Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Side 22

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Side 22
Núna í nóvember fengum við fyrstu Nomex kápurnar og Ranger stígvélin, en ætlunin er að endurnýja hlífðarfatnaðinn á tveim til þrem árum. Við höfum einnig slökkvistöð í Hnífsdal, um 4 km frá ísafirði þar er Land Rover slökkvi- bíll með dælu, 900 1. vatnstank, reykköfunar- tækjum og ýmsum búnaði. Þetta fyrirkomu- lag hefur haldist síðan ísafjörður og Hnífs- dalur voru tvö sveitarfélög. Er af þessu mikið öryggi, þar sem ekki er óalgengt að vegurinn á milli lokist vegna skriðufalla og snjóflóða. Töluvert er til af gömlum útbúnaði t.d. stór handdæla, strigafötur, handsnúinn lúður sem notaður var til þess að kalla út slökkviliðið, reykköfunarhjálmur með langri slöngu hand- drifinni loftdælu, gaslugtir og ýmislegt fleira, að ógleymdum gamla Ford og 12 m. stiga á járnslegnum tréhjólum, og reynum við að varðveita þennan búnað eftir bestu getu. Á árinu 1976 voru útköll 25, brunatjón tæpar 3 millj. Síðan ég tók við starfi slökkviliðsstjóra þann 9.8. 1977 eru útköll orðin 11. Hjá slökkviliði ísafjarðar er einn fastráðinn maður og er hann slökkviliðsstjóri, eldvarnar- eftirlitsmaður og áhaldavörður. Slökkvibíll í Hnífsdal. 20 Jón Ölafur SigurÖsson slökkvistjórinn á tsafiröi við eina af slökkvibifreiöunum. Slökkviliðsmenn viö œfingu. Skýrsla slökkviliðsstjóra fyrir árið 1977 Á árinu voru útköll alls 30 og skiptast þannig: Hús.......................... 18 útköll Rusl ......................... 3 — Skip ......................... 1 — Bílar......................... 2 — Utanbæjar..................... 1 — Göbb ......................... 1 — Grunur um eld................. 2 — Utanhúss vegna plastfiskkassa 1 — Aðstoð við amoniakleka...... 1 — Æfingar voru 9, eða ca. 20 klst. Helgarvaktir voru 16 frá 28/5—9/9. Enginn stórbruni varð á árinu og tóku flest útköllin um V2—1 klst. Slökkviliðið veitti ýmsa aðra aðstoð á árinu t.d. við götuþvott, lán á slöngum, losa stíflur úr ræsum o.fl. Með bestu kveðju Jón Ólafur Sigurðsson. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.