Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 7
Þetta er frá námskeiðunum hennar Kristínar. Þar eru allir í sólskinsskapi.
Sjá næstu síðu.
öryggisbeltin, var tilkynnt á nokkrum
tungumálum. Einnig var sagt hvað
flogið yrði í mikilli hæð.
Svo fór vélin á loft. Eftir nokkum
tímakom maturinn. Þau voru öll orðin
svöng.
Eftir matinn sofnaði Guðmundur.
Hann svaf lengi. Þegar hann vaknaði
gaf flugfreyjan honum appelsín og
hann borðaði súkkulaði með.
Svo kom að því að þau lentu í
Ástralíu. Þegar þau stigu út úr vélinni
kom heitt loft á móti þeim.
Þegar þau voru búin að fá töskumar
kom íslenskur læknir að sækja þau.
Hann var við nám í sjúkrahúsinu þar
sem pabbi Guðmundar ætlaði að vera.
Hann heilsaði þeim öllum og sagðist
heita Einar. Bíllinn hans beið fyrir
utan. Þau settust inn í bílinn og Einar
ók þeim heim í nýja húsið þeirra.
Hann sagðist búa við hliðina á þeim.
Það þótti Guðmundi gaman. Einar átti
átta ára gamlan son.
Einar hafði tekið á móti
flutningnum og komið öllu saman fyrir
inni í íbúðinni. Þau urðu heldur en
ekki hissa þegar þau sáu að allt var í
röð og reglu.
Guðmundur fékk stórt og mjög
sólríkt herbergi og þar var búið að
koma fyrir rúmi, borði og stól. Hann
settist niður og fór að skoða myndabók
sem amma hans hafði gefið honum
áður en hann fór.
Einar bauð þeim í mat til sín. Það
þótti Guðmundi mjög gaman. Konan
hans Einars tók mjög hlýlega á móti
þeim. Þau voru þar um nóttina, en
morguninn eftir fóru þau yfir í nýja
húsið.
Uti í garðinum var heitur pottur,
borð og stólar. Guðmundur fékk að
borða úti á hverjum degi þegar sólskin
var.
Eina nótt dreymdi hann að Jesú
kæmi til sín, snerti eyrað á honum og
segði: — Guðmundur minn, þú munt
fá heym á eyranu af því að þú hugsar
svo fallega.
Þegar hann vaknaði heyrði hann
alveg jafnvel með báðum eyrum. Hann
sagði mömmu sinni drauminn og
batann. Mamma hans varð svo glöð
að hún fór með hann til Einars og
sagði honum fréttirnar. Þau fögnuðu
öll og Einar gaf Guðmundi lítið
vasaútvarp. Þennan dag borðuðu þau
öll úti og Einar og fjölskylda hjá þeim.
Þau voru öll mjög hamingjusöm. Eftir
matinn fóru þau öll í dýragarðinn og
voru þar allan daginn.
S vo komu jólin. Þá komu gjafir frá
ömmu og afa og skyldfólki þeirra.
Einar og fjölskylda skemmtu sér með
þeim á jólunum. Viðar fékk bæði bíl
og bók frá foreldrum sínum. Strákurinn
hans Einars hét Viðar og þeir léku sér
alltaf saman.
Um vorið komu afi og amma í
heimsókn og voru hjá þeim í tvo
mánuði. Það þótti þeim öllum gaman.
Þau skemmtu sér vel, ferðuðust um,
fóru í búðir og versluðu.
Nú lýkur þessari sögu.
Fjóla Björk.
Björn G. Eiríksson
sérkennari
Tvö smáljóð:
HVÍLD
Leggur aö landi
lítil bára.
Fauskur úr grasi fýkur.
Gárar viö grænan bakka
glettinn árstraumur.
Lítil lækjarsytra
líöur niður,
Ijúfur ilmur úr grasi.
Þýtur úr skógi
sunnanvindur úr vestri.
Svo hefur Austurland
sætast heilsað.
Senn til fjalla sígur
sólin bjarta.
Sofa fuglar smáir
sefur bára á sjó.
Sefur gras á túni
sefur síli í læk.
Hljótt fellur húm yfir
húsin lágu.
Svefn sígur á brár.
B.G.E.
VORKOMA
Yfir hæðir háar
himinn Ijómar skær.
Daggir sindra smáar
sytrar lækur tær.
Loft um þeyrinn þýtur
þrymurfossinn hár.
Klakabrynju brýtur
brestur ísinn klár.
Lóur kátar kvaka
kætast börnin smá.
Fiskar vötnin vaka
vorið kemur þá.
Snjór í lautum leysist
lyftast grösin smá.
Vatn úr giljum geysist
gaman veröur þá.
B.G.E.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALACSINS