Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Síða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Síða 4
hreyfingu og þjálfun lungnasjúklinga sem og annarra, t.d. með því að hvetja til þátttöku í almenningsíþróttum, s.s. götuhlaupum eins og þeim sem Reykjalundurog Krabbameinsfélagið standa fyrir. Stutt verði við bakið á endurhæfingu lungnasjúklinga utan sjúkrahúsa, s.s. með því að hvetja þá til þátttöku á sérhæfðum þjálfunar- stöðvum í Reykjavík og á Akureyri. RÖKSEMDIR VEGNA STOFNUNAR LUNGNAVERNDAR Heilbrigð öndunarfæri eru okkur mikilvæg vörn gegn mengun and- rúmslofts, svo sem frá iðnaði og tóbaksreyk, auk þess sem þau hamla gegn sýkingum og leitast við að hreinsa burt þann óþverra sem eitt nútíma- þjóðfélag spúir út í andrúmsloftið. Lungun, svo ágæt sem þau eru, verða þó alltaf að láta í minni pokann, enda ber nú æ meira á sjúkómum sem beinlínis má rekja til umhverfisþátta. I ljósi þessa er starfsemi Lungnavemd- arlöngu tímabær. Tilgangurmeð starfi Lungnaverndar sem sérstakrar stofnunar innan SÍBS þarfnast því tæpast nánari skýringa. Gert er ráð fyrir að meirihluti stjórnar slíkrar stofnunar verði Björn Magnússon læknir: LUN GNAVERND Á 27. þingi SÍBS var ályktað að: „Innan vébanda sambandsins verði komið á lungnavemd, starfsemi með alhliðafræðslu umreykingar, mengun og holla lífshætti, auk þess sem leitast verði við að fyrirbyggja lungnasjúk- dóma og koma fómarlömbum þeirra til hjálpar fyrr á sjúkdómsferlinum en til þessa hefur verið hægt.“ í framhaldi af þessari ályktun var sett á stofn nefnd til að fjalla um málið þar sem sátu Björn Magnússon formaður, María Guðmundsdóttir, Gyða Jónsdóttir, Þorsteinn Blöndal og Bjöm Árdal. Nefndarmenn skiluðu frá sér eftirfarandi tillögu um starf Lungnaverndar: ... Lungnavernd verði sérstök stofnun innan SÍBS sem stuðli að rannsóknum á sjúkdómum í önd- unarfærum ásamt fræðslu og for- vömum. Stjórn skal skipuð þremur aðilum, tveimur tilnefndum af stjórn Félags íslenskra lungnalækna og einum af stjóm SÍBS. Lungnavernd ráði til sín eða hafi aðgang að starfsmanni í hlutastöðu til að skipuleggja og samræma fræðslu, annast útgáfu bæklinga, myndbanda og auglýsinga, auk þess að sinna fjölmiðlatengslum. VERKEFNI 1. Að styrkjarannsóknir á sjúkdómum í öndunarfærum, einkum þegar mengun, tóbaksreykingar, ofnæmi eða atvinna koma við sögu. 2. Fræðsla um lungnasjúkdóma, skaðsemi reykinga, mengun og ofnæmi. 3. Fræðsla og upplýsingar til almennings og lungnasjúklinga um holla lífshætti og gildi hreyfingar til að koma í veg fyrir lungnasjúkdóma eða draga úr einkennum þeirra. VARÐANDILIÐ 1: Lungnavemd verði aðili að sjóð sem ætlunin er að stofna í samvinnu við Hússjóð og stjóm Öryrkjabanda- lagsins. í samræmi við stærð aðildar verði veittir úr sjóðnum myndarlegir styrkir til að kosta rannsóknir á Björn Magnússon. lungnasjúkdómum, svo sem vegna tækjakaupa, launa, fjarveru frá vinnu o.fl. Stjóm Lungnaverndar verði falið að yfirfara og meta umsóknir um styrki. VARÐANDILIÐ 2: Undir nafni Lungnaverndar og SÍBS verði fengnir sérfróðir aðilar til að fræða almenning og starfsfólk heilbrigðisstétta með reglubundn- um hætti. A. Með skrif- um í fjölmiðla og fræðslufundum. B. Með gerð myndbanda, auk þess semáróðriog upplýsingum verði komið á framfæri í hljóð- varpi og sjón- varpi. C. Með fræðslu- ferðum út um land. VARÐANDI LIÐ 3: Fræðsla fari fram eins og áður er upp talið, auk þess sem Lungna- vernd styðji við bakiðáhvers kyns Af vettvangi viðamikils starfs.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.