Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 11
þessa tillögu Vilhjálms og var það einróma samþykkt. Var þá dagskrár- málum lokið. Önnur mál: 4) Ásgerður Ingimarsdóttir kynnti erindi Umsjónarfélags einhverfra. Félagið hyggst láta þýða og gefa út bók um málefni einhverfra í samvinnu við bókaforlagið Örn og Örlygur. Félagið fer frarn á að Öryrkjabanda- lagið veiti ábyrgð að upphæð 500 þús kr. vegnaútgáfunnar—veraeinskonar bakhjarl útgáfunnar ásamt félaginu. Samþykkt einróma. 5) Erindi frá Landssamtökum hjartasjúklinga. Samtökin mælast til þess að Ö.B.Í. taki þátt í eða styðji svonefnda Hjartagöngu 27. júní n.k. Ásgerður kynnti málið nánar og greindi frá því sem gert hefði verið í fyrra. Samþykkt að styðja Hjarta- gönguna með auglýsingum, þar sem hvatt yrði til þátttöku. Jafnframt að Vilhjálmur B. Vilhjálmsson verði fulltrúi bandalagsins í undirbúnings- nefnd göngunnar. 6) íþróttir fyrir alla. íþrótta- hreyfingin beitir sér fyrir stofnun samtaka um fþróttir fyrir alla. Ö.B.Í. er boðið að gerast þátttakandi í stofnun samtakanna. Málið var kynnt af Ásgerði sem las upp bréf frá Í.S.Í. þessa efnis. Aðild var samþykkt og Sigrún Bára Friðfinnsdóttir valin til að taka þátt í undirbúningi samtakanna. 7) Kynntur vardómurHæstaréttar vegna kröfu Öryrkjabandalagsins um meðalgöngu í svonefndu „Sæbrautar- máli“. Hæstiréttur hafnaði kröfunni. 8) Umsögn um frumvarp um barnalífeyri. Flm.: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir o.fl. Form. falið að hafa samband við flutningsmann vegna ákveðinnar rökvillu í frv., en það er endurflutt frá síðasta þingi. 9) Tillaga frá formanni um aðalfundardag bandalagsins í haust og lagt til að meginumræðuefni fundarins verði: Ferðaþjónusta við fatlaða á landi hér. Samþ. að þetta efni yrði valið, sömuleiðis að fram- kvæmdaráði yrði falið að finna fundardag. Sömuleiðis lagt til, að inn í ársskýrslu bandalagsins verði bætt stuttum skýrslum um starf hvers aðildarfélags. Fleira var svo ekki fyrir tekið. H.S. Styrkveitingar Öiyrkj abandalagsins Á stjórnarfundi Ö.B.Í., sem haldinn var 28. apríl sl. voru eftirfarandi styrkveitingar samþykktar, annars vegar til félaga bandalagsins til sérstakra verkefna á þeirra vegum og hins vegar til nokkurra aðila tengdra bandalaginu eða skyldrar starfsemi. Einstaklingastyrkir urðu engir að þessu sinni, en umsóknir nokkrar. Til félaga bandalagsins var úthlutað: Blindrafélagið:..........................50.000 Félag aðstandenda alzheimersjúklinga...100.000 Félag nýmasjúkra........................200.000 Geðhjálp................................450.000 Geðverndarfélag íslands.................200.000 Gigtarfélag íslands.....................350.000 Heyrnarhjálp............................200.000 LAUF....................................250.000 MS-félagið..............................200.000 Parkinsonsamtökin.......................300.000 SÍBS ...................................450.000 Sjálfsbjörg.............................450.000 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.......300.000 Styrktarfélag vangefinna................450.000 Umsjónarfélag einhverfra................300.000 Umsóknir voru misháar og því býsna örðugt að geraöllum til hæfis. Til gamans má geta þess að umsóknarupphæðir voru allt frá 2.4 millj. niður í 50 þús. Það var framkvæmdaráð bandalagsins, sem gerði tillögur til stjórnar að vandlega fhuguðu máli og fengu þær tillögur fullan stuðning í stjórninni. Til annarra fór úthlutun þannig: Nefnd um útgáfu bæklings um ferlimál...........................200.000 íþróttasamband fatlaðra...............400.000 Námskeið vegna aðstand. fatl. barna og ungm...............................100.000 Tölvumiðstöð fatlaðra.................250.000 Samtals námu styrkveitingar bandalagsins 5.2 millj. að þessu sinni. Mun mörgum koma vel þessi mikilvæga aðstoð til þess að hrinda í framkvæmd mörgu þörfu verkefni í þágu félaganna. H.S. HLERAÐ í HORNUM Útgerðarmaðureinn sótti um lán til að lengja bát sinn. Á bankastjórnarfundi lagðisteinn bankastjórinn sérstaklega á móti lánveitingu, þar sem báturinn væri fullveðsettur nú þegar. Beiðninni var hafnað. Nokkrum dögum síðar kemur sami bankastjóri inn til félaga síns fölur og fár og segir: „ Við verðunr að lána manninum til að lengjabátinn“. Hinn bað forviða um skýringu á umskiptunum. „Jú sjáðu, við verðum. Hann er búinn að saga bátinn sundur, svo veðið er ónýtt“. FKÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.