Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1978, Qupperneq 28
skipsmanna í góðar þarfir, sprauta má e. t. v.
í gegnum loftventla, eða í gegnum slökkvi-
kerfi skipsins, ef til er, — og oft má komast
að eldinum eftir leiðum, sem ókunnugir
þekkja ekki.
Elda í vélarrými er venjulegast best að
slökkva með fíngerðum vatnsúða, kolsýru eða
kvoðu. Oftast er hægt að kæla svo vélarrúm-
ið með vatnsúða að hægt er að komast alveg
að eldstæðinu eftir stutta stund. Möguleiki
er einnig á að komast að eldi í vélarrúmi
með því að skríða eftir öxulhúsinu, sem ligg-
ur neðst í kili skipsins og fram í vélarrúm.
Algengustu skipseldar á íslandi eru í vél-
bátum og algengasta orsökin mun vera
íkviknun frá olíukyndingu í vistarverum.
Slíkir eldar eru oft erfiðir viðfangs vegna
þess hve erfitt er að komast að þeim, en
oftast er gengið ofan í káetu skipverja niður
um þrönga lúgu á þilfari, ofan lóðréttan stiga.
Vegna þess hve útgangur er þröngur hefur
hiti og reykur ofc safnast þar fyrir og ógern-
ingur að komast niður fyrr en búið er að
kæla káetuna. Best er að gera það með fín-
gerðum vatnsúða, sem látinn er dreifast um
káetuna eins ofarlega og hægt er, því þar
er hitinn mestur og vatnið hefur þar mest
áhrif.
Oftast er mikill eldsmatur þar niðri og
eldurinn ekki bundinn við neinn sérstakan
stað, þess vegna hefur úði þar mest áhrif.
Þegar tekist hefur að kæla andrúmsloftið
í klefanum nægilega mikið þarf að fara með
grannan stút niður og slökkva smáelda og
glæður. En mjög varasamt er að fara þannig
niður án þess að hafa öndunartæki til að
byrja með, eða þar til gengið hefur verið úr
skugga um að súrefni sé nægilegt.
Ef ógerningur reynist að slökkva eldinn á
þennan hátt, má oft komast að honurn með
því að brjóta skilrúm milli vélarrúms og
káetu.
Húseigendur — Húsbyggjendur
Tökum að okkur glerísetningar, fræsum fyrir tvöföldu verksmiðjugleri.
Skiptum um glugga. Einnig tökum við að okkur alla almenna trésmíða-
vinnu, jafnt úti sem inni.
Framleiðum glugga, útidyrahurðir og lausfög.
Vélavinnum efni af lager samkvæmt pöntum. Einnig útvegum við allt
efni sem til þarf.
Erum með gler frá ÍSPAN. Tökum mál og gerum tilboð ef óskað er. —
Eigum fyrirliggjandi efni til glerísetningar og öll járn á lausafög.
Einnig smíðum við sumarbústaði eftir pöntun, eigum teikningar af þremur
stærðum og sýningarbústaður er á staðnum.
Kynnið yður verð og teikningar.
TRÉSMÍÐI S.F.
v/Reykjanesbraut, Njarðvík. Símar: 3122 og 3457.
26
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN