Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Side 21

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Side 21
Stökkvdih ísafjarða.r Lög um stofnun slökkviliðsins á ísafirði voru sett þann 28. nóv. 1883. Árið 1938 var liðið svo endurskipulagt, og kom þá fyrsti þíll- inn Ford 1929 og er hann til enn og í góðu lagi en þó ekki í notkun. Núverandi slökkvi- stöð var byggð 1938 og er hún löngu orðin of lítil, og efst á baugi hjá okkur núna er stækk- un hennar, og hafa undirtektir bæjaryfirvalda verið jákvæðar. Núverandi tækjabúnaður slökkviliðsins er þessi: Ford F600 árg. 1964 með 500 g.p.m. Darley þriggja þrepa dælu og vatnstank. Ford F600 árg. 1961 tækjabíll, í honum eru slöngur, 300 g.p.m. clymax dæla (færanleg), reykköf- unartæki, súrefnistæki, úlpur, hjálmar og stígvél. 34 volta rafstöð og ýmislegt fleira. Hafnsögubúturinn Þytur er útbúinn til slökkvi- starfa. 1 honum er 350. gpm. dœla, total froðutrekt, tvö sett reykköfunartœki og slöngur og stútar. SLÖKKVIUÐSMAÐURINN Slökkvistööin á Isafirði. Bedford dælubíll 1000 g.p.m. og t.h. 'Ein 400 g.p.m. dæla á vagni. S.l. vetur var keyptur olíubíll af Esso, og útbúinn sem vatnsbíll fyrir slökkviliðið. Kaupverð var 350 þús., breytingar kostuðu 700 þús. fyrir utan sjálfboðavinnu slökkviliðs- manna sem var um 400 klst. Lýsing á tankbíl: Bedford diesel með drifi á öllum hjólum, 5500 1. vatnstank og 430 1. tank f. froðuefni. í bílnum er 300 g.p.m. clymax dæla og einnig er hægt að nota olíudæluna sem var í bílnum, til vara. Fjögur 2“ úttök með krönum og slöngutengjum, slönguskápur með fjórum 30 m 2“ slöngur. Vatnsbyssa með stillanlegum stút. Total millifroðutrekt, og einnig er hægt að fá froðu úr vatnsbyssunni, þá er í bílnum eitt sett af reykköfunartækjum. Fyrst í stað var ætlunin að bíllinn yrði að- eins vatnsbyrgðabíll, en þar sem við áttum dælu og ýmislegt fleira var ákveðið, að útbúa hann þannig að hann gæti unnið alveg sjálf- stætt, og gæti það komið sér vel, því að hér gerir stundum slíka ófærð að ekkert verður komist nema á bílum með drif á öllum hjól- um. Við eigum 5 sett af reykköfunartækjum og jafn mikið af varakútum, en loftdælu vantar okkur og er hún ofarlega á óskalistanum. Þá erum við að byrja að kaupa talstöðvar, og er komin talstöð á slökkvistöðina og í einn bíl- inn. Einnig eigum við tvær labb rabb stöðvar. 19

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.