fá upp-
lýsingar um hvar best muni að ná í vatn og
kemur sér þá vel, ef maður frá slökkviliðinu
hefur farið á undan tækjunum til að gera
sér grein fyrir aðstæðum í sambandi við það
og annað.
Þar sem sýnilega er lítið um vatn og langt
að fara þarf að fara eins sparlega með það
og unnt er. Þó er ótrúlegt hvað gera má við
lítinn læk, og slökkviliðsmenn undrast oft
hve mikið vatnsmagn er hægt að fá úr slík-
um vatnsbólum. Ef lækurinn er grunnur má
grafa ofan í hann gryfju, þar sem vatnið
safnast fyrir, og dæla því þaðan, eða byggja
upp stíflu á góðum stað. Til stíflugerðar má
gjarnan nota þakjárnplötur, timbur, torf og
grjót eða annað sem hendi er næst. Ef vill
má byggja tvær stíflur, fljótgerð stífla lekur
ávallt einhverju vatnsmagni, sem neðri stífl-
an tekur við. Athugandi er að hafa nokkra
tóma strigapoka á bílnum, sem fylla má með
sandi til stíflugerðar.
Þá má oft nota það vatn, sem rennur frá
eldinum, og grafa gryfju til að safna því
saman.
Sparneytnir stútar eru að sjálfsögðu æski-
legir þar sem vatn er af skornum skammti,
stútar, sem hægt er að loka, þegar ekki er
þörf fyrir vatn. Úðastútar nýta kælimátt
vatnsins best og eru jafnframt sparneytnastir,
en þurfa töluverðan þrýsting til að koma að
gagni.
Ef langar slöngulagnir milli elds og vatns
eru nauðsynlegar er best að leggja strax eina
slönguleiðslu, en ef fleiri slöngur eru til er
rétt að leggja aðra lögn alla leið eða hluta
af leiðinni vegna þess að tvær slöngulagnir
veita mikið minni mótstöðu (minna þrýstings-
tap) en ein. Ef tvær dælur eru til staðar er
oft betra að raðtengja þær (hafa dæluna
miðja vegu milli hinnar dælunnar og elds-
ins) en að láta þær dæla samsíða, þvi að í
löngum slöngulögnum verður mótstaðan svo
mikil að þrýstingur og vatnsmagn minnkar
verulega á leiðinni.
Guðmundur Karlsson.
Uppsátur—
Nýsmíði—
Viðgerðir—
Efnissala
2 dráttarbrautir og 20
skipastæði skapa
hagkvæm skilyrði fyrir
fljóta og góða þjónustu.
SKIPASMÍÐASTÖÐ
NJARÐVÍKUR
Strandgötu 6—10 Ytri-Njarðvík
Sími 1250 — 1725 _
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
17