Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Side 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Side 6
Fjóla Björk Sigurðardóttir: Fagra sólin — Saga Inngangur ritstjóra Séra Miyako Þórðarson benti ritstjóra á þessa sögu Fjólu Bjarkar, sem er bæði blind og heyrnarlaus. Þráin eftir að heyra kemur tær og einlæg fram í þessari sögu. Það er út af fyrir sig afrek nokkurt að koma hugsunum sínum svo frá sér við aðstæður Fjólu Bjarkar, enda segir hún að hún tileinki foreldrum sínum söguna, sem hljóti að verða hissa, að blind og heymarlaus dóttir þeirra skuli geta slíkt. Heiðríkja og vongleði barnslegrar einlægni birtist okkur glögglega og sem slíkri eigi lesendur að taka í mót þessari sögu Fjólu Bjarkar. Og kemur svo sagan ykkur til gleðiauka. Fagra sólin Sex ára gamall drengur sem hét Guðmundur Guðþórsson var að leika sér úti ásamt vinum sínum. Þeir voru í boltaleik á blettinum heima hjá Guðmundi. Lengi vel var ákaflega gaman, en svo varð slys, sem enginn átti von á. Þeir voru að hlaupa á eftir boltanum. En þá datt Guðmundur og höfuðið lenti á steini sem varð fyrir honum. — Ó,ó, mamma mín! Það seytlaði blóð úr öðru eyranu. Guðmunda mamma hans kom út og sá hvað hafði gerst. Hún dreif son sinn inn, þurrkaði blóðið af andliti hans, þvoði honum og fór síðan með hann til eymalæknis. Læknirinn sagði að eyrað hefði skaddast dálítið innvortis. Hann taldi að Guðmundur myndi tapa nokkurri heyrn eftir slysið. Hann lét Guðmund hafa dropa til að láta í eyrað. Þegar þau komu heim sagði Guðmunda syni sínum að leggja sig. Þegar Guðmundur hafði lagst fyrir bað hann Guð að hjálpa sér. Síðan sofnaði hann og dreymdi að pabbi hans og mamma væru með honum í Háteigskirkju og bæðu Guð að gefa honum aftur heymina á eyranu. Þegar Guðmundur vaknaði aftur var hætt að blæða og honum leið dálítið betur. Hann sagði mömmu sinni frá draumnum. Það var gott að þig dreymdi svona fallegan draum, Guðmundur minn og kannski bænheyrir Guð þig. Þegar Guðmundur var orðinn góður fór hann með félögum sínum út að leika sér. Veðrið var mjög gott, sólskin og logn. Pabbi hans var heimilislækniráheilsugæslustöðinni. Hann hafði mikið að gera, en um helgar voru þau öll saman heima. Einn sunnudag fór fjölskyldan hansGuðmundaríHáteigskirkjukl.2. Þau báðu öll Guð að laga eyrað. Guðmundi leið mun betur eftir messuna. Síðan óku þau um í Rey kjavík og gáfu Guðmundi appelsín og súkkulaði. Pabbi hans sagði að kókakóla væri óhollt fyrir börn. Þegar heim kom sögðu pabbi hans og mamma að þau yrðu að flytjast til Ástralíu og vera þar í sex ár vegna þess að pabbi hans ætlaði að læra skurðlækningar. Þau ætluðu að flytja í júlí. Mamma hans sagði að hann fengi mjög fallegt herbergi. Guðmund dreymdi fallega á næturnar og hann sagði síðan foreldrum sínum á morgnana hvað hann hefði dreymt. Tíminn leið mjög fljótt og strákarnir léku sér úti á hverjum degi. Þeim þótti leiðinlegt að Guðmundur og fjölskylda hans væru að fara. Pabbi og mamma Guðmundar pökkuðu búslóðinni niður og síðan var hún send til Ástralíu. Svo rann síðasti dagur fjölskyldunnar á íslandi upp. Þau fóru til ömmu hans Guðmundar og sváfu þar um nóttina. Á brottfarardaginn gaf amma hans honum hafragraut og lýsi og sagði að hann yrði að vera duglegur að borða því að þetta væri löng leið. Afi hans keyrði fjölskylduna á flugvöllinn. Þegar þau voru komin inn í flugstöðina gaf afi honum 500 kr. til að kaupa sér súkkulaði. Pabbi og mamma fóru með ferðatöskumar í tol 1 skoðun. Það komu stór tár í augun á mömmu og Guðmundi þegar þau kvöddu afa. Afi sagði að þau amma ætluðu að koma út til þeirra næsta vor. Svo var kallað upp að allir ættu að ganga um borð í vélina sem flygi til Ástralíu. Pabbi settist við gluggann, Guðmundur í miðjuna, en mamma settist við hliðina á syni sínum. — Gjörið svo vel að spenna Höfundur heima hjá sér í Stigahlíðinni.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.